Víkurfréttir - 19.11.1981, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 19. nóvember 1981
VÍKUR-fréttir
Heimsókn frá Akranesi
Nemendur frá Fjölbrautaskóla
Akraness heimsóttu Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja fyrir nokkru.
Það erárlegurviðburðuraðskól-
arnir skiptist á heimsóknum, og
hefur það tíðkast um nokkra
hríð.
Venjan er sú að efnt er til
íþróttahátíöar. þar sem
nemendur skólanna leiða saman
hesta sína. Reiknuð eru út stig
fyrir árangur i þeim greinum sem
keppt er í.
í ár sigraði Fjölbrautaskóli
Suðurnesja eftir nokkuð jafna
keppni.
Áheyrendur skemmtu sér vel á ræðukeppninni
--------:—
RAFBÚÐ
R.Ó.
Hafnargötu 44 - Keflavík
Sími 333?
Keramik lampar
Hagstætt verö.
Yfir 30 geröir af Ijóskösturum og brautum.
3Jr HITAVEITA
SUÐURNESJA
Þjónustu-
síminn er
3536
Jónas Ragnarsson frá JC-suðurnes (t.v.) afhendir frummælanda
FA bikarinn, en Fjölbrautaskóli Akraness sigraði í ræðukeppninni.
Bryddað var upp á þeirri ný-
breytni i ár, að haldin var keppni í
ræðumennsku. Þar sigraði Fjöl-
brautaskóli Akraness eftir mjög
tvísýn ræðuhöld. Dómarar voru
3, einn frá hvorum skóla og odda-
maður var fenginn úr röðum JC-
manna á Suðurnesjum. JC Suð-
urnes gaf farandbikar, sem fer til
þess skóla sem sigrar. Kunna
skólarnir JC-mönnum miklar
þakkir fyrir.
Handknattleikur
Keflvískir handknattleiksmenn
heyja nú harða baráttu í 3. deild-
inni og eygja von um sæti í 2.
deild að ári. M
deild að ári. Mótið er nærri hálfn-
að og næstu tveir leikir verða hér
í Keflavík.
Sunnudaginn 22. nóv. kl. 14
spilar (BK viö Ögra, og miðviku-
daginn 25. nóv kl. 20.30spilaþeir
við Selfoss.
Keflvíkingar eru havttir til þess
að mæta i íþróttahúsið og hvetja
sína menn til sigur. Það er al-
þekkt, aö góður stuöningur
áhorfenda getur ráðið úrslitum í
tvísýnum leik.
’VyvWtO'
FATAVAL
Vinsældalistinn
1. (-) SKALLAPOPP - Ýmsir
2. (-) 7 - Madness
3. (-) M.S.G. - Michael Schenker Group
4. (-) HIMINN OG JÖRÐ - Gunnar ÞórðarsonK.
5. (-) LITLI MEXIKANINN - Katla María
6. (-) GHOST IN THE MACHINE - The Police
7. (-) ÞVÍLlKT OG ANNAÐ EINS - Mezzoforte
8. (-) GREATEST HITS - Queen
9. (-) GREG LIKE - Greg Lake
10 (-) R.F.O. - Hooked on Classics
Hvað gerir
Enginn slitflötur er fullkomlega sléttur. Þegar slitflöturinn er skoðaður
undir smásjá, þá sést að örlitlar hrufur eru alltaf á slitflötunum, sama
hvað þeir sýnast sléttir berum augum.
SLICK 50 sest í þessar örsmáu hrufur og gengur þar I efnasamband við
málminn, þannig að vonlaust er að ná efninu aftur af slitfletinum. Þessi
eiginleikí efnisins er því valdandi að efnið situr I slitfletinum alla æfi vélar-
innar og minnkar núningsviðnám svo lengi sem vélin gengur.
Kostir þess að setja efnið á vélar eru:
Minni núningsviðnám í vél og þar með aukinn kraftur og minni elds-
neytiseyðsla.
Gangsetning í kulda er roun auðveldari þarsem hitastig hefurengin áhrif
á sleipni efnisins.
Stóraukin ending vélar.
EFNIÐ ER NOTAÐ AÐEINS EINU SINNI.