Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.11.1981, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 19.11.1981, Blaðsíða 11
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 19. nóvember 1981 11 Lóðin sem ekki var föl undir byggingu íbúða fyrir aldraða Rísa íbúðir fyrir aldraða við Brekkustíg? Nefnd sem hefur það verkefni að vinna að ibúðarbyggingu fyrir aldraða í Njarðvik hefur um nokkurt skeið verið að leita að lóð fyrir slika byggingu. Var nefndin með í huga lóðina á móts við Holtsgötu 4-6-8, og kannaði hún hug lóðareiganda gagnvart framkvæmdum og voru honum kynntir málavextir. Tjáði eigandi sig ekki endanlega um málið, en kvaðst ætla að ræða við með- eigendur sína að lóðinni. Nefndin hefur nú fengið neikvætt svar frá eigendum. Nefndin hefur undanfarið rætt við ýmsa bæjarbúa um væntan- lega staðsetningu íbúða fyrir aldraða og hefur áhugi fólks mjög beinst að væntanlegu skrúðgarðasvæði. Þó hefurkom- ið fram að fólk er alls ekki mót- fallið staðsetningu t.d. við Holts- götu, en það svæði virðist ekki liggja á lausu. Þar af leiðandi hefur nefndin farið þess á leit við bæjarráð Njarðvikur að það taki fyrir á fundi sínum i nóvember ábend- ingu frá nefndinni um staðsetn- ingu á væntanlegum ibúðum við Brekkustíg, þar sem leikvöllurer staðsettur, og tekur fram nokkur atriði málinu til stuðnings. 1. Staðsetning er miðsvæðis i byggðarlaginu í tengslum og sjónroáli við eldri bæjarhlutann, þar sem flestir væntanlegir íbúar hafa átt heima. 2. (tengslum við væntanlegan skrúðgarð og ekki aðþrengt svæði. 3. ( nálægð við kirkjuna sem auk þess þjónar sem samkomu- staður fyrir eldri borgara. 4. I nálægð við sundstað. 5. Skjólgott fyrir norðanátt, auk þess sem það erálit nefndar- innar aö þarna mætti hanna falleg hús sem myndu skapa fal- legan baksvip fyrir væntanlegan skrúðgarð o.m.fl. Nefndarmenn lýsa sig sam- mála þvi sem fram hefur komið i viðræðum við byggíngafulltrúa og Gylfa Guðjónsson arkitekt, að ekki megi rýra það svæði sem nu þegar er búið að skipuleggja sem skrúðgarð. Með staðsetningu væntan- legrar byggingar á leikvallar- svæði mun vera-komið á móts við óskir flestra þeirra sem i ibúðum þessum munu dvelja og þeirra sem láta sig hag og málefni aldr- aðra varða. Væntir nefndin þess að niðurstaða um staðsetningu liggi fyrir sem fyrst og eigi siðar en í lok desember 1981, svo hægt verði að hefjast handa um hönn- un, en það má ekki dragast öllu lengur, ef hefja á framkvæmdir að vori. 10% afsláttur Suöurnesjamenn! Geriö hagstæö inn- kaup með 10% afslætti. Nýir félagar fá 10% afsláttarkort. Gerist félagar. KAUPFÉLAG SUÐURNESJA Keflavík, Njarðvík, Grindavík, Sandgerði og Garði Reglubundin viðskipti -bókað lán! Nú getur þú sem launþegi slegið tvær flugur i einu höggi með því að láta greiða laun þín reglulega inn á reikning i Verzlunarbankanum eða gert það sjálfur. Með því móti áttu sjálfkrafa kost á hinu nýja láni Verzlunarbankans- Launaláninu. Hagræðið er ótvirætt. Að uppfylltum einföldum og sjálfsögðum skilmálum getur þú gengið að öruggu skammtimaláni þegar þér hentar - engin bið eftir bankastjóra og engin óvissa um afgreiðslu. Haföu samband, hringdu eða komdu og fáðu nánari upp- lýsingar. _______Dæmi um Launalán:_______________________________________ Eftir 6 mán. viðskipti .allt að 10.000 kr. Eftir 12. mán. eða lengur .. allt að 20.000 kr. LAUNALÁN VÉRZIUNAR BANKINN

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.