Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.12.1981, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 03.12.1981, Blaðsíða 5
VÍKUR-fréftir Fimmtudagur 3, desember 1981 5 Tækniþekkingu, orku, hráefni, landrými og vandaðan undirbúning, svo sem tilraunavinnslu. Allt er þetta nú fyrir hendi. Það sem vantar er ÞINN stuðningur. Hvað færðþú fyrir þinnhlut? Kaupirðu hlut í Sjóefnavinnslunni hf. gerist þú þátttakandi í mikilvægu brautryðjendastarfi á vett- vangi alíslensks iðnaðar. Auk þess eignast þú hlut í framtíðarfyrirtæki sem á mikla möguleika í vinnslu ýmissa kemiskra efna auk saltvinnslunnar. Athugaðu málið. Þinn hagur — þjóðarhagur. SJÓEBmVfflNSLAN HF. -HLUTARJARÍITBOÐ Stofnfundurl981 I samræmi við ákvasði laga nr. 62/1981 um sjó- efnavinnslu á Reykjanesi, er hér með auglýst almennt hlutafjárútboð í Sjóefnavinnslunni hf., en stofnfiindur þess félags verður haldinn laugardaginn 12. desember 1981 í félagsheimilinu Stapa, Njarðvík kl. 16 (hlut- hafar undirbúningsfélags athugið að aðalfúndur félagsins verður kl. 14 sama dag í Stapa). LáfangL- Smilljómrkr. Með fyrsta áfanga verksmiðjunnar er gert ráð fyrir 8.000 tonna saltframleiðslu á ári. Nú er boðið út hlutafé vegna hans að fjárhæð 5 milljónir króna (lágmarkshlutur 1.000 kr.) til við- bótar hlutafé Undirbúningsfélags saltverksmiðju á Reykjanesi hf., en stefnt er að samruma félaganna við stofnun Sjóefnavinnslunnar hf. Heildarhlutafé 42,5 milljónir kr. Heildarhlutafé Sjóefnavinnslunnar hf. verður 42.5 milljónir króna, miðað við verðlag í maí s.l. og er þá gert ráð fyrir verksmiðju er framleiði á ári 40.000 tonn salts, 9-000 tonn kalsíum klóríð, 4.000 tonn kalí, ásamt brómi, saltsýru og vítissóda. Gjalddagar Hlutafé má greiða með 3 jöfnum greiðslum á 3ja mánaða fresti, en vextir reiknast frá 1. apríl 1982 á hlutafé sem greiðist efitir þann tíma. Nánari upplýsingar Frekari upplýsingar og gögn liggja frammi hjá undirbúningsfélaginu, að Vatnsnesvegi 14, Keflavík, sími 92—3885 og í Iðnaðarráðuneytinu, Arnarhvoli, Reykjavík.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.