Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.12.1981, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 03.12.1981, Blaðsíða 16
16 Fimmtudagur 3. desember 1981 VÍKUR-fréttir Roller Boogie - Smokey and the Judge - Pretty baby Atlantic City - Green lce - The Producers - Stunt Man The Postman always rings twice - The Exterminator Guvana "Crime of the Century" - Hnetubrjóturinn Oh, God Love Story Ud Yours Being There Soldier Blue The Island -o.fl. o.fl. The Varriors - Riding High - Silent Partner 2001 Space Odyssey - The Hills Have Eyes - Flash Gordon Coalminers Daughter - West Side Story - Quadrophenia Don’t Answer The Phone - The Rise and Rise of Casanova The Camp Galdrakarlinn „ í Oz Coma The Europeans Rock Show Killer on Board Forsetaránið • VIDEOBANKI SUÐURNESJA Þar sem úrvalið er Prjónakonui Kaupum heilar og hnepptar lopapeysur. Einnig vel prjónaða vettlinga, um óákveðinn tíma. Móttaka verður miðvikudaginn 16. desember kl. 13-15, að Bolafæti 11, Njarðvík. ISLENZKUR MARKADUR HF. Jólavörur í úrvali Jólakort - Jólapappír Jólasktaut - Ritföng Gastaþrautir - Marg- ar gerðir af spilum - Skrifstofuvörur Casio VL-1 orgel Casio vasatölvur og vekjarar iumn Verslunin RITVAL Hafnargötu 54, Keflavík P.S. Fyrir jólasveina: Mikið úrval af smá- vörum í ,,skóinn“. Óska eftir 3-4 herbergja íbúð til leigu. Upplýsingar síma 2095. Hugmyndir um að knýja fiskimjölsverksmiðju með jarðvarma Nú eru hér á Suðurnesjum starfandi 3 litlar fiskimjölsverk- smiðjur, allar illa búnar tækjum, enda orðnar gamlar, þar sem engin ný verksmiðja hefur verið risið hérna sl. 15 ár, ef frá eru taldar þær endurnýjanir sem t.d. hafa átt sér stað hjá Fiskiðjunni í Keflavík. Því hefur nú að frumkvæði sjávarútvegsráðuneytisins farið fram athugun á því, hvort hag- kvæmt sé að reisa eina stóra verksmiðju hér á Suðurnesjum, sem ein ynni úr öllum fiskúr- gangi sem hér til fellur, ásamt þeim feitfiski sem hér yrði land- að. Þá var og kannað hvort mögulegt væri að nota innlend- an orkugjafa, fyrst og fremst jarðhita í stað svartolíu, til vinnslu i verksmiðjunni. I niðurstöðum af athugunum þessari kemurfram.aðbæðifyrir þjóðfélagið í heild og eigendur núverandi verksmiðja hér syðra, er fjárhagslegur ávinningur fólg- inn í því að koma á stofn og reka slíka verksmiðju sem þessa. Gengið er þá út frá því að núver- andi verksmiðjur verði lagöar niður, en í staðinn verði reist verksmiðja með afkastagetu upp á 1500 tonna vinnslu á sólar- hring. Miðað við gufuveitu frá Svarts- engi og staðsetningu við Grinda- vikurhöfn, myndi slík verksmiðja kosta 165 milljónir króna. Fram kom í athuguninni, sem Stefán örn Stefánsson verkfræðingur framkvæmdi fyrir ráðuneytið, að hagkvæmast væri að nota jarð- varma til að knýja verksmiðjuna, ef tæknileg vandamál, svo sem tæring og skelmyndun, reyndist yfirstíganleg. Þetta athyglisverða mál er nú i höndum ýmissa hagsmunaaðila hér syðra og er vonandi að þeir sjái hag sinn í þessum fram- kvæmdum, því með einni slíkri verksmiðju yrðu mengunarmál sem verksmiðjur s.s. Fiskiöjan veldur, trúlega úr sögunni, fyrir utan hinn þjóðfélagslegan hag sem að yrði. Ófullnægjandi húsnæði Heilsugæslustöðvarinnar Svohljóðandi ályktun hefur borist til stjórnar Heilsugæslu- stöðvar Suðurnesja frá lækna- ráði H.S.S.: „Læknaráðið lítur svo á, að það bráðabirgðahúsnæði, sem stöðin hefur starfað í frá því í maí 1975 að Sólvallagötu 18, Kefla- vík, sé nú orðin algjörlega ófull- nægjandi. Ogerlegt er við þess- ar aöstæöur aö veita þá þjónustu sem heilsugæslustöðvum er ætl- að samkvæmt lögum. Auglýstar hafa verið tvær stöð- ur heilsugæslulækna i Keflavík- urumdæmi, en aðeins borist um- sókn um aðra þeirra. Telja má aö ófullnægjandi aöstaöa eigi þátt í áhugaleysi því er læknar sýna á þessum stöðum. Læknaráðið beinir þeim tilmælum til stjórnar H.S.S., aö hraöaö verði byggingu heilsu- gæslustöðvar og henni lokiö í árslok 1982.” Árekstur á Stapa Fyrir nokkrum dögum varð alvarlegt umferöarslys á Stapanum. Bif- reið sem ekiö var af bandarískri konu, lenti í árekstri við aðra bifreið sem kom á móti, en sú bifreið var að taka fram úr tveim öðrum. Skipti engum togum að bifreiðarnar skullu saman. Konan stórslasaðist hlaut mörg beinbrot og skarst mjög illa, auk þess sem hún hlaut innvortis meiðsl.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.