Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.12.1981, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 03.12.1981, Blaðsíða 11
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 3. desember 1981 11 Guðjón Stefánsson: Byggingasamvinnufélag ellilífeyrisþega Eins og ellum er kunnugt hef- ur verið unnið markvisst að upp- byggingu ýmis konar aðstöðu fyrir aldraða hér í bæ á undan- förnum árum. ( því starfi hafa margir lagt hönd á. Þar ber þó hæst mikið og öflugt starf Styrkt- arfélags aldraðra að félagsstarfi Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja JÓLAFUNDUR verður haldinn sunnudaginn 5. desember n.k. kl. 14 í húsi Tón- listarskóla Keflavíkur við Austur- götu. Gestir fundarins verða: Jóna og Ævar Kvaran, Hallbera Pálsdóttir og Hlíf Káradóttir. þessa fólks. Þá hefur bæjarfé- lagið gert myndarlegt átak í þessum málum meðal annars með byggingu þjónustuíbúð- anna við Suðurgötu 12-14 og félagsaðstöðunnar í því sama húsi. Einnig með leigu hússins að Hringbraut 57 sem endurleigt er öldruðum. Þá er bæjarfélagið einnig að fara af stað með frekari bygging- ar við Suðurgötuna, eins og komið hefur fram áður. Sameig- inlega standa svo sveitarfélögin að stækkun elliheimilisins i Garði sem nú stendur yfir. Þá er ótalin sú aðstoð sem veitt er öldr- uðu og lasburða fólki með „heimilisaðstoð". Til þess að hægt verði að gera nú enn öflugra átak í þessum málum á næstunni, flutti ég, ásamt Kristni Guðmundssyni, tillögu í bæjarstjórn í okt. sl., þess efnis, að kannaöir yrðu möguleikar á því að koma á fót byggingasamvinnufélagi ellilif- eyrisþega til bygginga lítilla sér- hannaðra þjónustuíbúða sem nytu sams konar þjónustu frá hendi bæjarins og þær ibúðir sem fyrireru. íbúðir þessaryrðu í eigu fólksins sjálfs, en með ákveðnum reglum um endursölu til annarra lífeyrisþega. Tillaga þessi er nú til umfjöll- unar hjá félagsmálaráði Kefla- víkur. Það er von mín, að mál þetta fái skjóta og góða af- greiðslu hjá félagsmálaráði, þannig að árið 1982 verði ár mik- illa framkvæmda í þágu aldraðra í Keflavík. Staðgreiðslukerfi skatta ( frumvarpi því sem leggja á fyrir Alþingi nú i vetur um stað- greiðslukerfi skatta, kemur ýmislegt athyglisvert í Ijós. Til dæmis á öll innheimta að fara í gegnum Seðlabankann, þ.e. launagreiðendur greiða þau gjöld sem dregin hafa verið af launþegum, í reikning hjá Seöla- bankanum. Síðan dreifir Seðla- bankinn innheimtum gjöldum til ríkis og sveitarfélaga á 1-2 mán- aða fresti. Þeir launagreiðendur sem ekki standa í skilum, skulu sveitar- félögin sjá um að innheimta. Er greinilegt, að sveitarfélög verða í sífelldum rekstrarfjárerf- iðleikum, ef Seðlabankinn iigg- ur með fjármuni þeirra í 1-2 mán- uði og vaxtalaust að auki. En síðan eiga sveitarfélögin sjálf sð sjá um innheimtu hjá þeim vand- ræðagemsum sem ekki borga á réttum tíma. Handbolti Á annan í jólum verður haldið Keflavíkurmótið í handbolta, í [þróttahúsinu í Keflavík. Keppt verður í öllum flokkum. Keflvikingar eiga nú mögu- leika á því að krækja sér ísæti Í2. deild Heyja Keflvíkingar harða baráttu við Ármenninga, Gróttu og Þór, Akureyri, um sætin sem losna í 2. deild næsta vor. Körfubolti Njarðvíkingar töpuðu óvænt fyrir Fram í úrvalsdeildinni um daginn. Hafa því Framarar komist upp að hlið þeirra á stiga- töflunni. Eru Njarðvík og Fram nú efst og jöfn í deildinni. Keflvíkingar halda sínu striki í 1. deildinni í körfuboltanum, hafa unnið alla sína leiki til þessa og stefna þvi hraðbyri i úrvals- deildina. Það hlýtur því að verða krafa sveitarfélaganna að fá útsvars- greiðslurnar beint til sín, í stað þess að flytja stórfellt fjármagn burt frá þeim, til þess að veltast með þaö í 1-2 mánuði í ríkis- apparatinu. Þingmenn í heimsókn Þingmenn Reykjanesumdæm- is koma hingað í heimsókn á morgun, föstudag 4. des. Veröur vel tekið á móti þeim með matar- veislu og tilheyrandi í Iðnsveina- félagshúsinu í Keflavik. Erum við efins um að jafn stór hópur þing- manna hafi sést hér í bæjarfélag- inu á undanförnum áratugum. Er því ástæða til að fagna því að þingmenn okkar heiðri okkur með nærveru sinni og jafnframt að þeir sjái sér fært að styðja nú hressilega við umræður þær sem í gangi eru um atvinnumál okkar Suðurnesjamanna. Fasteignaþjónusta Suðurnesja Hafnargötu 37, II. hæö, Keflavik Sími 3722 Höfum til sölu eftirtaldar fast- eignir i Keflavik: Garðhús við Birkiteig, verð 730.000. Risíbúð við Suðurgötu, 3 herb. í góðu ástandi, kr. 300.000. 4ra herb. íbúð í fjórbýlishúsi við Nónvörðu. Neðri hæð í tvíbýlishúsi við Sóltún. Góð 3ja herb. íbúð við Brekku- braut með bilskúr. Laus strax, verð 420-450.000. Glæsileg 115 ferm. íbúð ífjöl- býlishúsi við Mávabraut, góð sameign. Einbýlishús við Háteig, verð kr. 750.000. YTRI-NJARÐVfK: Raöhús við Brekkustíg, laust strax. GARÐUR: Glæsilegt einbýlishús við Sunnubraut, timburhús, plast- klætt, verð 850.000. Skipti á eign í Keflavík möguleg. Höfum kaupendur að Viðlaga- sjóðshúsum í Keflavík. Höfum til sölu 150 ferm. efrl hæö I Vestmannaeyjum. Verö 520.000. Óskaö eftir 4 herb. i skiptum i Keflavfk. Fasteignaþjónusta Suðurnesja Hafnargötu 37, II. hæö, Keflavík Simi3722 Hjörtur Zakariasson Hjördis Hafnfjörö Lögmenn: Garðar Garöarsson og Vilhjálmur Vilhjálmsson Kaupmenn Verslunarfólk Athugið að panta SNITTURNAR og BRAUTERTURNAR tímanlega fyrir jól. i VELKOMIN TIL VIÐSKIPTA.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.