Verslunartíðindi - 01.01.1918, Síða 9
w
UNARTIfllNDI
MANAÐARBIT 6EFIÐ ÚT AF VERSLUNARRAÐI ISLANDS
1. ár.
Janúar 1918
Nr. 1.
Y erslanartiðindi koma út einu sinni í mánuði 8—12 blaðsíður. — Árgangurinn kostar 3 krónur
Rittsjórn og afgreiðsla: Skrifstofa Verslunarráðs Islands, Kirkjustræti 8B. Talsími 694. Pósthólf 614
X lögum verslunarráðsins er ákveðið, að
ráðið skuli gefa út blað, er skýri frá því
markverðasta í viðskiftamálum innan lands
og utan og birti ennfremur lög og stjórn-
arfyrirskipanir, er snerta atvinnumál. —
Vegna örðugleika þeirra sem nú eru á
allri blaðaútgáfu var ráðinu í sjálfsvald
sett hvenær byrjað væri á að gefa blaðið
út. Verslunarráðinu er fyllilega ljóst, að
eins og nú er ástatt, getur blaðið eigi orð-
ið svo vel úr garði gert sem skyldi, meðal
annars vegna þess, að nú eru að heita
má engar póstsamgöngur við útlönd og er
það sjerstaklega bagalegt fyrir verslunar-
blað. En þrátt fyrir það hefur ráðið viljað
byrjaáútgáfublaðsins og vonar að það verði
til þess, að ráðið komist í nánar asamband
en ella, við alla þá, er starfa innan þeirra
atvinnugreina sem ráðið er fulltrúi fyrir.
Verslunarráö.
í öllum menningarlöndum hefir þegaf
fyrir löngu verið komið á fót sjerstökum
fulltrúastofnunum, er vinna að því að
vernda og efla atvinnuvegina. Slíkum
fulltrúastofnunum fyrir verslun, er nefnd-
ust verslunarráð (chambres de Commerce),
var fyrst komið á fót í FraJcklandi á 17.
öld og var það að tilhlutun stjórnarinnar.
Hafði stjórnin komist að raun um, að henni
væri brýn nauðsyn á að komast í nánari
kynni, en verið hafði, við sjálft viðskifta-
lífið og þá menn, er þar stóðu framarla,
til þess að afskiftí hennar af viðskiftalif-
inu bæru heillaríkan árangur. í byrjun
var aðeins eitt verslunarráð fyrir alt land-
ið, en smámsaman mynduðust sjerstök ráð
fyrir helstu viðskiftaborgirnar, er unnu í
sambandi við aðal-verslunarráðið. Stjórnar-
byltingaárið 1791 voru öll verslunaráðin
áfnumin, en aðal-verslunarráðið var endur-
reist sama ár, með því að stjórnin gat eigi
án þess verið og nokkrum árum síðar
voru einnig hin verslunarráðin endurreist.
Fyrirkomulag frönsku verslunarráðanna,
eins og það er nú, er ákveðið með lögum
frá 1898. Samkvæmt þeim eru verslunar-
ráðin opinberar stofnanir og á að minsta
kosti að vera eitt ráð fyrir hvert amt