Verslunartíðindi - 01.01.1918, Side 13
Verslunartlðindi h
ný fulltrúasamkoma »Den danske Handels-
stands Fœllesreprœsentation« og heldur hún
fund árlega, en föst framkvæmdarnefnd
annast störfin milli funda. »(lrosserer-
Societetets Ko:nité« tekur þátt í fulltrúa-
samkomunni fyrir hönd verslunarstjettar
Kaupmannahafnar og er í stöðugri sam-
vinnu við framkvæmdarnefndina.
Hjer hefir að nokkru verið skýrt frá
fyrirkomulagi og verksviði erlendra versl-
unarráða og svipaðra stofnana. Tilgang-
ur þeirra er að heita má allsstaðar hinn
sami, en fyrirkomulagið nokkuð með ýmsu
móti og verksviðið misjafnlega viðtækt.
Eins og tekið hefir verið fram, eru versl-
unarráðin venjulega einnig fulltrúastofn-
anir fyrir iðnað og siglingar. Að því er
iðnaðinn snertir, þá er aðallega átt við
verksmiðjuiðnað og handiðnað rekinn í
stærri stíl. Ennfremur er það mjög títt,
að handiðnaður og verslun með aðkeyptar
vörur fer saman, og verður þá hlutaðeig-
andi að teljast til verslunarstjettarinnar.
Það er svo margt er snertir sameiginlega
verslun, iðnað og siglingar, að það er
næsta eðlilegt að þessar atvinnugreinar
bafi sameiginlegar fulltrúastofnanir.
Það eitt að slíkura stofnunum hefur ver-
ið komið á fót í nær öllum menningar-
löndum, nægir til þess að færa heim sann-
anir um, hve nauðsynlegar þær eru. Versl-
unarstjettin getur eigi, frekar en aðrar at-
vinnustjettir, án þess verið að hafa full-
trúa, er koma fram fyrir hennar hönd.
Það eru ótal mál, er snerta verslunarstjett-
ina í heild sinni, og varðar það auðvitað
niiklu að þeim sje ráðið heppilega til lykta.
Til þess að stuðla að þvi, verður stjettin
að eiga fulltrúa, sem ávalt eru reiðubúnir
«1 þess að rannsaka málin og hafa önnur
nauðsynleg afskifti af þeim.
En það eru ekki einungis atvinnustjett-
irnar sjálfar, er hjer koma til greina, held-
ar einnig þjóðfjelagið í heild sinni. Vegna
þess að ástand viðskiftalífsins hefur bæði
mikil og víðtæk áhrif á hag þjóðfjelagsins
í heild sinni, verða stjórnarvöldin ávalt
að hafa náin kynni af því, ella verða af-
skifti þeirra af viðskiftalífinu til lítils gagns
eða jafnvel til ills eins, og bitnar það á
þjóðinni allri. Að stjórnarvöldunum hefur
verið þetta ljóst sjest á því, að í flestum
löndum hafa einmitt þau átt upptökin að
fulltrúastofnunum fyrir atvinnustjettirnar.
Þó hefir eigi verið skortur á opinberum
embættismönnum, er afskifti hafa af þeim
málum, er snerta atvinnuvegina. Fiest
lönd eru svo vel skipuð embættismönnum,
að þau hafa sjerfróða starfsmenn á nær
öllum sviðum. öll stærri löndin og flest
hinna smærri hafa sjerstök ráðuneýti eða
stjórnardeildir fyrir aðalatvinnuvegina,
hvern um sig, og auk þess fasta ráðunauta
á ýmsum sviðum. En stjórnarvöldin og
löggjafarþingin hafa sjeð, að þrátt fyrir
þetta geta þau eigi unnið verk sitt sem
skyldi, nema þau hafi náið samband við
atvinnuvegina sjálfa, við þá menn er starfa
innan þeirra. Enda virðist fátt vera jafn
sjálfsagt sem það, að leitað sje álits full-
trúa atvinnustjettanna áður en gerðar eru
opinberar ráðstafanir, er kunna að hafa í
för með sjer víðtæk áhrif á viðskiftalífið.
Stofnun
Verslunarráðs Islanðs.
Verslunarstjettin íslenska er kornung,
hún hefur að mestu leyti myndast á síð-
ustu áratugum. Það er þessvegna við að
búast, að hún á mörgum sviðum þoli eigi
samjöfnuð við verslunarstjettir annara
landa, Meðal annars hefur lítið verið um
fjelagslíf og fast skipulag innan stjettar-