Verslunartíðindi - 01.01.1918, Síða 20
Verslunartiðindí
ÍÖ
en áður hefur veriS, þá þarf engan aö furða á
því, að nkyrslurnar birtast fyrst nú. Meðan
engin breyting verður á sjálfri skýrslugjöfinni og
innheimtunni, er eigi að búast við að hægt sje
að birta skýrsiur fyr. Eins og kunnugt er gefa
vöru-innflytjendur og útflytjendur eina skýrslu
fyrir alt árið og er því eigi ætlast til að hún
sje gerð fyr en í byrjun næsta árs. En á því
vill mjög verða nrisbrestur og er það einmitt
óafsakanlegt tómlæti margra skýrslugefenda,
sem á mikla sök á ólagi því, sem er á
útkomu skýrslnanna. En á þessu eiga innheimtu-
mennirnir auðvitað að ráða bót með því að ganga
rækilega eftir skýrslugjöfinni og beita sektar-
ákvæðunum ef með þarf.
Þessi mikli dráttur á útkomu verslunarskýrsln-
anna er auðvitað mjög bagalegur, en hitt er þó
enn alvarlegra, að í skýrslúrnar vantar algjörlega
talsverðan hluta bæði aðfluttar Dg útfluttar vöru.
Við samanburð sem hagstofan gerir á allskonar
tollvörum, milli þess er út kemur samkvæmt
verslunarskýrslunum og þess, er tdlur hefur
verið greiddur af, kemur l ljós að í verslunar-
skýrslurnar vantar rúmlega J/4 hluta miðað við
verð varanna — af þeim vörum, er samkvæmt
tollreikningum eiga að vera þar. Árið 1914
hefur þessi mismunur á aðfluttum tollvörum
samkvæmt tollreikningunum og því, sem skýrsl-
ur hafa borist um, numið alls 1,3 milj. kr. eða
13,5% af verðupphæð þeirra vörutegunda, en á
útfluttum tollvörum (þ. e. vörur sem útflutn-
ingsgjald greiðist af) hefur mismunurinn numið
5,6 milj. kr. eða 38,2% af verðupphæð þessara
vörutegunda. Alls vantaði þannig í skýrslurnar
nærri 7 milj. kr. virði af aðfluttum og útflutt-
um tollvörum og er það eins og fyr er sagt
rúmlega % hluta af verðupphæð þeirra vara,
sem um að ræða. Það er því bersýnilegt að inn-
heimtan á skýrslunum hefur verið fjarri því sem
skyldi. Fjöldi vöruinnflytjenda hlýtur að hafa
skotist algjört undan, en á því getur enginn
ráðið bót nema sjálfir innheimtumennirnir. Þeir
einir vita hverjir eiga að gefa skýrslur og þeir
verða að ganga eftir að hlutaðeigendur geri það.
En það er hætt við að eigi verði ráðin veru-
leg bót á þeim göllum, sem eru á verslunar-
skýrslunum, nema öllu fyrirkonrulaginu verði
breytt. Þegar ein skýrsla er gefin fyrir alt árið
getur eigi hjá því farið að skýrslurnar verði
ónákvæmar og það veldur mjög drætti á birt-
ingu skýrslnanna að allar vörur ársins fylgjast
að á einni skýrslu. En breyting á þessu getur
verið hættuleg meðan innheimtan er eigi komin
í betra horf. Yerði skýrslurnar gefnar oftar t.
d. á hverjum mánuði eða fyrir hverja sendingu,
ríður enn meir á árvekni innheimtumanna og er
varla að búast við góðum áraugri nema sjer-
stakri tollgæslu verði komið á. Samkvæmt lög-
um frá síðasta Alþingi kemst bráðlega á fót sjer-
stök tollgæsla í Reykjavík. Mætti þá gera til-
raun með breytingu þar, og mun hagstofan jafn
vel hugsa til framkvæmda á þá leið.
Yerslunarskýrslurnar eru að þessu sinni miklu
ítarlegri en áður. Fyrir árið 1914 voru gerð ný
eyðublöð undir versluuarskýrsluruar og voru á
alls 473 vöruliðir, en á gömlu eyðublöðunum
voru þeir aðeins 218 Á nýju eyðublöðunum
voru aðfluttar vörurnar í 350 liðum (áður 153)
og útfluttu vörurnar í 93 liðum (áður 15). Enn-
fremur var bú breyting gerð á eyðublöðunum að
nú eru vörurnar aðallega flokkaðar eftir því
hvaða efni er í þeim, en áður eftir notkun þeirra.
Er þessi flokkun í samræmi bæði við þá flokkun
er notuð er á Norðurlöndum og þá sem notuð
verður af alþjóðaverslunarhagstofunni í Bruxelles.
Var sú stofnun að komast á fót í stríðsbyrjun
og tekur hún væntanlega til starfa þegar að
ófriðnum loknum.
Við þessa breytingu hafa verslunarskýrslurnar
orðið miklu fullkomnari en þær voru. í fyrri
verslunarskýrslum munu menn þráfaldlega hafa
leitað árangslaust að einstökum vörutegundum,
annaðhvort alls ekki fundið þær eða þá fundið
safnflokk þar sem vörunum var slengt saman
við ýmsar aðrar vörur. En nú eru vöruflokkun-
in orðin svo ítarleg, að eigi verður með sanngirni
krafist meira. Þá hefur einnig að öðru leyti
verið gerð breyting á skýrslunum, sem er til
mikilla bóta. Áður voru aðeins tilgreind sjer-
staklega 5 helstu aðflutningslöndin og 7 helstu
útflutningslöndin, en nú er tilgreint sjerhvert að-
fiutnings- og útflutriingsland, án tillits til þess
hvort viðskifti íslands við það hafa verið mikil
eða lítil. Þessi breyting hefur haft það í för