Verslunartíðindi - 01.07.1925, Síða 17

Verslunartíðindi - 01.07.1925, Síða 17
VÉRSLUNAETÍÐINÍ)! Bins og sennilega má gera ráð fyrir að selja megi Islendingum meira af dönsknm vörum en gert er, þannig má einnig telja sjálfsagt, að Danir geti liagnýtt sjer mun meira af ísl. afurðum en nú á sjer stað. Bn á hvern hátt þetta kippist í lag — t. d. hvað matvörur snertir með sýningum eða nógu vel sje mælt með þeim — er spurning, sem fundurinn væntanlega tekur til athug- unar. Gagnkvæm kynning, gagnkvæm þekking á vörum og skilyrðum til vöruskifta er tak- mark þessa fundar. Náist þetta, má óhætt fela liinni óháðu verslunarstjett framtíðar- viðskiftamálin/ ‘ Næstu ræðu á dansk-ísl. verslunarmótinu hjelt stórkaupm. Bjarne Nielsen, formaður „Islandsk IIandelsforening“ í Ivhöín, og er hún þannig: hlandsk Ilandelsforening í Kaupmannahöfn. Árið 1892 mynduðu nokkrir ísl. kaup- menn, búsettir hjer, fjelag til þess að koma betra skipulagi á ísl. verslunina. Til þessa hafði engin samvinna átt sjer stað í þessa átt, ien liennar full þörf þegar þess er gætt, að lijer var um allflestar vörutegundir að ræða, og því nauðsynlegt að hafa einhverja fastar reglur, bæði livað snerti íslenskar af- urðir og vörur þær, er til Islands áttu að flytjast. Samþykt var eftir nokkur fundahöld að mynda „Foreningen for isl. Köbmænd i Ivöbenhavn" ; svo hjiet fjelagið þá. 1. gr. í lögum fj'elagsins var svohljóðandi: „Tilgangur fjelagsins er að fá samkomu- stað fyrir þá, er reka ísl. verslun, þar sem þeir geti haft tækifæri til þess að ræða sam- eiginleg áhugamál — til liagnaðar fyrir ísl. verslun, siglingar og fiskiveiðar; og jafn- framt gefa fjelagsmönnum tækifæri til að kynnast hver öðrum, til þess að ná með því áðurnefndu takmarki.‘ ‘ í fyrstu fjelagsstjórninni áttu sæti þrír velmetnir og duglegir menn, Tryggvi Gunn- arsson, Á. Ásgeirsson og Björn Sigurðsson og munu flestir kannast við þá, sem nokk uð hafa átt við Island saman að sælda. Þessi stjórn var án efa heppilega valin, enda fjölgaði fjelagsmönnum fljótt, er þeir sáu hvaða þýðingu fjelagið gat liaft og urðu þátttakendur, ekki einungis allir ísl. kaup- menn, búsettir hjer, er áttu verslun á Is- landi, heldur einnig þær umboðsverslanir, sém önnuðust kaup og sölu íyrir ísl. kaup- menn. Reynt var eftir mætti að lialda góðu sam- komulagi innan fjelagsins, og alla óheiðar- lega samkepni var reynt að forðast. Eins og áður er getið um, voru flestar vörutegundir fluttar til Islands, t. d. korn- matur, nýlenduvörur, járnvörur, vefnaðar- vörur og ennfremur vörur til sldpa og fisk- veiða o. fl. Fyrir þetta komu svo aftur ísl. afurðir, einkum fiskur, ull, kjöt og skinn. — Yegna þessara vöruskifta voru ýmsar reglur nauðsynlegar, meðal annars um sölu og gjaldfrest á aðfluttum vörum og móttöku og sölu ísl. afurðanna. Þetta voru viðfangs- efni á fundunum. Um fleira var þó rætt, jafnvel launakjör, hásetaráöningar á fiski- skipin, matvælabirgðir þeirra, aflaskifti o. fl. Meðan skipin lcomu aðeins á aðalhafn- irnar, var það alsiða, að kaupmenn gerðu út lítil skip, hlæðu þau vörum og sendu þau eins og fljótandi búð til nágrannakauptún- anna til þess að selja vöruna og fá aftur ísl. afurðir. Þetta voru kallaðar „spekúlants- feröir“. Færi þá einliver kaupmaður inn á Arerslunarsvið starfsbróður síns, gat hann skotið máli sínu til fjelagsstjórnarinnar, sem þá reyndi að miðla málum og tókst venju- lega \1el með sáttatilraunir sínar. Auk þessa voru ýms ákvæði gerð til þess að bæta ísl. afurðirnar, svo þær hækkuðu í verði og seldust betur þar sem þær voru áður þektar, og ennfremur reynt aS leita

x

Verslunartíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.