Verslunartíðindi - 01.02.1930, Blaðsíða 11

Verslunartíðindi - 01.02.1930, Blaðsíða 11
VERSLUNARTlÐINDl 21 hann þegar náð í mikið af þeim viðskift- um, sem England hafði áður þar austur frá. Einnig má búast við að alvarleg sam- kepni hefjist um viðskiftin, bæði heima fyr- ir og í nýlendunum, bæði af Japans hálfu og annara eldri og yngri keppinauta. (Tidsskrift for Industri). Fiskveiðar Dana. Skýrsla um dönsku fiskveiðarnar fyrir ár- ið 1928 er nýlega komin út, og hefur orð- ið góður árangur á því ári. Aflinn hefur yfir höfuð farið vaxandi síðan árið 1922 og var mestur 1928. Verðið var aftur á móti lægra það ár en árið áður. Síldar- og kola-aflinn var með mesta móti, en aftur minni afii af ísu og ál en árið áður. Fiskútflutningurinn hafði aukist í hlutfalli við aflann. Rekstur.-kostnaðurbreytt- ist ekkert að ráði á árinu. Nokkrum nýjum skipum hefur verið bætt við, og yfir höfuð má segja, að alt hafi gengið vonum fram- ar. Mestu viðskiftin hafa verið við Þýska- land og England þetta ár, eins og árið áð- ur. Hjerumbil 150 kúttarar hafa stundað fiskveiðar í Norðursjónum, aðallega frá breskum ’nöfnum, og hefur yfirleitt vegn- að vel. Nokkur skip hafa verið á fiskveið- um við ísland og eitt skip vestan við Eng- land, en þó ekki nema stuttan tíma. — 11 fiskimenn druknuðu á árinu Ársaflinn nam samtals ca. 94,6 milj. kg., 36,7 milj. kr., og er þetta hvað magnið snertir 12,6% meira en árið áður, en 8,5 °/o hvað verðið snertir. Aflinn er 2,1 milj. kg. meiri en 1916, sem er mesta afla-árið, sem komið hefur til þessa. Aftur á móti hefur nokkrum sinnum fengist meira fyrir aflann á tímabilinu 1915—1925. Nálega þriðjungurinn af öllum aflanum fjekst í Norðursjónum. Verðmesti fiskurinn var skarkolinn, eins og undanfarið, og fjekst nálega helmingur af öllu fiskverðinu fyrir þá fisktegund. Næst kemur állinn, og fjekst fyrir hann hjerumbil sama og þorsk- og ísuaflann til samans. Fiskveiðar stunduðu 18.788 menn árið 1928. Til veiðarfæra var varið ca. 17,2 milj. kr. og til skipa ca. 30 milj. kr. Flest af nýju skipunum, sem hafa verið skráð á árinu, eru frá Friðrikshavn, Esberg og Skagen. — Smábátar og mótorlaus skip eru virt á ca. 1,5 milj. kr. Af fiskiskipum, stærri en 55 smál., voru 4 mótorskip og eitt gufuskip notuð til veiða í Norðursjón- um og við ísland. Fiskveiðar Breta. Síðastliðið haust skipaði breska stjórnin nefnd til þess að rannsaka sjávarútvegs- málin þar, og hefur þessi nefnd birt um- sögn »The British Trawlers Federation« um það, að nauðsynlegt sje að stjórnin sendi skip til þess að leita að nýjum fiskimiðum. í þessu álitsskjali er þess getið, að breskir togarar hafi orðið að fara lengra og lengra til þess að leita að góðum fiskmiðum, vegna þess að afli hefur farið minkandi á gömlu miðunum, sökum erlendrar samkepni. Nýju fiskimiðin, sem menn sjerstaklega hafa auga- stað á, eru milli 60 og 75° n. br. og 45° v. og 55° austl. Mikið af þessu svæði er órannsakað, svo sem höfin norðaustur frá íslandi og kringum Bjarnareyjuna. Nefndin er þeirrar skoðunar, að verði þessi höf rannsökuð og kortlögð, mundi mega fá nærri ótakmarkaðan afla þar norð- ur frá, sjerstaklega af þessum algengu fisk- tegundum, þorsk, ýsu og ufsa, og telur nefndin sjálfsagt að stjórnin láti rannsaká

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.