Verslunartíðindi - 01.02.1930, Blaðsíða 13

Verslunartíðindi - 01.02.1930, Blaðsíða 13
VERSLUIU RTlÐINDI itiðindi rjett, að þessi dómur sje birtur, á- Isamt málavöxtum, og er hann þannig: g Ár 1930, fimtudaginn 30. janúar, var í gbæjarþingi Reykjavíkur, í málinu nr. 166/- i1929 Kristín J. Hagbarð gegn Arent Claesen o. fl. S; kveðinn upp svo hljóðandi dómur: Mál þetta er, eftir árangurslausa sátta- umleitun, höfðað fyrir bæjarþínginu með stefnu, útgefinni 10. sept. s. 1. af Kristinu J Hagbarð, kaupkonu hjer í bæ, gegn stjórn- endum Fjelags íslenskra stórkaupmanna, þeim slórkaupmönnunum: Arent Claesen, Birni Ólafssyni, Ingimar Brynjólfssyni og Hallgrími Benediktssyni, og ölgerðarmanni Tómasi Tómassyni, öllum hjer í bænum, til ómerkingar og sektar fyrir meiðyrði, og greiðslu skaðabóta, að upphæð kr. 15.000, auk málskostnaðar að skaðlausu í máli þessu, eftir mati rjettarins. Málavextir eru þeir, að með brjefi dags. 2. apríl 1929 tilkynti »Fjelag islenskra stór- kaupmanna« stefnöndu, að hún ætti van- goldna skuld hjá einum fjelagsmanna að upphæð kr. 1217.19. í brjefi þessu var einn- ig tekið fram, að ef athugasemdir bærust ekki frá henni innan þriggja daga, eða ef skuldin yrði ekki jöfnuð við rjettan aðila innan sama frests, yrði nafn stefnöndu birt á næstu vanskilaskrá fjelagsins. Með brjefi dags. 5. apríl, sem lagt hefur verið fram í eftirriti, svaraði stefnanda brjefi fjelagsins og taldi skuldina ekki þannig tilkomna, að rjett væri að setja nafn hennar á »van- skilaskrá« fjelagsins, þó skuldin yrði ekki greidd, en eigi að síður var það gert litlu síðar, samkvæmt »Samþykt um lánsversl- unarskilmála«, gerðri á fjelagsfundi 26. nóv. 1928. Steínanda telur nú, að eftir 10. gr. sam- þyktar þessarar, sem hún hefur lagt fram, 23 sje nafn hennar sett á »vanskilaskrána« al- gjörlega að ástæðulausu, því að í grein- inni sje skýrt tekið fram, að samþyktin sje aðeins bindandi fyrir viðskifti stofnuð eftir 1. jan. 1929, en skuld sú, er hún hafi ver- ið sett á »vanskilaskrána« fyrir, stafi af viðskiftum, stofnuðum fyrir þann tíma. Auk þess hafi skuldin verið talin ranglega of há, eða kr. 1217.19, í stað kr. 1185.69. — Vegna þessarnr ráðstöfunar »Fjelags ís- lenskra sfórkaupmanna« kveðst stefnanda hafa orðið fyrir miklum álitshnekki, trausts- spjöllum og fjárhagslegu tjóni, en stjórnend- ur fje'agsins, eða hinir stefndu, beri ábyrgð á ráðstöfuninni, því að í 4. gr. fyrgreindr- ar samþyktar sje svo ákveðið, að stjórn fjelagsins taki ákvarðanir um það, hverjir skuli settir á »vanskilaskrá«, og hefur stefn, anda nú höfðað mál þetta á hendur stjórn- endunum og gert þær rjetfarkröfur, að ráð- stöfunin verði ómerkt, og stefndir verði auk þess hver fyrir sig látnir sæta sektum fyrir hana og dæmdir in solidum til þess að greiða kr. 15.000.00 í skaðabætur vegna hennar. Stefndir hafa mótmælt kröfum stefnöndu og krafist þess aðallega að verða algjör- lega sýknaðir af þeim, og ennfremur að þeim verði tildæmdur málskostnaður eftir mati rjettarins. Til vara hafa þeir mótmælt skaðabótakröfu stefnöndu sem altof hárri. Það verður að teljast nægilega upplýst- að skuld sú, er stefnanda var sett á »van- skilaskrá fyrir, hafi verið stofnuð fyrir 1. jan. 1929, en það atriði skiftir ekki máli, því að rjetturinn lítur svo á, eins og stefnd- ir hafa haldið fram, að 10. gr. fyrnefndnr samþyktar eigi eftir anda og tilgangi sam- þyktarinnar að skiljast svo, að fjelagsmönn- um í »Fjelagi íslenskra stórkaupmanna« sje skylt að tilkynna stjórnendum fjelagsins van- skil, er verða hjá viðskiftamönnum þeirra frá ársbyrjun 1929, en jafnframt sje þeim heimilt að tilkynna vanskil vegna fyrri við-

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.