Fréttablaðið - 17.09.2018, Qupperneq 2
Veður
Fremur hæg austlæg átt í dag,
skýjað með köflum og líkur á
skúrum. Norðaustanátt og rigning
á Vestfjörðum og nyrst á landinu.
Hiti 6 til 12 stig. SJÁ SÍÐU 18
BRIDS
SKÓLINN
Byrjendur (stig 1) 1. okt 8 mánudagar frá 20-23
Kerfið (stig 2) 3. okt 8 miðvikudagar frá 20-23
Stig 1 Byrjað er alveg frá grunni og farið vel yfir undirstöður
hins vinsæla Standard-sagnkerfisins. Það er fólk á öllum aldri
sem sækir skólann og ekkert mál að mæta stakur/stök.
Stig 2 Hvað meinar makker? Góð spurning. Farið er vel
yfir framhald sagna í Standard og ýmsar stöður í sagnbaráttu.
Mikið spilað og hægt að koma stakur/stök.
Upplýsingar og innritun:
í síma 898-5427 á netinu bridge.is
Staður: Síðumúli 37, Reykjavík (Bridgesamband Íslands)
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
Vættir komu saman í Miðgarði
Ófreskjur, illmenni, hetjur og vættir af öllum toga komu saman á ráðstefnunni Miðgarður 2018 í Laugardalshöll um helgina. Á ráðstefnunni er ýmsum
straumum og stefnum í nördamenningu stefnt saman, allt frá hlutverkaspilum til vísindaskáldskapar. Þrátt fyrir að sumir hafi verið heldur ófrýnilegir
að sjá, eins og þessi orkur á myndinni, þá réð kærleikurinn ríkjum. Orkurinn ber barmmerki sem á stendur: „Ókeypis faðmlög“. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
VIÐSKIPTI Hagnaður Hlöllabáta ehf.,
sem rekur skyndibitastaðinn Hlölla
á Höfðanum, jókst um ríflega 45
prósent milli ára og nam 51,5 millj-
ónum króna á síðasta ári. Hlölli
seldi sína landsfrægu samlokubáta
og veitingar fyrir ríflega 213,7 millj-
ónir í fyrra. Síðasta ár var það besta
um árabil hjá félaginu hvað afkomu
varðar. Í skýrslu stjórnar er lagt til
að greiddur verði út arður á árinu
2018 allt að þeirri upphæð sem lög
leyfa. Í fyrra greiddi stjórnin út 30
milljónir króna í arð til eigenda
sem er félagið Ergosspa ehf. sem
aftur er í eigu systkinanna Róberts
Árna og Málfríðar Evu Jörgensen.
Eignir félagsins námu í árslok 2017
111 milljónum króna og eigið fé var
57,5 milljónir. – smj
Fimmtíu milljóna
hagnaður hjá Hlölla
Góður gangur á Hlölla. Besta afkoma um árabil í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
VEÐUR Snjókoma, slydda, hvassviðri
og almennt leiðindaveður eru í
kortunum fyrir vikuna. Á miðviku-
dag gengur veðrið í norðan 15 til 23
metra á sekúndu, hvassast austast.
Gera má ráð fyrir að úrkoman sem
fylgir veðrinu falli í formi slyddu
eða snjókomu til fjalla. Seinnipart
miðvikudagsins kólnar og það getur
snjóað neðar.
Gul stormviðvörun er í gildi
fyrir allt landið á miðvikudag og
fimmtudag. Vetraraðstæður geta
skapast á vegum með tilheyrandi
samgöngu truflunum. Veðurstofa
hvetur bændur til að huga að skjóli
fyrir búfénað.
Á sunnanverðu landinu verða
ekki sömu lætin, þar sem engri
úrkomu er spáð. „En þar geta snarp-
ir vindstrengir verið varasamir fyrir
ökutæki sem eru viðkvæm fyrir
vindi og lausamunir geta fokið.“ – bg
Hvassviðri
og úrkoma
ALÞINGI „Ég fékk kynningu á þessu
verkefni í London á síðasta ári.
Það var magnað að heyra hvernig
Bretar eru að innleiða núvitund í
heilbrigðiskerfið, menntakerfið og
réttarvörslukerfið,“ segir Halldóra
Mogensen, formaður velferðar-
nefndar Alþingis. Nefndin fær í dag
kynningu á þverpólitískri nefnd
breska þingsins um núvitund.
Það er Chris Ruane, þingmaður
Verkamannaflokksins og annar af
formönnum bresku nefndarinnar,
sem mun hitta velferðarnefnd. „Það
verður líka opinn fundur fyrir alla
þingmenn á morgun og Chris mun
líka hitta borgarfulltrúa. Hann ætlar
að kynna fyrir okkur hvernig Bretar
hafa verið að gera þetta.“ segir Hall-
dóra.
Hún bendir líka á að Chris hafi
verið að kenna breskum þing-
mönnum um núvitund. „Ég held að
við hér á Alþingi hefðum líka gott
af því.“
Halldóra segir að fyrir velferðar-
nefnd sé sérstaklega áhugavert að
heyra hvernig núvitund sé notuð í
heilbrigðiskerfinu. „Þetta er aðal-
lega notað sem meðferðarúrræði en
einnig fyrir starfsmenn heilbrigðis-
kerfisins.“
Fundinn í London á síðasta ári
sátu líka fulltrúar fræðasamfélags-
ins. Þá var Jon Kabat-Zinn einn-
ig á staðnum en hann er talinn
frumkvöðull núvitundar á Vestur-
löndum.
„Við fengum að heyra margar
áhugaverðar sögur. Meðal annars
hvernig þessi úrræði hafa verið að
hjálpa föngum. Þeir fara í meðferð í
fangelsinu sem hjálpar þeim þegar
þeir losna. Þarna var maður sem
sagði frá sinni reynslu og hvernig
þetta hjálpaði honum að komast
út í lífið eftir fangavist. Þetta brýtur
upp eitthvert mynstur og fólk nær
snertingu við sig sjálft.“
Þá segir Halldóra að hægt sé að
nota núvitund í menntakerfinu með
því að ná til barna. „Það er mein í
okkar samfélagi hvað neysluhyggjan
og hraðinn er mikill. Svo hafa sam-
félagsmiðlarnir mikil áhrif. Fólk
gefur sér aldrei tíma til að stoppa
og fara í innri íhugun, skoða hvernig
við tengjumst hvert öðru og nátt-
úrunni.“ sighvatur@frettabladid.is
Þingmenn fræðast um
notagildi núvitundar
Formaður velferðarnefndar Alþingis segir að Bretar hafi notað núvitund með
góðum árangri á mörgum sviðum samfélagsins. Nefndin fær í dag kynningu frá
breskum þingmanni sem er annar formanna sérstakrar þverpólitískrar nefndar.
Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Það var magnað að
heyra hvernig Bretar
eru að innleiða núvitund í
heilbrigðiskerfið, mennta-
kerfið og réttarvörslukerfið.
Halldóra Mogensen, formaður
velferðarnefndar Alþingis
1 7 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 M Á N U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
7
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:4
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
D
7
-7
A
4
4
2
0
D
7
-7
9
0
8
2
0
D
7
-7
7
C
C
2
0
D
7
-7
6
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
1
6
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K