Fréttablaðið - 17.09.2018, Side 6
CHAR-BROIL
PROFESSIONAL
3 brennara
66.675 KR.
CHAR-BROIL
GASGRILL
2 brennarar
54.425 KR.
GAS2COAL
GAS- OG KOLAGRILL
3 brennara
59.925 KR.
CHAR-BROIL
BIG EASY
Steikarofn, reykofn
og grill
41.175 KR.
Öll Char-Broil grillin eru með TRU-infrared tækninni sem
kemur í veg fyrir eldtungur og tryggir jafnari steikingu.
Rekstrarland er opið alla virka daga kl. 8–17.
Rekstrarland verslun Vatnagörðum 10 104 Reykjavík Sími 515 1500 rekstrarland.is
P
IP
A
R
\T
B
W
A
•
S
ÍA
25%
AFSLÁTTUR
17.–21. SEPT.
AF ÖLLUM
GRILLUM
VERÐ ÁÐUR 54.900 KR. VERÐ ÁÐUR 69.900 KR. VERÐ ÁÐUR 79.900 KR. VERÐ ÁÐUR 88.900 KR.
MENNTAMÁL Hildur Björnsdóttir,
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins,
mun á morgun leggja fram tillögu
um breytingu á fjárframlögum til
grunnskóla. Tillagan snýr í grunn-
inn að því að sama fjárframlag fylgi
hverju barni inn í grunnskóla, burt
séð frá því hvort barnið gangi í sjálf-
stætt rekinn grunnskóla eða grunn-
skóla sem rekinn er af Reykjavíkur-
borg.
„Sonur minn gengur í Ísaksskóla.
Skólinn er stórkostlegur og hefur
ljóslega sannað gildi sitt. Þar sem
skólinn er sjálfstætt starfandi greiðir
borgin lægri fjárhæð með menntun
nemenda hans en menntun barna
í borgarreknum skólum. Foreldrar
barna í Ísaksskóla, og öðrum sjálf-
stæðum skólum borgarinnar, verða
því að greiða skólagjöld,“ ritar Hild-
ur á Facebook-síðu sína þar sem hún
greinir frá tillögunni.
Skólagjöld í Ísaksskóla eru
210.000 krónur á ári fyrir börn á
aldrinum sex til níu ára og tíu þús-
und krónum lægri fyrir fimm ára
börn. Eins er hægt að fá systkinaaf-
slátt.
„Þetta hefur í rauninni verið eitt
af baráttumálum sjálfstæðra skóla
í langan tíma. Í dag er rekstrarum-
hverfi þeirra erfitt því þeir fá ekki
sömu fjárframlög og borgarreknu
skólarnir og skólagjöldin duga ekki
þannig að þeir standa í rauninni
verr að vígi,“ segir Hildur.
„Okkur þykir rétt að öll börn í
borginni fái sama framlag með sinni
menntun og það sé svo í höndum
foreldra að velja í hvaða skóla barn-
ið fer,“ segir hún. „Eins og staðan er í
dag er það ekkert fyrir alla að borga
skólagjöld með börnunum sínum.“
Aðspurð segist Hildur spennt að
sjá hvernig tekið verði við tillög-
unni, sem líkt og fyrr segir verður
lögð fram á morgun. „Innan borgar-
stjórnar eru margir sem aðhyllast
hugmyndafræði um jöfn tækifæri
fyrir börn og svo er kominn inn
flokkur eins og Viðreisn sem talar
fyrir því að styðja við sjálfstæða
skóla. Þannig að ég bara vona að
þetta fái góðan hljómgrunn,“ segir
Hildur að lokum. – bsp
Sama upphæð fylgi hverju barni óháð rekstrarformi
Hildur
Björnsdóttir,
borgarfulltrúi
Sjálfstæðis-
flokksins,
SKATTAR Yfirskattanefnd (YSKN)
hefur staðfest úrskurð Tollstjóra
um að einstaklingar þurfi að greiða
virðisaukaskatt af
innfluttri eins
dollars mynt.
Báðir aðilar
töldu að um
söfnunargrip
væri að ræða en
eigendur myntar-
innar sögðu hana vera
góðan og gildan gjaldmiðil.
Atvik málsins eru þau að í fyrra
flutti fólkið inn svokallaða „Amer-
ican Silver Eagle Bullion“ silfur-
mynt. Myntin er frábrugðin venju-
legum myntum að því leyti að hún
er gerð úr 31 grammi af nær hreinu
silfri. Venjuleg mynt er hins vegar
gerð úr blöndu af kopar, sinki, nikk-
eli og mangani. Að baki ákvörðun
Tollstjóra lá sú staðreynd að myntin
væri gefin út í takmörkuðu upp-
Þurfa að greiða
virðisaukaskatt
af skildingi
lagi árlega og færi ekki í almenna
umferð líkt og hefðbundinn skild-
ingur. Myntir sem þessar gengju
kaupum og sölum á netinu og væri
kaupverðið margfalt nafnvirði
myntarinnar. Af þeim sökum bæri
að greiða 24 prósenta virðisauka-
skatt af innflutningi hennar.
Þessu undi fólkið ekki og kærði
málið til YSKN. Byggði það á því
að myntin hefði verið keypt í fjár-
festingarskyni til að byggja upp
sparnað sem nýta mætti sem gjald-
miðil í viðskiptum. Ekki stæði til að
eiga myntina sem safngrip. Á þetta
féllst YSKN ekki og staðfesti niður-
stöðu Tollstjóra. – jóe
Umrædd mynt er gerð úr
31 grammi af nær hreinu
silfri. Nafnvirði hennar er
einn dollar.
KÍNA Gífurleg eyðilegging varð í
suðurhluta Kína þegar fellibylurinn
Mangkhut fór þar yfir í gær. Minnst
64 fórust þegar fellibylurinn fór yfir
Filippseyjar.
Mangkhut er einn versti felli-
bylurinn það sem af er ári en vind-
styrkur hans var um og yfir 45 m/s.
Storminum fylgdi gífurlegt úrhelli
og þá gekk sjór víða á land. Áður
en stormurinn náði landi mældist
vindstyrkur mestur ríflega 70 m/s.
Á föstudaginn fór stormurinn
yfir norðurhluta Filippseyja. Eyjan
Luzon, stærsta og fjölmennasta eyja
klasans, varð verst úti en þetta er
versta veður á eynni síðan árið 2010
þegar fellibylurinn Megi fór þar yfir.
Filippseyjar urðu einnig illa úti árið
2013 þegar fellibylurinn Haiyan
skall á suðurhluta þeirra.
Yfirvöld sáu snemma í hvað
stefndi og voru tugir þúsunda
fluttir af þeim svæðum sem talið
var að yrðu verst úti. Hæsta við-
búnaðarstig var á eynni, skólum og
opinberum stofnunum var lokað og
fólk beðið um að vera í vari á meðan
óveðrið geisaði.
Sem fyrr segir fylgdi storminum
gífurlegt úrhelli og féllu skriður á
vegi og hús víða. Héruðin Cordill-
era og Nueva Vizcaya urðu verst úti.
Minnst 64 týndu lífi en þar af voru
26 námamenn í gullnámu í Itogon
sem urðu innlyksa þegar skriða féll
á námu þeirra. Þá létust tveir björg-
unarmenn þegar þeir komu á vett-
vang slyssins. Átta er enn saknað. Þá
er óttast um afdrif fjölda bænda sem
freistuðu þess að bjarga hrísgrjóna-
og maísuppskeru ársins áður en
stormurinn skall á.
Mannvirki eru víða rústir einar
og því erfiðleikum háð fyrir við-
bragðsaðila að koma bágstöddum
til aðstoðar. Yfirvöld telja víst að
tala látinna víðs vegar um eyjuna
muni hækka enn.
Eftir að hafa farið yfir Filipps-
eyjar lá leið Mangkhut til Kína. Þá
hafði dregið nokkuð úr vindhraða.
Yfirvöld létu flytja um 2,4 milljónir
manna á brott áður en veðrið skall
á. Stormurinn náði landi í gær í
Jiangmen í Guangdong-héraði við
suðurströnd landsins. Héraðið varð
illa úti í hamförunum.
Sömu sögu er einnig að segja af
Hong Kong og Macau en spilavítum
á síðarnefnda svæðinu var skipað
að skella í lás. Er það í fyrsta sinn í
sögunni sem það gerist.
Í Hong Kong var ástandið afar
slæmt. Á veraldarvefnum má sjá
myndbönd af því þegar veður-
ofsinn rífur tré upp með rótum og
hendir þeim svo til líkt og um smá-
vægilegt plastrusl sé að ræða. Gler í
fjölda húsa lét undan barningnum
og sömu sögu er einnig að segja
af klæðningum fjölda háhýsa og
raflínum. Hús við ströndina urðu
illa úti þegar sjór gekk á land. Raf-
magnslaust er á stórum svæðum.
Tölur um manntjón liggja ekki fyrir.
joli@frettabladid.is
Ógurlegt tjón eftir Mangkhut
Minnst 64 eru látnir eftir að hitabeltisstormurinn Mangkhut fór yfir Filippseyjar og suðurhluta Kína. Talið
er víst að tala látinna muni hækka enn. Illa gengur að koma björgunarfólki á þau svæði sem verst urðu úti.
Björgunarfólk leitar að eftirlifendum í rústum í Baguio á Filippseyjum norður af höfuðborginni Manila. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Vindstyrkur Mangkhut
mældist mestur ríflega 70
m/s. Talsvert hægði á honum
þegar stormurinn fór yfir
land á Filippseyjum og í
Kína.
BANDARÍKIN Konan sem sakað hefur
dómarann Brett M. Kavanaugh um
að hafa brotið gegn sér kynferðis-
lega steig fram undir nafni í gær.
Konan, Christine Blasey, segir að
Kavanaugh hafi reynt að þvinga
hana til kynmaka í samkvæmi fyrir
30 árum, með því halda henni niðri
og káfa á henni.
„Ég óttaðist að hann myndi óvart
drepa mig,“ sagði Blasey í viðtali við
Washington Post. Kavanaugh var
tilnefndur af Bandaríkjaforseta til
setu í Hæstarétti. Kavanaugh situr
nú fyrir svörum á Bandaríkjaþingi
vegna tilnefningarinnar. – khn
Segir Kavanaugh
hafa káfað á sér
Fleiri myndir má nálgast á +Plús
síðu Fréttablaðsins.
Fréttablaðið +Plús er eingöngu
í Fréttablaðs- appinu eða í PDF-
útgáfu blaðsins sem er aðgengi-
leg á frettabladid.is.
+PLÚS
1 7 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 M Á N U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
7
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:4
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
D
7
-A
1
C
4
2
0
D
7
-A
0
8
8
2
0
D
7
-9
F
4
C
2
0
D
7
-9
E
1
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
8
s
_
1
6
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K