Verslunartíðindi - 01.08.1935, Side 16
92
VERSLUN artíðindi
Magiiús Sigurðsson, 1917—
Er fæddur 14. júní 1880 í Reykjavík og ólst þar
upp hjá foreldrum sínum; gekk inn í Latínuskól-
ann 1895 og útskrifaðist þaðan 1901. Sigldi sam-
sumars til Kaupmannahafnar og las lög við háskól-
ann þar; tók embættispróf í lögum árið 1906. Eft-
ir að hann kom heim var hann málaflutningsmað-
ur við yfirrjettinn í Reykjavík. Var settur sýslu-
maður í Gullbringu- og Kjósarsýslu og bæjarfógeti
í Hafnarfirði árið 1908, og var hann fyrsti bæjar-
■itjórinn þar. Árið 1909 átti hann sæti í rannsókn-
arnefnd Landsbankans; var í fyrstu Landsspítala-
nefndinni, sem skipuð var 30. okt. 1917, og for-
maður hennar; var í landskjörstjórn 1922 og var
formaður hennar. — Árið 1917 var hann settur
bankastjóri Landsbanka íslands, og 31. des. s. á.
var hann skipaður bankastjóri Landsbankans, og gegnir hann því starfi ennþá.
Magnús Sigurðsson er einn af stofnendum Fiskifjelags Islands, og hefir verið lög-
fræðilegur ráðunautur þess frá byrjun, og fulltrúi fyrir Reykjavíkurdeild félagsins.
Hann hefir verið stjórnarformaður Sölusambands ísl. fiskframleiðenda frá stofnun
þess 1932.
Magnús Sigurðsson hefir oft farið utan í mikilvægum erindum, bæði fyrir bank-
ann sjálfan og ríkisstjórnina.
Ludvig Kaaber, 1918—
Er faaddur í Kolding 12. sept. 1878; gekk á verslun-
arskóla í Kolding 1893—1897 og síðan á „De Brockske
Handelsskoler 1899—1901. Hann kom ungur hing-
að til lands og vann í nokkur ár sem verslunar-
fulltrúi við Thomsens-verslun, og 1905—1908 hjá P.
J. Thorsteinsson & Co. Árið 1906 stofnaði hann
ásamt Ólafi Þ. Johnson heildsölufirmað Ó. Johnson
& Kaaber, en gekk aftur úr firmanu 1918, er hann
var skipaður bankastjóri Landsbankans, og hefir
hann gegnt því starfi síðan.
L. Kaaber hefir verið varamaður í stjórn Versl-
unarráðsins frá því það var stofnað árið 1917; var
í stjórn Verslunarskólans 1905—1920 og í stjórn
Kaupmannafjelagsins 1910—1914; ennfremur var
hann stjórnarformaður h.f. Isaga 1919—1920 og h.f. Sjóvátryggingarfjelags íslands
1919—1924; hann var belgiskur konsúll 1912—1922, settur hollenskur konsúll 1920
—1923 og finskur aðalkonsúll frá 1924—1928.