Verslunartíðindi - 01.08.1935, Qupperneq 23

Verslunartíðindi - 01.08.1935, Qupperneq 23
VERSLUNARTÍÐINDI 99 Landsbankinn og landbúnaðurinn. Eftir Metúsalem Stefánsson, fyrv. búnaðarm.stj. Það munu flestir viðurkenna nú á dög- um, að lífæðar atvinnuvega hverrar þjóð- ar liggi að verulegu leyti gegnum peninga- stofnanir hennar, banka og sparisjóði, enda hefir reynslan sýnt þetta áþreifan- lega, einnig hjer á landi. Það er og al- kunnugt, að atvinnuvegir íslendinga tóku litlum breytingum eða stakkaskiftum öld- um saman, og að ýmsu leyti hnignaði þeim, þegar aldirnar liðu, frá því sem áður hafði verið. Þúsund fyrstu ár íslandsbygðar var landbúnaðurinn, í sambandi við fiskiveið- ar, aðalatvinnuvegur landsmanna, ásamt heimilisiðnaði, og í lok þúsund ára ábúðar í landinu, var svo fjarri því, að farið væri að stunda búskapinn á grundvelli ræktun- ar, að ýms náttúrugæði landsins höfðu þá einmitt gengið til þurðar og sum til stórra muna, eins og skógarnir og veiði í ám og vötnum. Kornyrkja, sem áður hafði verið hjer einhver, var lögð niður, og fleira mætti nefna, sem horfði til hnignunar. Þjóðhátíðin og þjóðhátíðargjöfin: stjórn- arskráin, ásamt þeirri sjálfstæðisbaráttu og þjóðernisvakningu, sem haldið var uppi alla 19. öldina, vakti þjóðina til skýrari meðvitundar um sjálfa sig. Fyrst, lengi vel, hugsaði allur fjöldinn þó ekki hærra en að feta í spor feðranna frægu, lengra fanst mönnum ekki verða komist. En smátt og smátt fóru menn, óljóst þó, að fá eitthvert hugboð um það, að tímarnir heimtuðu meira en þetta, en höfðu þó lengi vel onga eða aðeins veika og óljósa von um það að lengra yrði komist. Eitt merki þeirrar þjóðarvakningar og framtíðarvona, sem þjóðhátíðinni fylgdi, er stofnun Landsbanka íslands 1885, og hann er stofnaður í þeim tilgangi, að greiða fyrir peningaviðskiftum í landinu og styðja að framförum atvinnuveganna. En það sýnir, hversu smá þjóðin var þá, að stofnfjeð er einar 10 þús. krónur og „vinnufjoð" hálfrar miljón króna lán úr landssjóði. Um þessar mundir lifa enn nálega % hlutar landsmanna á landbúnaði, og hefði því mátt búast við, að mestur hluti af láns- fje bankans gengi til hans, en reyndin varð þó ekki sú, enda var landbúnaðurinn þá og lengi síðan rekinn þannig, að hann þurfti á litlu lánsfje að halda. Og yfirleitt er land- búnaðurinn þannig í eðli sínu, að hann er sjálfbyrgari atvinnuvegur en flestir aðrir, og „spekúlationir", reistar meira og minna á lánsfje, eru þar minni en í mörgum öðr- um atvinnugreinum. Það hefir þess vegna verið svo alla þá tíð, sem Landsbankinn hefir starfað, eða s.l. 50 ár, að lítill hluti af veltufje hans hefir verið í landbúnaðin- um. 1 þessu felst ekki það, að þeir, sem ráðstafað hafa fje bankans, hafi vísvitandi afskift landbúnaðinn í lánveitingum, en eftirspurnin hefir löngum verið lítil, og þegar hún fór verulega að vaxa, eins og hún hefir gert einkanlega síðasta áratug- inn, þá komu hjer aðrar lánsstofnanir til sögunnar, þ. e. Ræktunarsjóðurinn og síð- ar Búnaðarbankinn, sem var ætlað það að veita lán eingöngu til landbúnaðar. Hinu verður þó sennilega ekki neitað, að í lögum Landsbankans, eins og þau hafa verið á hverjum tíma, hafi of lítið tillit verið tekið til sjerstöðu landbúnaðarins um möguleika fyrir því að geta notað sjer láns- fje, með góðum árangri, eða til þeirra trygginga — jarðarveðanna — sem hann hefir að bjóða fyrir sínum lánum. Það, sem hjer er sagt um það, að land- búnaðurinn hafi notað eða notið hlutfalls-

x

Verslunartíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.