Verslunartíðindi - 01.08.1935, Qupperneq 13
VERSLUNARTÍÐINDÍ
89
gáfurjettinum áður en leyfistími hans væri
liðinn (1917—’19), en nú er þetta mál tek-
ið upp með auknum krafti í sambandi við
þá hjálp, sem hjer varð að veita ban'kan-
um. Kemur þetta fyrst alveg skýrt fram
í lögunum um seðla íslandsbanka, hluta-
fjárauka o. fl., sem samþykt voru á þing-
inu 1921. Þar er íslandsbanka gert að
skyldu, að hafa ekki úti nema 8 miljónir
króna í seðlum 31. okt. 1922. En eftir það
skal hann svo draga inn 1 miljón króna í
seðlum á ári þar til eftir eru 21/2 miljón,
en þá seðla dregur hann svo inn með jöfn-
um upphæðum árlega til enda leyfistím-
ans, 1933. Er ekki ástæða til að rekja nán-
ar framkvæmd þessa, eða aðrar fram-
kvæmdir í sambandi við það. En aðal-
atriðið er það, að með þessum lögum er
því slegið föstu, að seðlaútgáfan eigi að
hverfa úr höndum íslandsbanka, og til
ríkisins.
En þá var eftir að ráðstafa seðlaútgáf-
unni. Var því slegið á frest hvað eftir
annað. En smám saman fór það að draga
meira og meira að sjer athyglina við hlið
þeirra gífurlegu pólitísku átaka, sem um
bankamálin eru þessi árin. Skiftust menn
nú í tvo flokka um seðlaútgáfumálið. Vildu
sumir setja á stofn sjerstakan seðlabanka,
sem hefði það starf nálega eitt, og úthlut-
aði seðlum til annara banka. En aðrir vildu
fela þeim banka, sem landið átti hvort
sem var, Landsbankanum, þetta starf. Er
ómögulegt að rekja hjer þær tillögur, sem
komu fram um breytin'gar á Landsbank-
anum í sambandi við þetta, en yfirleitt
gengu þær í þá átt, að gera bankann að
hlutabanka, þar sem innskotsfje ríkissjóðs
sje varið til hlutabrjefakaupa af hálfu rík-
isins, en síðan sje heimilt að auka hluta-
fjeð. Gekk seigt og fast að fá málinu ráð-
ið til lykta. En loks var horfið að því ráði
á þingi 1925, að skipa milliþinganefnd í
málið. Voru tillögur hennar svo í öllum
aðalatriðum samþyktar og málinu þar með
ráðið til lykta (1. nr. 48, 31. maí 1927).
I þessum lögum var í raun og veru farið
bil beggja um ráðstöfun seðlaútgáfunnar.
Landsbankanum var að vísu falin útgáfan,
en jafnframt var honum skift í þrjár deild-
ir, seðlabanka, sparisjóðsdeild og veðdeild,
með algerlega aðgreindu reikningshaldi og
störfum. Bankinn er því í rauninni þrír
bankar undir sameiginlegri stjórn banka-
ráðs og framkvæmdarstjóra. Bankinn er
ekki gerður að hlutabanka, en seðlabank-
anum er lagt til allríflegt stofnfje, 3 milj.
kr., og ríkisábyrgð tekin á öllum fjárreið-
um hans. Til þess að losa bankann sem
mest undan beinum áhrifum stjórnmála-
flokkanna á þingi, lagði nefndin það til,
að þingið kysi fjölmenna nefnd, er svo aft-
ur kysi bankaráðið. Þetta var ekki sam-
þykt, en síðar bætt inn í lögin (1. nr. 9,
15. apríl 1928). Var þá ætlast til, að þessi
nefnd svaraði til hluthafafundar, en
bankaráðið til stjórnar í hlutafjelagi. —
Á fyrsta ársreikningi bankans eftir að
skiftingin hafði verið framkvæmd (1930)
var jafnaðarreikningur seðlabankans kr.
20.514.097 og sparisjóðsdeildar með úti-
búum kr. 44.881.482, samtals kr. 65.395,-
579. En á síðasta reikningi bankans, 1934,
eru jafnaðartölur þessar: Seðlabankinn kr.
23.535.528 og sparisjóðsdeildin með úti-
búum kr. 43.149.421, eða samtals kr.
66.684.949. Hefir þetta því haldist býsna
svipað.
Saga bankans á þessari hálfu öld, sem
liðin er frá stofnun hans, er því harla
merkileg. Bankinn hefir riðið stormana
furðanlega af, og stendur nú sem höfuð-
banki landsins, eins og hann er landsins
elsti banki.