Verslunartíðindi - 01.08.1935, Side 18
94
VERSLUNARTÍÐINDI
Landsbankinn og verslunin.
Eftir Björn Ólafsson, stórkaupmann.
Þau 50 ár, sem liðin eru frá því Lands-
bankinn var stofnaður, marka hið mesta
framfaratímabil í sögu landsins. Að
bankinn hafi valdið þeim framförum
væri ofsögum sagt, en um hitt verður ekki
deilt, að 18. september 1885 var lagður
hornsteinninn að fjárhagslegri viðreisn
þjóðarinnar. Landsmenn voru fátækir,
úrræðalitlir og deigir til framkvæmda
eftir margra alda verslunarkúgun. En
nokkru fyrir aldamótin fer að bera á al-
varlegri viðleitni til þess að brjóta ísinn
fyrir íslenskum verslunarrekstri og sjálf-
stæðum fjármálum. Eitt fyrsta tákn hins
nýja tíma var stofnun Landsbankans.
Hann var reistur af litlum efnum, enda
var ekki um auðugan garð að gresja.
Stofnun hans olli litlum breytingum
fyrstu árin, enda var ekki skjótra fram-
fara að vænta, þar sem þjóðleg fjárhags-
viðreisn þurfti að byggjast frá rótum. Á
því sviði þurfti þjóðin alt að læra.
Áður en bankinn var stofnaður, og
lengi síðan, var verslun landsmanna að
mestu í höndum utlendinga og rekin með
erlendu fjármagni. Manna á milli var lit-
ið um peninga, því vinna var að mestu
látin fyrir vörur, og utanríkisverslunin
bygðist rnest eða nær eingöngu á vöru-
skiftum. Erlefidu vörurnar, sem fluttar
voru til landsins, voru greiddar að haust-
inu með afurðum sjávar og sveita. Fór
sú verslun að mestu í gegnum hendur
danskra kaupmanna, sem búsettir voru
erlendis. Það var arfur frá einokunartím-
unum.
Þjóðin hafði ekki aðra banka en dönsku
kaupmennina og þekti lítið annað en
dönsk viðskiftasambönd. Menning og
framtak hinnar íslensku verslunarstjett-
ágúst 1921. Því embætti gegndi hann þar til hann ljest árið 1932. Hann var gæslu-
stjóri við Landsbankann frá 15. febr. 1910 til 31. mars 1910, og settur bankastjóri
tímabilið frá 1. júlí 1916 tíl 31. janúar 1917.
Jón Gunnarsson — 1./2. 1917 — 31./8. 1917.
Er fæddur 8. mars 1854. Hann kom til Reykjavíkur 1873 og varð skrifari hjá
Árna landfógeta Thorsteinsson og síðar hjá bæjarfógeta Lárusi Sveinbjörnssyni.
Frá 1877—1883 vann hann á pósthúsinu í Reykjavík, en rjeðst síðan sem versl-
unarstjóri við Duusverslun í Keflavík. Um aldamótin flutti hann til Hafnarfjarð-
ar sem forstjóri Brydesverslunar þar. Árið 1909 var samábyrgð íslands stofnuð
og varð Jón Gunnarsson fyrsti forstjóri hennar og gegndi því starfi þar til 1-
febrúar þ. á.
Jón Gunnarsson var settur bankastjóri við Landsbanka íslands tímabilið 1.
febrúar 1917 til 31. ágúst 1917, en gæslustjóri var hann við þann sama banka
þessi tímabil: 15. febr. 1910 til 31. mars 1911, 1. janúar 1914 til 1. febr. 1917 og 1.
september 1917 til 30 júní 1918.