Verslunartíðindi - 01.08.1935, Qupperneq 21

Verslunartíðindi - 01.08.1935, Qupperneq 21
VERSLUNARTÍÐINDI 97 Landsbankinn og sjávarútvegurinn. Eftir Ólaf Thors, alþm. Á þeim fimtíu árum, sem liðin eru frá stofnun þjóðbankans, Landsþanka ís- lands, hefir atvinnulíf Islendinga tekið örari og stórfeldari vexti en áður á þús- und árum, og hefir vöxtur þjóðbankans og framfarir atvinnulífsins fylgst að í svo nánum tengslum, að eigi verður sundur greint, enda hefir þjóðbankinn lengst af verið langvoldugasta peningastofnun landsins, og mestu um það ráðið, í hvaða farveg fjárstraumnum var beint. Er það mikið vald, og þeim mönnum, er á því halda, mikill vandi á höndum, ekki síst þegar saman hafa farið hinar stórfeld- ustu framfarir og gerbreyting í öllu at- vinnulífi og lifnaðarháttum þjóðarinnar og umrót það og glundroði í fjármálum og viðskiftum alls hins mentaða heims, er upp úr ófriðnum mikla spratt, og enn virðist vera í vexti. Hefir það og eigi dregið úr örðugleikunum, að eftirspurn eftir lánsfje er hjerlendis svo mikið meiri en framboðið, að hjer verður eigi treyst gildi sumra þeirra ráða, er víða erlendis þykja vel hafa gefist, og ljett hafa þeim, er þar hafa forystu þeirra mála, viður- eignina við hina margbreytilegu örðug- leika fjármálalífsins. Það höfuðeinkenni fjármálastjórnar Landsbankans, sem um langt árabil — og raunar alt frá því að aðal framfaraskeið- ið hefst hjer á landi — hefir markað dýpst spor í þjóðlífið, er skjótur og glögg- ur skilningur á breyttum viðhorfum og nýjum þörfum þjóðarinnar. Með fullri og hiklausri djörfung og tilhlýðilegri var- færni hefir Landsbankinn stýrt göngu þjóðarinnar á framfarabrautinni, og þeg- ar litið er til hinna mörgu og margvíslegu örðugleika, sem við hefir verið að etja, er það sanngjarn dómur, að bankanum hafi farist forystan vel og giftusamlega úr hendi, enda jafnan átt á að skipa mik- illi starfhæfni og giftudrjúgum vitsmun- um. Aðstaða þjóðbankans til útvegs lands- manna er glöggur vottur góðrar fjármála- forystu bankans. I þúsund ár höfðu Is- lendingar þolað hlutskifti hinnar fámennu þjóðar, sem í hrjóstugu landi sækir dag- legt brauð í óræktaða jörð, án þess að til- einka sjer nauðsynlega þekkingu og tækni, og þannig dregið fram menning- arlítið líf, oftast við fáheyrða fátækt eða jafnvel sult og seyru. Á örfáum áratugum tekur svo alt atvinnulífið algjörum stakkaskiftum. Með þilskipaútgerðinni, en einkum þó botnvörpuveiðunum, gerast ís- lendingar fiskiveiðaþjóð og komast í einni svipan í tölu stærstu saltfiskútflytjenda heimsins. Hin nýja útflutningsvara færir þjóðinni áður óþekt skilyrði til þess að lifa lífi menningarþjóðar, og gerir hana jafnframt bæra um að endurheimta póli- sem ekki hefir verið árangurslaus. Þróun viðskiftanna í framtíðinni mun enn frekar bundin örlögum Landsbankans en verið hefir undanfarna tíma. Á bankanum hvílir sá vandi, að gæta heilbrigði og jafnvægis í öllum rekstri þjóðarinnar, og þeir, sem nú sinna því vanþakkláta starfi, að fást við verslun, óska einkis frenuir en að það megi takast. Þess vænta allir, að gifta bankans megi haldast og fara vaxandi, svo að hann fái unnið starf sitt þjóðinni til heilla, hvað sem á bak kemur.

x

Verslunartíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.