Verslunartíðindi - 01.08.1935, Side 22

Verslunartíðindi - 01.08.1935, Side 22
98 VERSLUNARTÍÐINDI tískt sjálfstæði sitt. Og enda þótt það sjeu að vísu útvegsmenn og sjómennirn- ir, sem eru sjálfur aflgjafinn, þá er það þjóðbankinn, sem virkjar aflið, — ákveð- ur farveginn og hraðann, alþjóð manna til farsældar. Þess er auðvitað enginn kostur að segja þá sögu í örstuttri blaðagrein, enda skal til þess engin tilraun gerð. En örfáar töl- ur skulu tilgreindar til fróðleiks og því til stuðnings, er að framan getur. Þegar Landsbanki Islands var stofnað- ur, árið 1885, áttu íslendingar engin fiski- skip önnur en opna, vjelalausa árabáta, og örfá lítil þilskip, er aðallega stunduðu hákarlaveiðar frá Reykjavík og Hafnar- firði. Um aldamótin eru þilskipin orðin 130, samtals rúmar 5000 smálestir að stærð, en alt vjeialaus seglskip. Nú eiga íslendingar 37 togara, samtals 12400 smálestir, 32 önnur fiskiskip, sam- tals 3600 smálestir, og 619 mótorskip, samtals 10400 smálestir. Árið 1885 nemur andvirði allrar út- fluttrar vöru frá Islandi aðeins 4,3 miljón- um króna. Af því er rúmur helmingur fyr- ir sjávarafurðir. Um aldamótin, eða á árunum 1901— 1905, er meðalandvirði útfluttra íslenskra sjávarafurða árlega komið upp í 6,2 milj- ónir króna, en landbúnaðarafurða í 2,2 miljónir króna. Á síðasta ári er andvirði útfluttra sjáv- arafurða, samkvæmt bráðabirgðaskýrsl- um Hagstofu íslands, 40,6 miljónir króna, en landbúnaðarafurða 3,6 miljónir króna. Hæst kemst andvirði útfluttra sjávaraf- urða árið 1924, og nam þá 68 miljónum króna, af 83,6 miljóna heildarútflutningi. Þessar tölur tala eins skýru máli og mörg orð, og gefa annarsvegar glögga mynd af stuðningi Landsbanka Islands við útveg landsmanna, en sýna hinsvegar gildi útvegsins fyrir þjóðarbúskapinn, og eru allar órækur vottur framsýnnar stjórnar lánsfjárins í landinu. Þjóðbankinn fagnar fimtugsafmælinu á tímum þrenginga og örðugleika. Ef til vill hefir aldrei reynt meira á bankann og þá, er þar bera hita og þunga dagsins, en ein- mitt nú, en til þeirra er horft með full- komlega verðskulduðu trausti. Hitt er jafnframt vitað, að enda þótt viturleg stjórn á þjóðbankanum sje skilyrði fyrir heilbrigði í atvinnu- og fjármálalífi þjóð- arinnar, þá er hún þó eigi einhlít til vel- farnaðar í þeim efnum. Islenskir útvegsmenn minnast Lands- banka Islands með þakklæti fyrir mikinn stuðning og góðan útvegnum til handa, og árna honum alls velfarnaðar á ókomnum tímum. Fiskiflotinn og útflutningur sjávarafurða. I töflu þeirri, sem hjer fer á eftir, er yf- irlit yfir verðmagn fiskafurðanna frá alda- mótum til ársins 1933, að því meðtöldu. Til samanburðar er tekið verðmagn útflutn- ingsins samtals á þessu tímabili og enn- fremur tonnatala fiskiskipa á sama tíma. Á tímabilinu frá 1901—1930 er tekið meðaltal af útflutningsverðmagni hverra 5 ára og svo sjerstakt fyrir hvert ár frá 1929—1933. Afurðir af fiskv. Útfl. alls Fiskiskip 1000 kr. 1000 kr. tonn (br.) 1901—1905 6.178 10.424 — 1906—1910 8.823 13.707 7.666 1911—1915 16.574 22.368 9.742 1916—1920 36.147 48.454 10.866 1921—1925 54.664 64.211 17.246 1926—1930 58.072 66.104 23.181 1929 65.122 74.196 24.212 1930 54.564 60.096 23.259 1931 42.731 48.009 21.826 1932 44.033 47.785 19.447 1933 46.880 51.833 —

x

Verslunartíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.