Verslunartíðindi - 01.08.1935, Qupperneq 12
88
VERSLUNÁRTÍÐINDI
kr. 801.273. (Þá var sparisjóður Reykja-
víkur kominn inn í bankann). Langmest
af fé bankans fór fyrst í stað til fasteigna-
veðslána.
Fyrsta tímabil í ævi bankans má telja til
1904, þegar Islandsbanki er kominn á
stofn. Helstu viðburðir á því tímabili eru
þeir, að Sparisjóður Reykjavíkur gekk inn
í bankann 19. apríl 1887, að útibú voru
sett á stofn á Akureyri 1902 og ísafirði
1904, að seðlaíúlga bankans var aukin upp
í 750.000 kr., að bankanum voru falin
störf landfógeta (landsféhirðis) 1904 og
að bankinn fékk sinn eigin bankastjóra,
sem ekki hafði öðrum störfum að sinna,
1892. Varð þá Tryggvi Gunnarsson banka-
stjóri.
I upphafi stóð mikill styr um fyrirkomu-
lag bankans, en annars einkennist starf
bankans á þessu tímabili af því, hve gæti-
lega að öllu er farið. Jafnaðarreikningur
bankans 31. des. 1904 er kr. 4.401.141. Þar
af er mest í sjálfskuldarábyrgðarlánum
(kr. 1.261.235), þá víxlum (kr. 722.817)
og fasteignaveðslánum (kr. 573.585). Einn
megin þáttur í starfsemi bankans á síð-
ari parti þessa tímabils var stuðningur-
inn við þilskipaútgerðina, og er hin mikla
aukning sjálfskuldarábyrgðarlánanna í
sambandi við það.
Um aldamótin hefjast þær kröfur og
þau tilboö, sem enduðu með stofnun Is-
landsbanka. Hefir Landsbankinn aldrei
verið hættara kominn en á Alþingi 1901,
því að þá átti að leggja hann niður, og láta
hann renna inn í nýja bankann. Var þessu
breytt á síðustu stundu í efri deild þannig,
að bankinn fékk að halda lífi og þeim
landsjóðsseðlum, sem hann hafði starfað
með, við hlið nýja seðlabankans. Er hjer
vitanlega ómögulegt að rekja allar þær
krókaleiðir og viðsjár, sem voru um banka-
málin á þessum árum, meðan íslandsbanki
var í burðarliðnum, og enginn gat vitað
með vissu, hvort bankastofnunin myndi
takast.
Meðan Islandsbanki starfaði í fullu fjöri
dró eðlilega úr þróun Landsbankans. Hann
var „litli bróðir“, sem annaðist hin rólegri
viðskifti. Drýgsta starfsfé hans var spari-
sjóðsfjeð. I árslok 1913 er jafnaðarreikn-
ingur hans liðlega 9 milj. og er spari-
sjóðfjeð þá fullar 4 miljónir af því. Víxla-
fúlga hans er þá ekki nema liðlega 1.8
milj., en verðbréfaeign hans álíka og inn-
eign í erlendum bönkum nærri 1.9 milj. kr.
Gefur þetta nokkra hugmynd um starf-
semi bankans í stríðsbyrjun. Á þingi 1913
var samþykt, að leggja Landsbankanum
100.000 kr. á ári í 20 ár sem starfsfé, og
var honum að því mjög mikið hagræði.
Aftur á móti var bankanum ekki jafnmikið
hagræði að þeim pólitísku stórorustum,
sem háðar voru um hann á árunum 1909
—’ll, með útrekstri bankastjóra, rann-
sóknarnefndum og eldhúsræðum á þingi.
Þó beið bankinn ekki varanlegt tjón af
því.
Ófriðartímarnir, og fyrst þar á eftir,
með allri sinni ólgu í peningamálum, sóp-
uðu auðvitað fje að Landsbankanum líka,
og vex velta hans mjög að krónutali. 1915
er jafnaðarreikningur bankans liðlega 12
milj. kr. og 1920 liðlega 33 milj. kr., þar
af sparisjóðsfje liðlega 19y2 milj. Þó eru
víxlaviðskiftin orðin meginstarfsgrein
bankans, og er víxlafúlgan 1920 yfir 1714
milj. kr. En annars gerast þá ekki margir
sögulegir viðburðir fyrir bankann. Einna
merkilegast er það, að 1917 eru skipaðir
3 bankastjórar við bankann, en gæslustjór-
ar hætta. Þá er og á því ári sett útibú á
Eskifirði.
En langmestu veðrabrigðin í bankasögu
þessara ára hefjast með yfirfærslustöðvun
íslandsbanka 1920 og þeim aðgerðum, sem
þar fóru á eftir. Að vísu hafði áður komið
til mála, að Islandsbanki slepti seðlaút-