Verslunartíðindi - 01.08.1935, Side 17

Verslunartíðindi - 01.08.1935, Side 17
VERSLUNARTÍÐINDI 93 L. Kaaber hefir tekið mikinn þátt í verslunar- og viðskiftamálum vorum, auk hins venjulega bankastarfs. Hann átti sæti í Innflutningsnefndinni 1918, í Viðskiftanefnd- inni 1920—1921, og í Innflutnings- og gjaldeyrisnefndinni frá því hún var sett á stofn árið 1931, Georg Ólafsson, 1922— Er fæddur 26. desember 1884; útskrifaður úr latínuskólanum 1903; sigldi samsumars til Kaup- mannahafnar og lagði stund á hagfræðinám; tók próf í hagfræði og talfræði við Kaupmannahafn- arháskóla 1909. — Eftir að hann kom heim, vann hann að samningu landhagsskýrslna 1909—1913, og árin 1911—1913 veitti hann ennfremur forstöðu skrif- stofu þeirri, er vann úr aðalmanntalinu 1. des. 1910. Hann var skipaður aðstoðarmaður við Hagstofu Is- lands árið 1914, og vann þar til 1917, er hann tók að sjer skrifstofustjórastöðu hjá Verslunarráði íslands, sem var stofnað þá um haustið, og gegndi hann þeirri stöðu til haustsins 1921. Var skipaður bankastjóri við Landsbankann 1. nóvember 1921. Georg Ólafsson var í stjórn Slysatryggingar sjó- manna 1917—1925, og í stjórn Slysatryggingar ríkisins hefir hann verið frá því hún hófst í ársbyrjun 1916. Benedikt Sveinsson, 1917—1920. Er fæddur 2. desember 1877, útskrifaður úr latínuskólanum 1901; innritaðist á prestaskólann, en hætti fljótt guðfræðinámi og lagði fyrir sig ýmiskonar ritstörf; var ritstjóri Ingólfs og Fjallkonunnar í samtals 10 ár; bjó undir prentun margar af Islendingasögunum. Þingmaður Norður-Þingeyinga var hann samfleytt frá 1908—1931; var varaforseti neðri deildar alþingis frá 1913—1921, og forseti sömu deildar frá 1921—1930. Var veitt bókavarðarstaða við Landsbókasafnið 1932 og hefir gegnt því starfi síðan. Benedikt Sveinsson var settur bankastjóri árið 1917 og gegndi því starfi til 1920. Oddur Gíslason — 1./7. 1916 — 31./1. 1917. Er fæddur 1. maí 1866. Varð stúdent 1889 og sigldi samsumars til Kaupmanna- hafnar og las lögfræði við háskólann þar; tók próf í lögum 1897. Varð sama ár aðstoðarmaður í íslenska ráðuneytinu í Kaupmannahöfn, en kom heim aftur árið 1898; varð hann málaflutningsmaður við landsyfirrjettinn, og gegndi málaflutn- ingsstörfum lengst af, þar til honum var veitt bæjarfógetaembættið á Isafirði 23.

x

Verslunartíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.