Verslunartíðindi - 01.08.1935, Side 29

Verslunartíðindi - 01.08.1935, Side 29
VERSLUNARTÍÐINDI 105 Stofnun islenska gengisins og se'Slaútgáfa Landsbankans. Sá þáttur í starfi bankans, sem hvað merkilegastur mun verða talinn, er seðla- útgáfan. í lögum þeim frá 17. september 1885, um stofnun Landsbankans, segir svo, að bankinn fái að láni úr landssjóði alt að hálfri miljón króna, er skuli verða vinnu- fje hans. Fje þetta greiðist með seðlum, sem stjórninni er heimilt að gefa út fyrir landssjóð. Það er ekki ofmælt, að þetta lagaákvæði valdi tímamótum í íslenskum atvinnuhátt- um. Er það hvorutveggja, að með því er annarsvegar lagður grundvöllur að stofn- un íslenska gengisins og hirisvegar stigið mikið spor í áttina að koma á auknum pen- ingaviðskiftum í landinu. Um þýðingu síð- ara atriðisins þarf ekki að ræða sjerstak- lega, svo mikilvægt sem það er fyrir lands- menn að hafa að mestu sagt skilið við hrein vöruskifti, en þau tíðkuðust að heita rná eingöngu fyrir stofnun Landsbankans. Stofnun íslenska gengisins var að sjálf- sögðu engu ómerkari atburður. En hjer ber þess þó að gæta, að eins og við horfði um fjármál þjóðarinnar fyrstu áratugina eftir 1885, báru landsmenn raunverulega ekki fullan veg og vanda af gengi sínu, að minsta kosti ekki út á við. íslenska krón- an var ekki skráð sjerstaklega fyr en eftir heimsófriðinn mikla. Hafði hún raunveru- lega losnað úr verðgildistengslum við dönsku krónuna kringum 1920, og er það harla fróðlegt, að svo er að sjá sem sá at- burður hafi fyrst orðið til að færa almenn- ingi heim sanninn um, að ísland hefði sjálfstætt gengi, sem lúti sínum eigin sjer- stæðu lögmálum. Þrátt fyrir þetta er það samt ekki fyr en í júní 1922, að íslenska krónan er skráð opinberlega sem sjálfstæð og óháð mynt.1) 1) Síðan íslenska krónan var fyrst skráð opin- Um stofnun íslenska gengisins má ann- ars margt segja, því að það er í ýmsu til- liti merkilegt fyrirbrigði. Þannig má t. d. benda á, að einum ára- tug fyrir stofnun þess, eða árið 1873, eru afgreidd lög, þar sem ákveðið er, að undir- staðan undir peningareikningi Danmerk- ur (og jafnframt íslands) skuli vera gull (þ. e. gullgengi). Skömmu síðar er gengið enn öruggar frá þessu ákvæði með þátt- töku í myntsambandi Norðurlanda. Samt bregður svo einkennilega við, þeg- ar íslenska gengið er stofnað, að þá getur það ekki talist gullgengi. Til þess vantar það ýms hin mikilvægustu skilyrði. Að vísu segir svo í lögunum, að seðlarnir skuli vera löglegur gjaldeyrir manna á milli með fullu ákvæðisverði. En seðlarnir voru ekki gull- trygðir og bankinn þurfti ekki að innleysa þá, nema með öðrum seðlum, eða smápen- ingum, og þá aðeins eftir því sem tök voru á. Ræður þetta ákvæði mestu um það, er ákveða skal eðli þess gengis, er komið var á samtírnis með stofnun Landsbankans. Þessi sjerstaða Landsbankaseðlanna berlega í júní 1922, hefir gullgildi hennar að meðaltali á ári verið sem hjer segir: Ar: 1922 — 64.70 1923 — 58.18 1924 — 52.75 1925 — 71.31 1926 — 81.66 1927 — 81.78 1928 — 81.92 Ár: 1929 — 81.78 1930 — 81.84 1931 — 76.73 1932 — 58.87 1933 — 55.54 1934 —- 50.41 Á tímabilinu, sem taflan nær yfir, hefir krón- an komist lægst í mars 1924, var hún tá 47.72 % af gullgildi sínu. Eftir bað hækkaði hún að heita má viðstöðulaust )ar til í lok ársins 1925. Var sterlingspundið tá komið niður í kr. 22.15 og gullgildi krónunnar nálægt 81.50. Hefir pundið og krónan síðan fylgst að, en lækkuðu bæði í september 1931, þegar England hvarf frá gull- innlausn seðla sinna og gengi þess fjell. Á árinu 1935 hefir krónan komist lægst í mars, var gull- gildi hennar þá 47.33 %, miðað við franskan franka.

x

Verslunartíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.