Kiwanisfréttir - 01.12.2005, Page 19

Kiwanisfréttir - 01.12.2005, Page 19
19 Kiwanisklúbburinn Keilir fagnaði 35 ára afmæli fyrir stuttu en klúbburinn var stofnaður 30. september 1970. Helsta fjáröflun klúbbsins síðustu áratugi hefur verið sala á jólatrjám, greni og skreyttum krossum og greinum sem unnið er af Sinawikklúbbn- um Vík. Allur hagnaður af þessari sölu rennur til líknarmála. Kiwanisklúbburinn Keilir vill þakka íbúum Suðurnesja fyrir stuð- ninginn við jólatréssöluna og óskar eftir góðu samstarfi við þá í framtíðinni. Keilir hefur á þessum 35 árum veitt styrki fyrir um 35 milljónir króna eða að meðaltali eina milljón á ári. Eftirtaldir fengu styrk frá Keili í tengslum við afmælið 30. sept s.l. 1. Sambýli fatlaðra Lyngmóa 17, Reykjanesbæ Styrkur til húsgagnakaupa kr. 165.000 2. Íþróttafélagið Nes Styrkur til búninga og tækjakaupa kr. 200.000 3. Þroskahjálp á Suðurnesjum Styrkur vegna endurnýjunar á bifreið kr. 600.000 4. Kristín Njálsdóttir og fjölskylda Styrkur vegna veikinda barns kr. 150.000 Sonur þeirra Birgir greindist með bráða hvítblæði á síðasta ári. 5. Guðmundur Guðbergsson og fjölskylda Styrkur vegna veikinda barns kr. 150.000 Sonur þeirra Huginn Heiðar 6. Þórdís Elín Kristinsdóttir og fjölskylda Styrkur vegna veikinda barns kr. 150.000 Dóttir þeirra, Regína Krista greindist með hjartagalla og hefur farið í margar aðgerðir Auk ofangreindra styrkja hefur Kiwanisklúbburinn Keilir úthlut- að eftirtöldum styrkjum á afmælisárinu. Baðstóll sem gefinn var til Sundmiðstöðvar Keflavíkur til nota fyrir mikið fötluð börn kr. 180.000 Nýju athvarfi fyrir geðfatlaða í Reykjanesbæ til kaupa á tölvu, húsgögnum o.fl. kr. 200.000 Ýmsir styrkir til einstaklinga og fjölskyldna sem hafa lent í erfið- leikum kr. 332.000 Heildarúthlutun styrkja á afmælisárinu 2005 er kr. 1.747.000 Kiwanisklúbburinn Keilir 35 ára: VEITTI STYRKI FYRIR TÆPAR 2 MILLJÓNIR Það er ekki laust við að Gríms- félagar séu svolítið montnir um þessar mundir. Ástæðan er kannski tvíþætt. Í fyrsta lagi fékk klúbburinn viður- kenningar á umdæmisþing- inu meðal annars lykilinn fyrir besta styrktarverkefnið og svo viðurkenningu frá heimsforseta fyrir áratuga langa þjónustu við óvenjuleg- ar aðstæður. Í annan stað var verulega gaman að mæta margir saman, á barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og afhenda þar stór- gjöf. Þetta var tölvubúnaður fyrir fjarfundi. Nú geta lækn- ar og annað starfsfólk verið í sambandi við Reykjavíkur- spítalana og aðra staði og haldið fundi saman. „Græjan” kostaði um 1.200.000 kr.! Klúbburinn ákvað fyrir rúmi ári að reyna í þetta sinn, að styrkja stórt og þar sem Fjórð- ungssjúkrahúsið þjónar okk- ur, var þetta ákveðið. Annars er það af okkur að frétta, að í júnílok var handa- gangur í öskjunni eins og síð- ustu ár. Sjóstangveiði þeirra „Sjóvaksmanna” í Eyjafirði fór fram í eynni. Um 130 gest- ir mættu á svæðið. Kiwanis- menn sköffuðu eins og venju- lega báta, skipstjóra og annað aðstoðarfólk. Mikið var veitt, mikið var af veislumat og mikið skemmtu menn sér. Þetta er eitt af höfuðpóstum í fjáröflun klúbbsins og gefur vel af sér. Svæðisráðsstefna Óðinssvæð- is var á Akureyri um miðjan október og Grímsfélagar mættu vel. Um kvöldið var haldinn „Stjórnarskiptahátíð- arfundur” fyrir allt svæðið og sáu „Emblukonur” um þetta með glæsibrag. Við eyjar- skeggjar um 25 félagar og makar mættum á sam- komuna. Nú er vetrarstarfið að fara í gang og eru menn bara bjart- sýnir um áframhaldandi gott gengi Gríms. Dónald Jóhannesson. Ritari og fjölmiðlapenni Gríms. FRÉTTIR FRÁ GRÍMI, GRÍMSEY

x

Kiwanisfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.