Morgunblaðið - 12.06.2018, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 2. J Ú N Í 2 0 1 8
Stofnað 1913 136. tölublað 106. árgangur
*S
um
ar
bu
rr
it
o
ef
ke
yp
tu
r
er
dr
yk
ku
r
m
eð
.
á þriðjudögum
fyrir N1 korthafa
500 SÆTI Á 5.000 KR.
Fyrstur kemur,
fyrstur fær
Fljúgðu innanlands.
Bókanlegt í dag frá kl. 10:00 til miðnættis.
Ferðatímabil: 1.–31. júlí.
SÁLMUR UM BÖL OG
BLESSUN ÞJÓÐ-
AR Í ÞÚSUND ÁR
TOPPA-
GULLMÖLUR
UMBREYTING
Í DANSVERKINU
THE LOVER
NÝR LANDNEMI 14 bbbbn 31
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Dansaðu vindur! Aron Einar tekur létt
spor í rokinu á æfingu gærdagsins.
Íslenska karlalandsliðið í knatt-
spyrnu hélt áfram undirbúningi sín-
um fyrir leikinn gegn Argentínu í
rússneska bænum Kabardinka í
gær. Óhætt er að segja að liðið hafi
fengið byr í seglin í gær því það blés
hressilega í sólinni við Svartahafs-
strendur með þeim afleiðingum að
loka þurfti flugvellinum í Gelendz-
hik og sömuleiðis vinnuaðstöðu ís-
lenskra fjölmiðlamanna í Kabar-
dinka.
Myndir og grein frá Rússlandi er
að finna á bls. 6 og í íþróttablaðinu í
dag er rætt við landsliðsmennina Jó-
hann Berg Guðmundsson og Samúel
Kára Friðjónsson. »6 og íþróttir
Hávaðarok í sólinni
við Svartahafið
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Reykjavíkurborg hefur samþykkt
gistileyfi í 38 íbúðum í nýju fjölbýlis-
húsi við Bríetartún. Með því hefur
synjun umhverfis- og skipulagsráðs
verið snúið við í málinu. Hafði um-
sókninni áður verið hafnað.
Umsóknin hefur vakið athygli.
Það er enda sennilega án fordæma
að svo margar íbúðir í nýju húsi séu
leigðar út til ferðamanna. Miðað við
þrjá gesti í hverri íbúð jafnast þetta
á við 50 herbergja borgarhótel.
Kaupverð íbúðanna sem um ræðir
er á þriðja milljarð. Fjárfestingin er
því á við meðalstórt hótel.
Alls rúmlega 1.900 gestir
Mikil eftirspurn er eftir gisti-
leyfum í Reykjavíkurborg. Má nefna
að frá aprílbyrjun hefur umhverfis-
og skipulagsráð tekið fyrir umsóknir
um gistirými fyrir samtals rúmlega
1.900 gesti. Af þeim hafa rými fyrir
tæplega 800 gesti verið samþykkt.
Athygli vekur að fjöldi hótela og
gististaða er áformaður við Grens-
ásveg norðan Miklubrautar. Nánast
heill götuhluti til vesturs gæti breyst
í hótel- og leiguíbúðir næstu misseri.
Þessar umsóknir benda til að fjár-
festar búist við fjölgun ferðamanna.
Heimila hótelíbúðir
í nýjum íbúðaturni
Borgin dregur til baka synjun um gistileyfi á Höfðatorgi
MBorgin veitir gistileyfi … »10
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu lagði
Slóvena að velli, 2:0, á Laugardalsvellinum í
gærkvöld þar sem miðvörðurinn Glódís Perla
Viggósdóttir skoraði bæði mörkin. Úrslitin þýða
að Ísland er með eins stigs forystu í riðlinum
þegar tveimur umferðum er ólokið og mætir
Þýskalandi á Laugardalsvelli 1. september. Tak-
ist íslenska liðinu að sigra kemst það í loka-
keppni HM í fyrsta skipti í sögunni. » Íþróttir
Úrslitaleikur við Þjóðverja á Laugardalsvelli í haust
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ísland er einum sigurleik frá því að komast í lokakeppni HM kvenna í fyrsta sinn
Fundur Donalds Trump, forseta
Bandaríkjanna, og Kim Jong-un,
leiðtoga Norður-Kóreu, átti að hefj-
ast í Singapúr klukkan eitt í nótt að
íslenskum tíma. Morgunblaðið var
þá farið í prentun, en fréttir af
fundinum eru á mbl.is.
Mikil eftirvænting ríkti vegna
fundarins enda hafa báðir leiðtog-
arnir lagt mikið undir í trausti þess
að einhver árangur náist. Banda-
ríkjamenn vilja að Norður-Kórea
eyði kjarnorkuvopnum sínum og
lofa í staðinn öryggi og fjárhags-
legum stuðningi. »17 og 18
Fundur Trump og
Kim Jong-un
Leiðtogafundur Kim Jong-un fór í
kynnisför um Singapúr í gær.
NÝ HEIMILDARMYND 30