Morgunblaðið - 12.06.2018, Page 6

Morgunblaðið - 12.06.2018, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2018 Í KABARDINKA Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Svo hressilega blés á heimaslóðum íslenska landsliðsins í knattspyrnu í Rússlandi í gærmorgun að flug- vellinum í Gelendzhik var lokað um tíma. Sumum fannst vindurinn reyndar þægileg tilbreyting því sólin brást ekki hlutverki sínu frekar en fyrri daginn. Landsliðið flýgur til Moskvu á fimmtudag, tveimur dögum fyrir viðureigina sögulegu við Argen- tínu, og vonandi verður lognið ekki á jafn mikilli hraðferð þá. Verði ekki hægt að fljúga frá Gelendzhik þarf nefnilega að aka í eina og hálfa klukkustund til næsta flug- 4 DAGAR Í FYRSTA LEIK Önnur lögmál Markmenn æfa gjarnan margvísleg önnur atriði en hinir í leikmannahópnum, eins og gefur að skilja. vallar. Áfram er spáð steikjandi hita og vindi, en á fimmtudag er reyndar reiknað með að blási úr annarri átt svo vonandi verður flugfært. Að öðrum kosti leggur hugsanlega einhver gestanna úr norðri til við heimamenn að byggt verði á flugvellinum og starfsemin flutt annað. Hann er hvort eð er aðeins steinsnar frá byggðinni … Fyrir fyrstu æfingu, á sunnudag- inn, hafði verið komið fyrir sól- tjöldum þar sem blaðamenn og ljósmyndarar athöfnuðu sig við hlið æfingavallarins, auk þess sem vinnuaðstaða íslenska fjölmiðla- hópsins var í stóru tjaldi aftan við völlinn. Þar fékk enginn að fara inn í gærmorgun vegna hvassviðr- isins og sóltjöldin voru fokin burt. Að rokinu frátöldu gekk lífið sinn vanagang í litla strandbænum við Svartahaf í gær. Fótboltamenn æfðu, fjölmiðlamenn töluðu, mynd- uðu og skrifuðu og Rússarnir fóru á ströndina. Blíða verður hér þar til um helgina þegar spáð er mik- illi rigningu, tímabundið. Þá verð- ur íslenski hópurinn í Moskvu, hætt að rigna þar skv. spánni og veðrið orðið blítt. Gæti það vitað á gott? Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Skuggalega flottir Sebastian Boxleitner, styrktarþjálfari landsliðsins, stjórnar upphitun leikmannahópsins eins og herforingi og kemur einnig að öðrum verkefnum á hverri einustu æfingu. Byr í íslensku seglin? Viðtöl í vindinum Hressilega blés við upphaf æfingar í gær eins og glögglega má sjá á hornfánanum. Sér til sólar Aron Einar Gunnarsson gáir til veðurs á æfingu gærdagsins. Klárt Kristinn Jóhannsson fylgdist vel með að vökvunarkerfið skilaði sínu. Framtak-Blossi er umboðsaðili fyrirVOLVO PENTA á Íslandi Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is Framtak-Blossi kappkostar að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt verð á varahlutum. Hafið samband við Hafþór í síma 895-3144 eða hafthor@blossi.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.