Morgunblaðið - 12.06.2018, Síða 12

Morgunblaðið - 12.06.2018, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2018 Gullfiskur Kæliþurrkaður harðfiskur semhámarkar ferskleika, gæði og endingu. Inniheldur 84%prótein. 84%prótein - 100% ánægja Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur Einfaldlega hollt og gott snakk Morgunblaðið/Sigurður Bogi Stílhreint Húsið er byggt á árunum 1923 til 1940 og er falið í grænum lundi í Galtafelli, örskammt frá Flúðum. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Þ jóðminjasafn Íslands undirbýr nú viðgerðir á sumarhúsi Einars Jóns- sonar myndhöggvara sem er á fæðingarstað listamannsins, að Galtafelli í Hrunamannahreppi. Húsið var byggt á árunum 1923 til 1940 og þykir athyglisvert sakir þess að arkitektúr þess er óvenjulegur og listrænn, aukinheldur sem þetta er eitt fyrsta sumarhúsið sem svo er kallað, sem reist var hér á landi. Máttarviðir eru heilir „Húsið er að flestu leyti í góðu ásigkomulagi; til að mynda eru allir máttarviðir þess heilir. Þá er inn- andyra allt með óbreyttu sniði og á þeim tímum þegar Einar og Anna kona hans dvöldust í sumar- húsinu fyrir og um miðja síðustu öld,“ segir Mar- grét Hallgríms- dóttir þjóðminjavörður í samtali við Morgunblaðið. Að tillögu Minjastofnunar var sumarhúsið í Galtafelli friðlýst vor- ið 2014 af Sigmundi Davíð Gunn- laugssyni þáverandi forsætisráð- herra. Tveimur árum síðar keypti ríkið svo húsið af Íslandsbanka, sem þá hafði leyst húsið til sín í uppgjörsmáli. Þjóðminjasafninu hefur nú verið falið það til varð- veislu og verður það tekið í húsa- safn þess. Í því safni eru byggingar víða um land sem þykja hafa mikið sögulegt gildi og eru gjarnan nýtt sem söfn eða eru vinsælir viðkomu- staðir. Endurspeglar hugarheim Sumarhús Einars Jónssonar myndhöggvara er byggt í fjóstóft gamla Galtafellsbæjarins og hafði fólk úr Ungmennafélagi Hruna- manna verkið með höndum. Húsið er úr timbri með krossreistu þaki á háum sökkli. „Innan dyra sem utan endurspeglar það hugarheim lista- mannsins enda er húsið að mestu leyti hans sköpunarverk, auk þess að vera meðal elstu sumarhúsa landsins sem varðveist hafa,“ segir í gögnum frá Þjóðminjasafni Íslands. „Við viljum gera þetta hús sem flestum aðgengilegt og taka þá vinnu sem er framundan í samvinnu við fólk í Hrunamannahreppi. Núna þurfum við að útvega fjármuni til nauðsynlegra endurbóta á húsinu, sem ég vil fremur kalla forvörslu en endurbætur“, segir Margrét Hall- grímsdóttir. Bætir við að haft verði samstarf við Listasafn Einars Jóns- sonar og starfsfólk þess í vinnunni sem framundan er; enda sé þar haldið utan um alla sögu Einars sem er frumkvöðull í íslenskri höggmyndalist. Varðveita á sumarhús listamanns Einar Jónsson myndhöggvari átti sér sælureit á fæð- ingarstað sínum. Friðað húsið á að endurbæta og gera aðgengilegt, en það gefur merkilega innsýn í hugarheim frumherja höggmyndalistar á Íslandi. Morgunblaðið/Sigurður Bogi List Falleg lágmynd í garðinum við sumarhúsið sem er í órækt. Margrét Hallgrímsdóttir Á morgun, miðvikudaginn 13. júní, fá fróðleiksfúsir Íslendingar tækifæri til að skoða skordýr í Ellliðaárdal í Reykjavík með vísindamönnum Há- skóla Íslands. Háskólafólk og Ferða- félag barnanna ætla þá í rannsókna- ferð um dalinn þar sem leitað verður skordýra í laufi og vatni. Lagt verður upp í gönguna kl. 17 og mæting er við gömlu rafstöðina. Líklega mun göngufólk sjá mýflug- ur, humlur, feta, blaðlýs, bjöllur og fjölmargar tegundir af lirfum, til dæmis fiðrildalirfur, mýlirfur og vor- flugulirfur. Nemendur í líffræði við HÍ leiða gönguna og mæta með smásjár og ýmsan búnað til auðvelda skoðun á þessum smádýrum. Gert er ráð fyr- ir að gönguferðin taki um tvær klukkustundir. Göngumenn eru hvatt- ir til að taka með sér stækkunargler til að njóta betur þeirra undra sem fyrir augu ber og vaðstígvél því lík- lega verður blautt á. Tegundum skordýra hefur fjölgað mikið á Íslandi síðustu áratugina. Hlýnun getur valdið því að fleiri skor- dýrategundir nái upp stofni hér- lendis. Á síðustu árum hafa bæst við tvö til þrjú hundruð nýjar tegundir og eru tegundir stöðugt að bætast við. Mest áberandi á Íslandi eru nýjar humlur auk þess sem fjöldi nýrra fiðrildategunda er kominn í fánuna. Fræðsluganga Háskóla Íslands og Ferðafélags barnanna Leita skordýra í laufi og vatni Lífríki Margt forvitnilegt leynist í gróðri sem gaman er fyrir krakka að kynnast. Einar Jónsson (1874-1954) var brautryðjandi meðal íslenskra lista- manna. Um tvítugt hóf hann listnám í Kaupmannahöfn og dvaldist ytra í áratugi. Meðal verka hans má nefna styttur í Reykjavík af Ingólfi Arnar- syni, Kristjáni IX Danakonungi, Jónasi Hallgrímssyni skáldi og Jóni Sig- urðssyni forseta. Einnig má nefna verkið Útlagann við Melatorg. Í Reykjavík lét Einar reisa bygginguna Hnitbjörg á Skólavörðuholti, hvar var vinnustofa hans og heimili. Þar er nú Listasafn Einars Jóns- sonar, en bæði í húsinu og garði þess eru verk myndhöggvarans til sýnis. Mannskæð slys urðu Einari að efnivið. Eitt verka hans er Í minningu skiptapa og er til minningar um áhöfn franska rannsóknarskipsins Pour- quoi pas? Það fórst í Straumsfirði á Mýrum árið 1936. Skipið var gert út frá borginni Saint-Malo á Bretaníuskaga í Frakklandi og þar var afsteypu af verkinu komið upp fyrir 20 árum. Önnur slík er á Fáskrúðsfirði. Höfundur styttna bæjarins LISTAVERK EINARS JÓNSSONAR ER VÍÐA AÐ FINNA Listaverk Í minningu skiptapa eftir Einar. Til minningar um áhöfn franska rann- sóknarskipsins Pourquoi pas? árið 1936 og er í Saint-Malo á Bretaníuskaga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.