Morgunblaðið - 12.06.2018, Side 19

Morgunblaðið - 12.06.2018, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2018 Fyrsti sláttur Krakkarnir í unglingavinnunni á Akranesi létu ekki smá rigningu á sig fá við fyrsta slátt um liðna helgi, þau voru full af lífsgleði og töldu ekki eftir sér að sprella svolítið. Hari Í löndum Evrópu- sambandsins kom til framkvæmda 25. maí ný reglugerð Evrópu- þingsins og -ráðsins (2016/679) um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga. Hér á landi var svo að kvöldi 28. maí lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (Þingskjal 1029, 622. mál), sem ætl- að er að lögfesta ákvæði fyrr- greindrar reglugerðar. Fyrsta um- ræða fór fram daginn eftir og gekk málið því næst til allsherjar- og menntamálanefndar sem hefur kallað eftir umsögnum frá 298 hagsmunaaðilum. Frestur til að skila umsögnum var til 7. júní. Áhrifin verulega vanmetin Ljóst er að stjórnvöld ætla sér og hagsmunaaðilum skamman tíma í yfirferð á þessu umfangsmikla regluverki sem fyrirhugað er að taki gildi þegar reglu- gerð ESB hefur verið tekin upp í EES- samninginn og birt í Stjórnartíðindum Evr- ópusambandsins. Lík- ur standa til að sam- eiginlega EES-nefndin taki málið fyrir í byrj- un júlí og að reglu- gerðin verði tekin upp í EES-samninginn í kjölfarið. Í frumvarp- inu sem lagt var fram á Alþingi var fyrst hægt að kynna sér umfjöllun um mat á áhrifum lag- anna á ríkissjóð (liður 10.3.). Nið- urstöður þess koma verulega á óvart enda eru áhrifin verulega vanmetin að mati Samtaka fyr- irtækja í velferðarþjónustu (SFV). Í fyrsta lagi Í matinu er aðeins gert ráð fyrir kostnaði ríkissjóðs vegna Stjórnar- ráðsins og ríkisstofnana í A-hluta sjóðsins, en ekkert fjallað um eða gert ráð fyrir stofnunum sem rekn- ar eru á grundvelli fjárframlaga frá ríkinu. Mjög stór hluti heilbrigðisþjónustunnar er rekinn af stofnunum sem heyra ekki undir A-hluta ríkissjóðs enda þótt tekjur þeirra komi nánast að öllu leyti frá ríkinu og séu bundnar af ákvörð- unum ríkisins um þjónustugjöld og kostnaðarhlutdeild þjónustuþega. Þessar stofnanir geta ekki farið í fjárfrekar aðgerðir á borð við inn- leiðingu nýju persónuverndarlag- anna án sérstaks framlags til verkefnisins úr ríkissjóði. Í öðru lagi Rökstuðningur fyrir kostnaðar- mati ríkisins er mjög knappur og takmarkaður. Samkvæmt greiningu SFV felast helstu kostnaðarþættir við innleiðingu á löggjöfinni í verk- efnisstjórnun og skipun undirbún- ingsteymis, kortlagningu á allri vinnslu persónuupplýsinga, fræðslu og þjálfun starfsfólks, endurskoðun ferla og skjalagerð, innleiðingu ör- yggiskerfa, yfirferð og endurnýjun samninga við vinnsluaðila, skipun persónuverndarfulltrúa, úttektum og uppfærslum á kerfum og gjöld- um til Persónuverndar vegna kostnaðar sem hlýst af eftirliti og úttektum stofnunarinnar. Þá má auk þess ætla að rekstrarkostnaður til framtíðar felist í starfi persónu- verndarfulltrúa, verkefnisstjórnun innan félaganna, þjálfun og fræðslu starfsfólks, árlegum öryggispróf- unum, hugbúnaðaruppfærslum og –endurnýjun ásamt gjöldum til Persónuverndar. Verkefnið er því afar umfangsmikið. Enga umfjöllun um þessa kostnaðarliði er að finna í kostnaðarmati ríkisins. Í þriðja lagi Samkvæmt ítarlegu kostnaðar- mati Sambands íslenskra sveitarfé- laga, sem einnig má finna umfjöll- un um í frumvarpinu (10.4.), er kostnaðurinn við innleiðinguna tal- inn vera um 0,2% af áætluðum tekjum sveitarfélaga. Í kostnaðar- mati ríkisins er kostnaður ríkis- stofnana hins vegar metinn um 0,08% af áætluðum tekjum þeirra. Þessi margfaldi mismunur er al- gjörlega óútskýrður í frumvarpinu. Einnig er rétt að taka fram að inn- leiðingin mun fela í sér hærri hlut- fallskostnað fyrir minni rekstrar- einingarnar. Sem dæmi má taka eitt af aðildarfélögum SFV sem er með rekstur upp á um hálfan millj- arð króna á ári. Umrædd stofnun er komin vel á veg við kortlagn- ingu og gerð aðgerðaáætlunar. Umrædd stofnun telur kostnað við fyrsta hluta innleiðingarinnar verða um 16 milljónir króna án kostnaðar vegna persónuverndarfulltrúa og eftirfylgni með regluverkinu. Þetta kostnaðarmat nemur um 3% af heildartekjum fyrirtækisins. Þörf á ítarlegri kostnaðargreiningu Það er ljóst að gríðarleg vinna felst í innleiðingu nýju persónu- verndarlaganna sem hafa mun verulegan kostnaðarauka í för með sér hjá fyrirtækjum og stofnunum landsins. Að mati Samtaka fyrir- tækja í velferðarþjónustu verður að vanda betur til verka við greiningu á kostnaðaráhrifum löggjafarinnar og tryggja veitendum heilbrigðis- þjónustu um land allt eðlilegt fjár- magn til að standa undir þessum nýju lögbundnu kröfum. Eftir Gunnhildi Erlu Kristjáns- dóttur »Nauðsynlegt er að greina betur kostn- aðaráhrif laganna og tryggja heilbrigðisfyrir- tækjum landsins það fjármagn sem þarf til að innleiða breytinguna. Gunnhildur Erla Kristjánsdóttir Höfundur er lögfræðingur og sér- fræðingur í persónurétti hjá Sam- tökum fyrirtækja í velferðarþjónustu. Áhrif nýrra persónuverndarlaga á ríkissjóð Nú berast fréttir af því að 150 milljörðum skuli varið til að stækka Flugstöðina í Keflavík um þriðjung. Þá spyrjum við sem fylgjumst með dag- legri umræðu um ferðamannastrauminn, er þetta rétt ákvörð- un? Eru ekki mörg þyngri verkefni og ákvarðanir sem bíða úrlausnar stjórnvalda um þessar mundir? Ferðamennirnir komu eins og síldin forðum með alla vasa fulla af pen- ingum og allt í einu varð ferðaþjón- ustan atvinnuvegur sem bjargaði efnahag landsins eftir hrun, þökk sé auglýsingamætti Eyjafjallajökuls og mögnuðu framsýnu fólki. Og ferðaþjónustan er nú stærsti gjaldeyrisafl- andi atvinnuvegur landsins, stærri en sjávarútvegurinn. Ísland var til- tölulega ódýrt ferða- mannaland fyrst eftir hrun því krónan féll en nú er landið dýrt því krónan reis og rís enn. Og hefur líklega ofris- ið og er ekki bara að rústa hinn nýja at- vinnuveg heldur sverf- ur illa að sjávarútvegi og ekki síst iðnaðinum sem deyr eins og græð- lingur á vondu vori. Landbún- aðarvörur eru verðlitlar í útflutn- ingi og innflutningurinn þrengir mjög að innlendri framleiðslu. Hvar liggja skilin á milli lífs og dauða þegar gengið er skoðað? Seðlabankinn má ekki sofa á verð- inum þegar krónan rís og stýrivext- ir eru enn háir. Ljósið í myrkrinu er þó það að verðbólga er lág. Jafn- vel hagfræðingarnir, sem voru blindir í Icesave, eru komnir með sjónina og segja að ofris krónunnar sé 12-15%, þar liggi lífsmörkin bæði hvað ferðaþjónustu og iðnað varðar og aðra útflutningatvinnuvega. En Seðlabankinn stýrir beint í brimskaflinn í nafni ríkisstjórnar- innar sem færa mun mörgum gjald- þrot eða uppgjöf í atvinnurekstri og nýsköpun, haldi svo fram sem horf- ir. Og ferðaþjónustan haltrar og þeir ferðamenn sem mest gáfu af sér heltast úr lestinni. Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni fær nýja von Þessi stækkun Flugstöðvarinnar kemur eins og skrattinn úr sauðar- leggnum, ekki síst þar sem dregið hefur úr fjölda ferðamanna og eng- in ákvörðun tekin um það brýnasta sem blasir við og allir sjá hvað þarf að gera sem varðar uppbyggingu innviðanna. Hvað með þjóðvega- kerfið? Hvað með allt álagið og traðkið við núttúruperlurnar og ferðamannastaðina, já og klósettin svo náttúran sé ekki misnotuð sem slík. Hvað með öryggi ferðamann- anna? Hvernig á að reka öll hótelin og ferðamannastaðina, ef krónan stöðvar framhaldið? Hvar eru komugjöldin sem talað hefur verið um í tíu ár? Samgönguráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, sýnir þó af sér kjark og ætlar að byggja upp Flugstöðina í Reykjavík hvað sem hinn endurreisti „flugvallarbani“, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, segir. Á þeirri spýtu hlýtur að hanga að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni muni þjóna landinu öllu áfram. Þessi ákvörðun um stækkun Flug- stöðvarinnar í Keflavík hinsvegar minnir á hjónin sem áttu von á mörgum gestum en þau réðust í það stórvirki að stækka forstofuna eina. Þetta gerðu þau þótt stofan, eldhúsið og allir innviðir heimilis- ins kölluðu á allt aðra ákvörðun. Góð ríkisstjórn er í vanda stödd við svona aðstæður og ákvarðanir vinnuhjúa sinna í Isavía. Eftir Guðna Ágústsson »Þessi stækkun Flug- stöðvarinnar kemur eins og skrattinn úr sauðarleggnum, ekki síst þar sem dregið hefur úr fjölda ferðamanna. Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Flugstöðin í Keflavík stækkuð og stækkuð, hvers vegna?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.