Morgunblaðið - 12.06.2018, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2018
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150
Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju
Fyrir passann, ökuskírteinið,
ferilskrána o.fl.
Skjót og hröð
þjónusta
Engar tímapantanir
Góð passamynd
skiptir máli
Hágæða
umhverfisvænar
hreinsivörur
fyrir bílinn þinn
Glansandi
flottur
Fást í betri byggingavöruverslunum, matvöruverslunum og bensínstöðvum.
Mér finnst forseti Íslands bregðast
íslensku þjóðinni með því að fara
ekki til Rússlands. Nær öll þjóðin
styður við bakið á „strákunum okk-
ar“.
Kosningar til embættis forsetans
eru ópólítískar eða eiga að vera það.
Svala Magnúsdóttir
Laun bæjarstjóra
Nú er ósamið við alla bæjarstjóra
landsins svo og bæjarfulltrúa. Er þá
ekki tilvalið að vanda vel til þegar
kemur að ráðningarkjörum þessara
fulltrúa fólksins í landinu og semja
um hógvær laun, t.d. 1-1,2 milljónir
á mánuði og engar aðrar sporslur
svo sem bíla- og dagpeninga-
greiðslur eða starfslokasamninga?
Er ég viss um að fá má mjög
hæft fólk til að taka að sér þessi
störf fyrir þessi laun. Myndi þetta
sýna gott fordæmi fyrir aðrar stétt-
ir.
Einnig mættu sveitarstjórnar-
menn taka upp þá reglu að hæstu
laun hvers bæjarfélags yrðu aldrei
hærri en fjórföld lægstu laun.
Kjörsókn var dræm og hefði ver-
ið hægt að auka hana með t.d. að
bjóða upp á rafræna kosningu og að
menn fái að velja um álitamál, t.d.
að ljúka aðildarviðræðum við ESB.
jafna vægi atkvæða í alþingiskosn-
ingum o.fl.
Ragna Garðarsdóttir
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Forsetann á HM
Skipta má lífeyris-
fólki í tvennt; annars
vegar eru þeir sem
greitt hafa í lífeyrissjóð
og fá greiðslur úr líf-
eyrissjóði á eftirlauna-
aldri. Hins vegar eru
þeir sem ekkert fá úr
lífeyrissjóði og hafa ein-
göngu tekjur frá al-
mannatryggingum á
eftirlaunaárum. Staða
fyrrnefnda hópsins er lökust meðal
lífeyrisfólks. Sá hópur getur ekki
framfleytt sér í dag á þeim lífeyri sem
hann á kost á. Hinn hópurinn er tals-
vert betur settur þrátt fyrir allar
skerðingar og skatta. En það ríkir
óánægja í báðum hópunum. Það má
segja að lakari hópurinn sé að berjast
fyrir lífi sínu. Eins og kjör þess hóps
eru í dag er engin leið að framfleyta
sér af þeim lífeyri sem er til ráðstöf-
unar þar. Stórir liðir eins og lyf eða
læknishjálp eða báðir þessir liðir
verða útundan. Þetta er óásættanlegt
og til skammar fyrir ríki sem vill
kalla sig velferðarríki. Það þolir enga
bið að leiðrétta lífeyri þeirra sem ein-
göngu hafa tekjur frá
TR.
Hinn hópurinn er
miklu betur staddur, þ.e.
sá sem hefur greiðslur
úr lífeyrissjóði og jafnvel
aðrar tekjur einnig.
Enda þótt margir í þess-
um hópi sæti gífurlega
miklum skerðingum er
staða þeirra samt miklu
betri en hinna. Auk þess
er það svo að í þessum
hópi eru meiri eigna-
menn, þ.e. fólk sem á
húseignir, skuldlausar eða skuldlitlar.
Það breytir öllu um afkomuna á efri
árum. Miðað við stöðuna hjá eldri
borgurum í öðrum OECD-löndum
ætti staða eldri borgara á Íslandi að
vera miklu betri en hún er í dag.
Upplýsingar og útreikningar dr.
Hauks Arnþórssonar leiða í ljós að ís-
lenska ríkið greiðir miklu minna til eft-
irlauna en nemur meðaltali slíkra
greiðslna í OECD-löndum ef miðað er
við hlutfall af vergri landsframleiðslu.
Gera verður þá kröfu til íslenska ríkis-
ins að það lyfti eftirlaunagreiðslum
sínum upp í það sama og gerist erlend-
is, a.m.k. á meðan hagvöxtur er meiri
hér en í samanburðarríkjunum. Ís-
lenska ríkið greiðir í eftirlaun til eldri
borgara á árinu 2017 alls 36 millj-
örðum minna en nemur meðaltals-
greiðslum OECD-ríkja til eftirlauna,
miðað við hlutfall af vergri lands-
framleiðslu.
Meðaltal greiðslna OECD-ríkja til
eftirlauna aldraðra er tæplega 8% af
vergri landsframleiðslu, eða nær fjór-
falt meira en hjá íslenska ríkinu. Á
Ítalíu greiðir ríkið tæplega 16% af
vergri landsframleiðslu til eftirlauna
aldraðra, eða nær átta sinnum meira
en hér. Hvernig má það vera að mun-
urinn sé þetta mikill? Þessi saman-
burður undirstrikar, að íslensk
stjórnvöld hafa hlunnfarið eldri borg-
ara á Íslandi. Það er tímabært að
staða aldraðra á Íslandi verði leiðrétt,
ríkið geri jafnvel við þá eins og gert
við eldri borgara í öðrum löndum
Evrópu.
Ríki OECD greiða margfalt
meira til eftirlauna en hér
Eftir Björgvin
Guðmundsson » Á Ítalíu greiðir ríkið
átta sinnum meira
til eftirlauna en það ger-
ir hér!
Björgvin Guðmundsson
Höfundur er fv. borgarfulltrúi.
vennig@btnet.is
Ég er talsvert á
göngu með göngu-
grind og er nýlega
komin á mjúkláta raf-
skutlu. Hjólafólk og
gangandi nota sömu
stíga og þurfa báðir að
sýna tillitsemi. Und-
anfarið hefur mér oft
brugðið illilega þegar
hljóðlaust er hjólað
fram úr mér.
Í fyrradag fóru yfir 20 hjólreiða-
menn fram úr mér á litlum 20 mín-
útum þegar ég brá mér úr Kópavogi
yfir á Arnarnes á yndislegum hjóla-
og göngustíg meðfram Hafnarfjarð-
arvegi. Enginn þeirra gerði vart við
sig með bjöllunni.
Ekkert er eðlilegra en að taka
fram úr gangandi vegfaranda eða
rafskutlu á göngu-
hraða. En að gera ekki
viðvart er hættulegt
fyrir báða aðila. Lítið
tíst úr hjólabjöllunni
eða smá flaut úr eigin
munni kemur í veg fyrir
að maður stígi til hliðar
í veg fyrir hjólið, sem
getur hæglega gerst
því hjólreiðar eru svo
dásamlega hljóðlátar
og svífandi!
Kyrrðin á ekki við
þegar tekið er framúr
Ég bið ykkur, frábæra hjólafólk,
að gera vart við ykkur. Ég er sann-
færð um að þetta er skilningsleysi
sem auðvelt er að laga.
Mér finnst samgöngustofa hafa
gert margt vel í umferðarfræðslu,
Nú er hjóla- og göngutími sem er
dásamlegur samgöngumáti og stór-
merkilegt hvað margir stíga á bak
þessum næstbesta vini mannsins,
hjólhestinum: Hjólafólkið þarf á til-
litssemi bílstjóranna að halda og við
sem ferðumst um á gönguhraða á
sömu stígum og þið á hjólunum þurf-
um á tillitssemi ykkar að halda!
Öll dýrin í skóginum eiga að vera
vinir.
Frá frá, Fúsa liggur á
Eftir Kristínu
Þorkelsdóttur » Lítið tíst úr bjöllu
eða flaut úr eigin
munni kemur í veg fyrir
að maður beygi í veg
fyrir hjólið, sem getur
hæglega gerst á hljóð-
látri ferð þess.
Kristín Þorkelsdóttir
Höfundur er grafískur hönnuður og
myndlistamaður.
kristin@gallery13.is
Nú hefur verið kosið
um Hvalárvirkjun og
hún samþykkt. Ég hef
ekki kynnt mér stöðu
mála hvort rétt sé eða
rangt að virkja en það
vekur athygli mína að
þetta er fámennur
hreppur og fáir sem
eru látnir ráða og hver
hefur gefið þeim þetta
vald? Einhvern tíma í
framtíðinni fjölgar fólki þarna og
það sem allir vilja sjá og njóta, feg-
urðar náttúrunnar, hverfur varan-
lega. Fámennur hópur hefur ákveðið
að það náttúrulega og fallega hverfi.
Ef til dæmis meirihluti fólks í
hreppsnefndum, sem hafa með Gull-
foss eða Goðafoss að gera, vildi endi-
lega virkja þá, hvað þá? Ráða
hreppsbúar öllu? Eiga Reykvíkingar
að ráða því hvort flugvöllurinn fari
eða verði um kyrrt. Flugvöllur sem
er flugvöllur allra landsmanna? Mér
finnst að það sé svo margt sem við
eigum öll saman og eigum því að fá
að ráða hvað verður um það sem
okkur þykir vænt um. Mér finnst t.d.
að um allar varanlegar breytingar á
landslagi og öðru sem
ekki verður aftur tekið
eigi allir landsmenn að
fá að kjósa um, burt
séð frá því hvar þær og
þeir eru á landinu, svo
að allir geti fylgst með
og viti hvað til stendur
að gera í hverju tilfelli
fyrir sig. Þá ætti ríkið
að sýna í sjónvarpinu
oftar en einu sinni hvað
um sé að vera. Líka
ætti að auglýsa í blöð-
um og sjónvarpi allar
mikilsverðar ákvarðanatökur sem til
stendur að taka á Alþingi. Við öll
berum ábyrgð. Hvernig þá? Þetta er
meðfædd ábyrgð sem við öll, allir Ís-
lendingar, fæðumst með; að gæta
lands og þjóðar. Seinna meir munu
menn spyrja okkur, hina ábyrgu:
„Af hverju gerði enginn neitt?“
Verður þá fátt um svör, enda við
flest, sem nú lifum komin, undir
græna torfu.
Stór hluti landsins, Grímsstaðir á
Fjöllum, 300 km2 er þegar seldur til
erlends stóreignamanns. Fiskveiði-
kvótinn gengur á milli útgerðar-
manna, kaupum og sölum. Erlendar
ferðaskrifstofur vaða hér um með
sína ferðahópa, með öllu eftirlits-
lausar. Stór hluti umferðarsekta er-
lendra ferðamanna er aldrei inn-
heimtur. Stjórnvöld þora í hvorugan
fót að stíga. Eiturlyfin flæða inn og
margir ungra Íslendinga verða að
aumingjum af þeirra völdum. Orðin:
„Með lögum skal land byggja“ er
horfið af lögreglubílunum.
Hættulegustu menn þjóða eru
þeir sem glatað og gleymt hafa þjóð-
erni sínu við dansinn umhverfis gull-
kálfinn og trúa bara á einn guð,
mammon, sem þeir tilbiðja dag og
nótt.
Þetta er Ísland í dag, mín fjall-
konan fríð. En svo lengi sem þú býrð
í brjósti okkar trúum við því að allt
verði betra með blómum í haga.
Guð blessi Ísland.
Eignarréttur –
hve langt nær hann?
Eftir Eyþór
Heiðberg »Hættulegustu menn
þjóða eru þeir sem
glatað og gleymt hafa
þjóðerni sínu við dans-
inn umhverfis gullkálf-
inn og trúa bara á einn
guð, mammon …
Eyþór Heiðberg
Höfundur er athafnamaður.