Morgunblaðið - 12.06.2018, Page 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2018
✝ Jón ÞorkelsEggertsson
fæddist í Ásbyrgi í
Garði þann 29.
september 1945.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu Hlé-
vangi í Keflavík
þann 26. maí 2018.
Foreldrar hans
voru Eggert Jóns-
son frá Kothúsum í
Garði, f. 29.5. 1921,
d. 8.9. 2005, og kona hans Guð-
rún Jónsdóttir frá Keflavík, f.
12.7. 1924, d. 2.7. 2016. Systkini
Jóns eru Þorsteinn, f. 25.2.
1942, Guðfinna Jóna, f. 21.9.
1944, og Guðrún, f. 27.4. 1961.
Hinn 15.11. 1970 kvæntist
Jón Hólmfríði Guðmundsdóttur,
húsmæðrakennara frá Klauf í
Eyjafirði, f. 15.10. 1946. For-
eldrar Hólmfríðar voru Guð-
mundur Kristján Sigurgeirsson,
til 12 ára aldurs, þegar fjöl-
skyldan flutti til Keflavíkur.
Hann gekk í Barnaskóla Gerða-
hrepps og í Gagnfræðaskólann í
Keflavík. Hann byrjaði að vinna
við netagerð hjá Jóni Eyjólfs-
syni afa sínum 1958-1961, vann
á Netaverkstæði Suðurnesja
1962-1964 og lærði netagerð hjá
Þorvaldi Guðjónssyni á Akur-
eyri 1964-1967. Hann var í Iðn-
skólanum í Keflavík 1963-65 og
Iðnskólanum á Akureyri 1966.
Jón tók sveinspróf í iðninni árið
1967 og fékk meistarabréf út-
gefið 6.2. 1970. Hann vann í
Nótastöðinni Odda á Akureyri
1964-67 og Fiskernes Redskabs-
fabrikken í Noregi árið 1967.
Jón stofnaði eigið fyrirtæki,
Netanaust, árið 1970 og starfaði
síðar með Árna Gíslasyni
frænda sínum í Reykjavík og
hóf umboðssölu með nótaefni í
samstarfi við Mørenot í Noregi.
Jón söng lengi með Karlakór
Keflavíkur og starfaði með
Junior Chamber á sínum yngri
árum.
Jón verður jarðsunginn frá
Keflavíkurkirkju í dag, 12. júní
2018, og hefst athöfnin kl. 13.
f. 30.3. 1918, d.
28.12. 1996, og
kona hans Ingi-
björg Jóhanns-
dóttir, f. 30.9. 1916,
d. 2.11. 2012. Jón
og Hólmfríður
eignuðust þrjá
syni: 1) Eggert, f.
15.11. 1969, kvænt-
ur Unu Hafdísi
Hauksdóttur, f.
21.1. 1975. Þau
eiga soninn Andra Má, f. 1998.
Eggert á soninn Sebastian Jon
Sonberg, f. 1997. 2) Ingimund, f.
29.9. 1979. Hann á börnin Að-
algeir, f. 2004, og Erlu, f. 2009,
með Þórhöllu Pálsdóttur Snæ-
dal, f. 27.1. 1975. 3) Aðalgeir, f.
3.4. 1982, í sambúð með Þóru
Lilju Ragnarsdóttur, f. 11.7.
1988. Þau eiga dótturina Klöru,
f. 2015.
Jón ólst upp í Ásbyrgi í Garði
Við Nonni bróðir göntuðumst
stundum með það að annar okkar
hefði það sem hinn vantaði og öf-
ugt.
Ég var fluttur út í Garð, og
hafði eignast þar litla systur þeg-
ar frænka mín, Elínrós ljósmóðir,
kom einn daginn með stóru
töskuna sína. Hún fór inn í svefn-
herbergi til mömmu meðan
barnapía passaði mig og systur
mína í stofunni. Tíminn leið og þá
heyrðum við barnagrát. Við þut-
um öll inn í svefnherbergið og þar
var þá Nonni bróðir nýfæddur;
fallegur strákur með stór blá
augu. Mér var sagt að ljósmóðirin
hefði komið með hann í stóru
töskunni sinni. Ég var rúmlega
þriggja og hálfs árs og þetta er
ein skýrasta minning mín úr
frumbernsku.
Þegar Nonni var orðinn sjö,
átta ára var hann strax farinn að
þróa með sér töluvert viðskipta-
vit. Kindur gengu lausar um allt
þorpið og einn daginn tók hann
sig til að rak þær að nærliggjandi
gaddvírsgirðingum. Þær hlupu á
girðingarnar og skildu þar eftir
ullartægjur. Nonni safnaði tægj-
unum saman í poka sem hann fór
með í kaupfélagið í Keflavík og
seldi kaupfélagsstjóranum. Árin
liðu og Nonni fór að vinna á neta-
verkstæði afa okkar. Seinna lærði
hann iðngreinina, meðal annars í
Noregi og á Akureyri, þar sem
hann kynntist tilvonandi eigin-
konu sinni, Hólmfríði Guðmunds-
dóttur. Þau fluttu til Keflavíkur
og eignuðust þrjá myndarlega
syni; Eggert, Ingimund og Aðal-
geir. Seinna færði Nonni út kví-
arnar og fór að flytja inn veiðar-
færi frá Noregi. Enn síðar fór
hann út í fasteignaviðskipti og
eignaðist ættaróðul okkar í Garð-
inum, ásamt fleiri húsum víða
annars staðar. Hann var smekk-
maður og fagurkeri og kunni best
við sig á Suðurnesjum. Þegar
hann átti leið um Reykjavík heim-
sótti hann mig alltaf og bauð mér
út að borða, enda var hann rausn-
arlegur í þokkabót.
Bróðir minn, Jón Þorkels
Eggertsson, var átthagatryggur
sjálfstæðismaður meðan ég var
alþjóðakrati. En við vorum samt
nánir og létum pólitíkina ekki
komast upp á milli okkar. Hann
var í rauninni mikilmenni sem lét
lítið fyrir sér fara.
Blessuð sé minning hans.
Þorsteinn Eggertsson
Nokkur minningarorð um Jón
bróður minn.
Hann var þriðji í röðinni af
okkur fjórum systkinum og var
skírður Jón Þorkels í höfuðið á
Jóni Þorkelssyni afa okkar. Hann
var kallaður Nonni og ætla ég að
halda mig við það hér. Snemma
kom í ljós hversu duglegur hann
var að bjarga sér, eins og til dæm-
is þegar hann rak kindur undir
gaddavírsgirðingar og hirti af
þeim ullina sem varð eftir á girð-
ingunum, fór með hana til Gunn-
ars kaupfélagsstjóra í Keflavík og
fékk pening fyrir. Mig grunar að
Gunnar hafi af góðmennsku sinni
keypt ullina af drengnum.
Ég vil minnast allra góðu
stundanna með honum. Við ól-
umst upp í litlu sjávarþorpi
(Garði) þar sem smábúskapur var
á mörgum bæjum. Þannig kynnt-
umst við bæði sjávar- og sveita-
vinnu. Við áttum okkar eigið bú
„niðri á Klöppum“ sem var rétt
fyrir neðan heimili okkar. Þar
dunduðum við okkur við að fletja
og breiða loðnu, sem við fengum
af bílum sem voru að flytja hana
til vinnslu í Keflavík.
Þarna vorum við líka með hlóð-
ir sem Nonni hafði útbúið og eld-
uðum við hundasúrurúgmjöls-
graut í ryðguðum
niðursuðudollum þar og borðuð-
um með bestu lyst og varð ekki
meint af. Sennilega var það þarna
sem við ákváðum að við ætluðum
að verða bóndi og bóndakona og
búa alltaf saman.
Hann var alla tíð mjög dugleg-
ur, traustur og ósérhlífinn. Hann
var líka barngóður, þess fengu
börnin mín og barnabörn að njóta
og auðvitað líka börnin hans og
barnabörn.
Á fullorðinsárum ferðuðumst
við smávegis saman um Noreg.
Þegar ég kom til Noregs var hann
búinn að vera þar í nokkra mán-
uði að kynna sér netagerð í Finns-
nes í Norður-Noregi, en hann
lærði netagerð í nótastöðinni
Odda á Akureyri. Netaáhugann
fékk hann örugglega frá afa okk-
ar Jóni Eyjólfssyni. Við áttum
ógleymanlegar stundir saman í
Noregi þar sem við þvældumst
um, gistum á farfuglaheimilum.
Þarna kom vel í ljós hve fljótur
hann var alltaf að átta sig á stað-
háttum, var ætíð mjög ratvís.
Þegar maðurinn minn Sigvaldi
og Kári vinur hans stofnuðu
skipamiðlunarfyrirtækið Gáru
hliðraði Nonni til í sínu fyrirtæki,
Netanausti, til að gera aðstöðu
fyrir þetta nýstofnaða fyrirtæki.
Þarna má segja að Gára hafi slitið
barnsskónum. Þetta þótti honum
alveg sjálfsagt að gera, enda alltaf
tilbúinn að rétta vinum sínum
hjálparhönd. Fyrir þetta er ég
mjög þakklát.
Hann hafði alltaf mjög sterkar
taugar til æskustöðvanna og var
alls ekki sáttur þegar við fluttum
til Keflavíkur þegar hann var 12
ára, enda var frjálsræðið ekki
eins mikið og í Garðinum.
Til að hafa sér einhvern vett-
vang í Garðinum keypti hann Kot-
húsajörðina þegar hann átti kost
á því og seinna ættaróðalið Kot-
hús, sem langafi okkar byggði og
afi okkar og amma bjuggu í.
Árin liðu og hann keypti líka
Ásbyrgi, húsið sem pabbi byggði
og var okkar æskuheimili.
Ég kveð elsku bróður minn og
geymi allar góðu minningarnar
um hann og sendi elsku Hólm-
fríði, mágkonu minni, sonunum,
tengdadætrunum og barnabörn-
unum mínar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Guðfinna Jóna Eggertsdóttir
(Minný).
Hann var alltaf góður við mig,
litlu systur sína sem tók af honum
þá stöðu að vera yngsta barnið í
fjölskyldunni, þegar hann var
tæplega sextán ára. Ekki var ég
há í loftinu þegar hann fór að
leggja áherslu á það við mig að
gera allt vel sem ég ætlaði að taka
mér fyrir hendur. Vandvirknin
var eitt af einkennum hans og
hann vildi hafa fallegt í kringum
sig.
Mínar fyrstu minningar eru af
því þegar bræður mínir spiluðu
tónlist af 45 snúninga plötum og
sungu hástöfum með, oftar en
ekki voru það Bítlarnir, „She Lo-
ves You“ eða Þorvaldur, „Á sjó“.
Mikill ákafi og dugnaður voru
líka einkenni á Nonna bróður.
Hann lærði netagerð bæði í
Keflavík og norður á Akureyri og
varð netagerðarmeistari. Frá Ak-
ureyri fór hann til Noregs til að
vinna við netagerð. Hann kom
heim frá Noregi og stofnaði eigið
fyrirtæki, Netanaust.
Á þorskvertíð á vorin var svo
mikið að gera við að fella net, að
þegar húðin á fingrum Nonna
eyddist upp, „teipaði“ hann fing-
urna, til að geta haldið áfram að
vinna. Mína fyrstu launuðu vinnu
fékk ég hjá Nonna og var ekki há í
loftinu þegar ég fékk það hlutverk
að setja upp á pípur. Það voru
góðar stundir og oft gekk mikið á,
á netaverkstæðinu. Seinna þegar
hann var kominn með fyrirtækið
til Reykjavíkur og í samstarf við
Mørenot um innflutning á nóta-
efni, fékk ég vinnu hjá honum
með námi.
Hann kom að norðan á svört-
um og hvítum Bronco með hvíta
lista í kringum felgurnar. Mér er
minnisstæður gleðisvipurinn inn
á honum, þegar hann sýndi okkur
fína bílinn.
Hann krækti sér í fleira fyrir
norðan en þangað sótti hann eig-
inkonuna, hana Hólmfríði mág-
konu mína. Þau eignuðust þrjá
syni, þá Eggert, Ingimund og Að-
algeir. Hólmfríður kom með
frumburðinn, Eggert til Keflavík-
ur árið 1970 en þá var Nonni bú-
inn að kaupa og innrétta íbúð af
mikilli hugvitssemi og natni.
Hvað ég öfundaði systkini mín
af öllum sögunum af uppvexti
þeirra í Garðinum og uppátækj-
unum, mér fannst eins og þau
hefðu lifað í ævintýri. Ásbyrgi í
Garði var selt og fjölskyldan flutti
búferlum til Keflavíkur og ég
fæddist þar nokkrum árum síðar.
Sléttum 40 árum eftir flutninginn
kom Ásbyrgi í sölu og Nonni festi
kaup á því og gerði það upp.
Dýravinur var hann og átti
fugla í búrum í kjallaranum heima
í Háholti þegar ég var lítil. Ein-
hverju sinni komust mýs inn í
Netanaust en þeim var ekki farg-
að, heldur komið fyrir í stærðar-
innar sultukrukku og gerð göt á
lokið, svo þær myndu nú ekki
kafna. Hann hafði með sér kött á
sjóinn og átti lengst af einhver
dýr, ýmist kött eða hund.
Margs er að minnast og ekki
síst þess hve vel þau hjónin tóku á
móti litlu systur og mágkonu,
hvort sem það var á heimilinu í
Keflavík eða í sumarbústaðnum í
Biskupstungum. Þá var ekki leið-
inlegt að keyra um sveitir lands-
ins með Nonna og spjalla um lífið
og tilveruna.
Veikindi Nonna hinn síðari ár
urðu til þess að þessi fjörugi og
lífsglaði bróðir minn hvarf okkur
sjónum smátt og smátt. Ég votta
mágkonu minni, bróðursonum og
þeirra fjölskyldum mína dýpstu
samúð. Minningin um góðan
dreng lifir.
Guðrún Eggertsdóttir
(Gunna).
Árið sem Jón mágur minn kom
inn í fjölskylduna varð ég tíu ára.
Þau systir mín stofnuðu heimili í
Keflavík og ég sá þau og Eggert
son þeirra sjaldnar en ég hefði
kosið því ferðalög milli Suður- og
Norðurlands voru ekki tíð á þess-
um árum. Þegar ég var 16 ára
bauðst mér að dvelja hjá þeim
veturlangt í skóla. Það þáði ég
með þökkum, þó ekki væri alveg
ljóst hvernig skóli þetta væri sem
ég var að fara í. Þetta var bara
einhvers konar framhaldsskóli,
svo mikið vissi ég. Mér fannst það
algjört aukaatriði. Hlakkaði til að
prófa eitthvað nýtt og fá að vera
nær systur minni.
Jón mágur minn bjó til pláss
handa mér, innréttaði pínulítið
herbergi sem hafði verið geymsla.
Hansahillur með skrifborðsplötu
og rúm. Ég var afskaplega ánægð
með þetta. Skólaárinu lauk, ég fór
norður í heimahagana í sumar-
vinnu, um sumarið var Fjöl-
brautaskóli Suðurnesja stofnaður
meðan ég var fyrir norðan í sum-
arvinnu og Jón og systir mín
fluttu sig um set í bænum í stærra
hús. Ég mætti aftur um haustið
og þau systir mín sátu uppi með
mig þar til ég lauk stúdentsprófi
frá skólanum. Oft hef ég hugsað
til þess hve mágur minn var ró-
legur yfir þessari innrás minni.
Mér var einfaldlega bara bætt við
fjölskylduna, varð unglingurinn á
heimilinu. Ef ég þurfti að skjótast
eða skreppa eitthvað bauð hann
mér iðulega bíl þrátt fyrir að ég
væri með ungt og nýfengið bíl-
próf. Mér þótti svo sannarlega
mjög vænt um traustið. Sömuleið-
is var mér alltaf boðið með í allt,
jafnt fjölskylduboð, út að borða,
tónleika og hvað sem var. Þetta
var mér mjög mikils virði þó ég
eflaust hefði getað sýnt þakklæti
mitt skýrar, til dæmis með meiri
þátttöku í heimilisstörfum, eins
og gengur. Rausnarskapur var
aðalsmerki Jóns og ég naut þess í
ríkum mæli frá fyrstu stundu.
Hann hafði léttan húmor og gerði
oft góðlátlegt grín að veseninu í
mér með ýmis praktísk mál og
kenndi mér í leiðinni að stundum
gerir maður óþarflega mikið mál
úr hlutunum. Þegar ég fór frá
Keflavík fór ég að að heiman frá
tveimur góðum heimilum, æsku-
heimilinu í Eyjafirði og svo heim-
ili systur minnar og Jóns. Lánið
mitt í lífinu hefur verið að hafa
alltaf gott og velviljað fólk í kring-
um mig og Jón á svo sannarlega
sinn hlut þar. Síðustu árin átti
hann við erfið veikindi að stríða
sem tóku á hann og fólkið hans.
Ég kveð hann með þakklæti um
leið og ég og fjölskylda mín send-
um systur minni, sonum hennar
og fjölskyldum sem og öðrum að-
standendum innilegar samúðar-
kveðjur.
Anna Sigríður
Guðmundsdóttir.
Jón Þorkels
Eggertsson
✝ Viktor Arnars-son fæddist 21.
febrúar 1993 í
Gautaborg. Hann
lést 26. maí 2018 á
Spáni.
Móðir Viktors er
María Dís Cilia,
sýningastjóri, f.
1968, foreldrar
hennar eru Mar-
grét Guðmunds-
dóttir, f. 1933, og
Emanuel Cilia, f. 1934, d. 2017,
stjúpfaðir Maríu var Bessi
Bjarnason, f. 1930, d. 2005.
Faðir Viktors er Arnar Sigur-
bjartsson, málari, f. 1965, for-
eldrar hans: Guðrún Ásgerður
Jónsdóttir, f. 1936, og Sigur-
bjartur Hafsteinn Helgason, f.
1935. Stjúpmóðir Viktors og
sambýliskona Arnars er Unnur
Malín Sigurðardóttir. Albróðir
Viktors er Alexander, f. 1995,
hálfbræður hans eru Andri
Freyr, f. 1986, og
Unnsteinn Magni,
f. 2010 Arnars-
synir.
Viktor flutti til
Íslands frá Svíþjóð
ásamt foreldrum
sínum og bróður
árið 1996. Hann
ólst upp í Vestur-
bænum í Reykjavík
og gekk í Vestur-
bæjarskóla og
Hagaskóla. Hann starfaði um
tíma í ljósadeild Þjóðleikhúss-
ins. Einnig starfaði hann við
graffitímálun fyrir fólk víða um
borgina. Í byrjun árs 2018 flutti
Viktor til Spánar til þess að
læra spænsku og fara í mynd-
listarskóla.
Bálför hans fór fram þann 1.
júní sl. á Spáni.
Útför hans fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í
dag, 12. júní 2018, klukkan 15.
Elsku vinurinn minn, allt of
fljótt er komið að kveðjustund.
Ungur maður í blóma lífsins
tekur sinn síðasta andardrátt
fjarri ástvinum. Ég hef þekkt
Viktor frá því að hann fluttist
heim frá Svíþjóð með foreldrum
sínum og yngri bróður, Alex-
ander. Þriggja ára fallegur
snáði, svolítið undrandi á allri
athyglinni sem litli bróðir fékk
en stutt í hláturinn og stríðnina.
Óteljandi skemmtilegar sam-
verustundir í bústaðnum, Euro-
vision-partíum (á meðan þið
krakkarnir gátuð verið með
gömlunum), matarboðum og
ekki svo skemmtilegum lær-
dómskvöldum við eldhúsborðið
á Nýló. Viktor sýndi ungur
mikla hæfileika í myndlist og
okkur nánustu var ljóst að
framtíð drengsins væri í faðmi
listagyðjunnar. Slysin og
óheppnin virtust elta vin minn á
röndum, endalaus beinbrot, að-
gerðir og áföll tóku sinn toll og
um átján ára aldur var Viktor
farinn að finna mikið til í lík-
amanum.
Á þessum tíma tengdumst
við enn traustari böndum og
röbbuðum mikið saman enda
þekktum við bæði vel það álag
að vera sjúklingur frá unga
aldri. Æðruleysi og þolinmæði
eru ekkert að þvælast fyrir
langveiku ungu fólki. Vinur
minn fann fljótt að hiti og sól
gerðu líðanina bærilegri og í
janúar á þessu ári fluttist Vikt-
or til Spánar og hugðist læra
meira í listinni og ná taki á
spænskunni. Sá draumur endaði
þann 26. maí síðastliðinn, þegar
hann sofnaði svefninum langa.
Elsku María Dís, Alexander,
Arnar, Andri Freyr, Unnur,
Unnsteinn Magni, Margrét,
Ivon, Victor, makar og frænd-
fólk, hugur minn er hjá ykkur á
þessum erfiðu tímum. Ég er
sorgmædd og hugsa mikið til
vinar míns, Viktors. Hvíldu í
friði.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Júlía Margrét Sveinsdóttir.
Viktor Arnarsson
Cilia
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐBJÖRG ERLA HARALDSDÓTTIR
Hólagötu 26, Vestmannaeyjum,
lést í faðmi fjölskyldunnar á
Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja
þriðjudaginn 5. júní.
Hún verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum
miðvikudaginn 13. júní klukkan 14.
Viðar Einarsson
Matthildur Einarsdóttir Ríkharður Zoega
Guðný Hrefna Einarsdóttir
Ágúst Ómar Einarsson
Einar Birgir Einarsson Guðrún Snæbjörnsdóttir
Halla Einarsdóttir
barnabörn og langömmubörn
Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
JÓN BERGÞÓRSSON,
fv. stöðvarstjóri
á Nýju sendibílastöðinni,
lést mánudaginn 4. júní.
Útför hans fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn
14. júní klukkan 15.
Brynja Jónsdóttir Jón Jóhannsson
Guðrún Jónsdóttir Tómas Jónsson
Sóley Jónsdóttir
Bergþór Jónsson Rósa Guðmundsdóttir
Kristín Jónsdóttir Njarðvík Kristján Þorsteinsson
Margrét Jónsdóttir Njarðvík Hálfdán Sveinsson
barnabörn og barnabarnabörn