Morgunblaðið - 12.06.2018, Blaðsíða 27
Vöku 1989-91, var ritstjóri Vöku-
blaðsins 1989-90, í stjórn Vöku á
sama tíma, var formaður Heimdallar
1989-91, í stjórn fulltrúaráðsins í
Reykjavik 1989-91, og Varðar, full-
trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík 1998–2000, í stjórn SUS
1991-93 og 1995-97, í miðstjórn
Sjálfstæðisflokksins 1993-2003, sat í
stjórn Varðbergs 1993-2000 og for-
maður þess 1998-2000, og 1998-2000,
var varamaður í menningarmála-
nefnd Reykjavíkurborgar 1986-94,
sat í umhverfismálaráði Reykja-
víkurborgar og í skólanefnd MR
1990-94, í skólanefnd FÁ 1994-99,
hefur setið í ýmsum ráðherraskip-
uðum nefndum, í stjórn ICEPRO,
nefndar um rafræn viðskipti 1998-99
og 2002-2006, í stjórn EAN á Íslandi
2003-2004, í stjórn Fjárfestingar-
stofu 2003-2005 og hefur setið í ráð-
gjafanefnd EFTA frá 2000.
Birgir sat í Allsherjarnefnd Al-
þingis 2003-2013 og formaður 2007-
2009, í efnahags- og viðskiptanefnd
2003-2007, kjörbréfanefnd 2005-
2011, 2013 og frá 2016, sérnefnd um
stjórnarskrármál 2005-2007 og for-
maður 2006-2007, 2009, viðskipta-
nefnd 2007-2009, umhverfisnefnd
2009-2011, í saksóknarnefnd 2010-
2012, þingskapanefnd 2011-2013 og
2013-2016, stjórnskipunar- og eftir-
litsnefnd 2011-2013 og 2015-2016,
umhverfis- og samgöngunefnd 2011-
2013 og 2013-2016, utanríkismála-
nefnd 2013-2015 og er formaður frá
2017, í velferðarnefnd frá 2017 og
allsherjar- og menntamálanefnd frá
2017. Hann sat í Þingvallanefnd
2013-2017. Í stjórnarskrárnefnd
skipaðri af forsætisráðherra 2005-
2007 og 2013-2016, var formaður Ís-
landsdeildar Vestnorræna þing-
mannaráðsins 2003-2005, formaður
Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins
2005-2007, sat í Íslandsdeild VES-
þingsins 2007-2009, Íslandsdeild
NATO-þingsins 2013-2016 og situr í
Íslandsdeild Alþjóðaþingmanna-
sambandsins frá 2017.
Birgir er einn þeirra sem vinna við
áhugamál sín: „Það þýðir ekkert að
spyrja mig um laxveiði, útreiðatúra,
golf, né aðrar íþróttir. Ég hef ekki
tekið þátt í íþróttastarfi sjálfur en
fylgist með og er auðvitað KR-ingur.
En ég hef ekki sinnt neinum skipu-
lögðum tómstundum eða sérstökum
áhugamálum utan stjórnmálanna.
Ég hef gaman af bókmenntum og
myndlist en mest þó af klassískri
tónlist. Ég hlusta mikið á hana og
reyni að komst á sem flesta tónleika.
Ég fékk áhuga á stjórnmálum
ungur, gekk í Heimdall 15 ára og hef
raunverulega lifað og hrærst í
stjórnmálum síðan.
Ég les auðvitað mest þingskjöl og
skýrslur þessa dagana en þess fyrir
utan sagnfræði, ævisögur og annað
sem tengist stjórnmálum, s.s. lög-
fræði, siðfræði og hugmyndafræði.
Áhugamálin eru því stjórnmál,
klassísk tónlist og önnur menningar-
mál.“
Fjölskylda
Eiginkona Birgis var Ragnhildur
Lövdahl, f. 1.5. 1971. Þau skildu.
Dætur Birgis og Ragnhildar eru
Erna, f. 29.3. 2003; Helga Kjaran, f.
24.8. 2005, og Hildur, f. 14.1. 2010.
Hálfsystur Birgis, sammæðra, eru
Björg Ólafsdóttir, f. 18.10. 1976, BS í
líffræði og læknir, og Ólöf Ólafs-
dóttir, f. 29.10. 1980, líffræðingur.
Foreldrar Birgis: Ármann Sveins-
son, f. 14.4. 1946, d. 10.11. 1968, lög-
fræðinemi og forystumaður í röðum
ungra sjálfstæðismanna, og Helga
Kjaran, f. 20.5. 1947, grunnskóla-
kennari. Stjúpfaðir Birgis er Ólafur
Sigurðsson, f. 18.6. 1946, verk-
fræðingur.
Birgir
Ármannsson
Ólöf Þorbjörg Hafliðadóttir
handavinnukennari á
Siglufirði
Sophus Auðunn Blöndal
kaupm. og skrifstofustj. á Siglufirði
Sveinbjörg Kjaran
húsfr. í Rvík
Birgir Kjaran
hagfr. og alþm. í Rvik
Helga Kjaran
kennari í Rvík
Soffía Franzdóttir Siemsen
húsfr. í Rvík, af Finsenætt
Magnús Kjaran
stórkaupm. í Rvík, af
Keldna- og Víkingslækjarætt
Sigríður Magnús
dóttir Kjaran húsfr. og
myndlistarm. í Rvík
Rósbert G.
Snædal kennari
og skáld á
Akureyri
Sigríður Franz
dóttir Siemsen
húsfr. í Hafnar-
firði og í Rvík
Ari Eldjárn
uppistandari
Guðni Sveinsson b. í
Kárahlíð í Bólstaðarhl.hr.
Kristján Eldjárn
gítarleikari
Unnur Ólafsdóttir
veðurfræðingur
Haraldur Jón Jóns-
son gullsmiður
Jón Kornelíus Jónsson
úrsmíðameistari í Rvík
Jón Theodór Jónsson b., kennari
og skrautritari á Brekku í Gilsfirði
Ólafur Pálsson bygg-
ingaverkfr. í Rvík
Baldvin Einarsson
verkfr. í Rvík
Einar B. Pálsson yfirverkfr. hjá
Reykjavíkurborg og próf. við HÍ
Gunnlaugur
Blöndal listmálari
Sigurlaug Sigvaldadóttir
húsfr. á EfriBrunná og í Rvík
Eggert Theodórsson
oddviti að EfriBrunná og kaupm. í Rvík, af Ormsætt
Margrét Lilja Eggertsdóttir
húsfr. í Rvík
Sveinn Sveinsson
múraram. í Rvík
Gunnhildur Sigurðardóttir
húsfr. í Garðshorni
Sveinn Sveinsson
b. í Garðshorni á Höfðaströnd
Úr frændgarði Birgis Ármannssonar
Ármann Sveinsson
laganemi við HÍ
rni Sigurjónsson skrifstofustj.
hjá embætti forseta Íslands
Birgir Björn Sigurjónsson fv. fjármálastjóri
Magnús K. Sigurjónsson arkitekt
Sigurður Sigurjónsson hrl.
Jóhann Sigurjónsson forstj. HAFRÓ
ÁÓlafur Kjaran
hagfræðingur
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2018
Helgi Hallvarðsson fæddist íReykjavík 12.6. 1931. For-eldrar Helga voru Guðfinna
Lýðsdóttir húsfreyja og Hallvarður
Hans Rósinkarsson vélstjóri.
Bræður Helga: Agnar vélfræð-
ingur, Birgir, fyrrv. fulltrúi; Hilmar,
fyrrv. yfirverkstjóri; Gylfi tækja-
maður í Reykjavík, og Guðmundur,
fyrrv. alþingismaður.
Eftirlifandi eiginkona Helga er
Þuríður Erla Erlingsdóttir. Börn
þeirra: Guðfinna viðskiptafræð-
ingur, Sigríður bókari og Helgi
stjórnmálafræðingur.
Helgi ólst upp á Seltjarnarnesi, í
Skerjafirði og á Hrísateig í Reykja-
vík. Hann lauk farmannaprófi frá
Stýrimannaskólanum í Reykjavík
1954 og varðskipaprófi frá varð-
skipadeild skólans 1962, lauk hann
flugumferðarstjóraprófi frá Flug-
málastjórn 1956 og fjölda nám-
skeiða, m.a. hjá bandarísku strand-
gæslunni og danska sjóhernum.
Helgi starfaði lengst hjá Land-
helgisgæslunni. Hann byrjaði þar
sumarið 1946 en var að loknu námi
stýrimaður á öllum varðskipum og
flugvélum hennar árin 1954-63 og
skipherra á öllum varðskipum, flug-
vélum og í stjórnstöð Landhelgis-
gæslunnar frá 1964-90.
Helgi var oft í fremstu víglínu
þegar landhelgin var færð út í 12, 50
og síðar 200 mílur og Íslendingar
háðu sín þorskastríð. Hann tók virk-
an þátt í stjórnmálastarfi, lengst af
með Sjálfstæðisflokknum í Reykja-
vík og Kópavogi, en síðar með
Frjálslynda flokknum. Hann skrif-
aði fjölda greina í Morgunblaðið og
Sjómannablaðið Víking og flutti
einnig útvarpserindi um mál Land-
helgisgæslunnar og öryggismál sjó-
manna. Endurminningar Helga, Í
kröppum sjó, sem Atli Magnússon
skráði, komu út 1992.
Helgi hlaut St. Olavsorðuna,
fyrstu gráðu, árið 1974, riddara-
kross Hinnar íslensku fálkaorðu árið
1976 og heiðursmerki sjómanna-
dagsins árið 2003.
Helgi lést 15.3. 2008.
Merkir Íslendingar
Helgi
Hallvarðsson
101 árs
Þóra Bjarnadóttir
100 ára
Anna Sigfúsdóttir
90 ára
Guðrún F. Magnúsdóttir
Sveinn Jensson
85 ára
Eyrún Gísladóttir
Sigurður K. Eyjólfsson
80 ára
Borghildur Emilsdóttir
Hlöðver Kristinsson
Jón Erlingur Jónsson
Vilborg Árnadóttir
75 ára
Anna Harðardóttir
Brynjar Hansson
Guðbjartur Sturluson
Guðmundur A. Jóhannsson
Guðmundur R. Jóhannsson
Jóhanna Guðmundsdóttir
Magnea S. Sigmarsdóttir
Reynir Valgeirsson
70 ára
Björn S. Jónsson
Elísabet Sigurðardóttir
Óli Þór Ragnarsson
Svala Karlsdóttir
Svanhildur Sigtryggsdóttir
60 ára
Ásgeir Blöndal
Erna María Böðvarsdóttir
Friðbjörn Helgi Jónsson
Hjördís S. Traustadóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir
Kristjana Björnsdóttir
Lára Lúðvígsdóttir
Margrét Brynjólfsdóttir
Margrét Rósa Pétursdóttir
Sigurbjörg Guðmundsdóttir
Sigurður M. Bjarnason
Zdzislaw Stypulkowski
50 ára
Ágústa K. Guðmundsdóttir
Ágúst Þór Gestsson
Björn Stefánsson
Einar Valur Oddsson
Helgi Stefán Ingibergsson
Ívar Páll Bjartmarsson
Jóhanna S. Halldórsdóttir
Kristinn Valgeir Tveiten
Laufey Brynja Sverrisdóttir
Sigrún Þórðardóttir
Valgerður H. Einarsdóttir
Víglundur Pétursson
40 ára
Áslaug Hrönn Reynisdóttir
Edda K. Sigurjónsdóttir
Frímann F.K. Björnsson
Gunnar Bjarnason
Heiðar Örn Sigurfinnsson
Hlín Hlöðversdóttir
Jenný Aradóttir
Kaemjan Jaemsai
Ósk Stefánsdóttir
Rut Árnadóttir
Samsidanith Chan
Sigríður Ásta Hauksdóttir
Tinna Björk Halldórsdóttir
Urszula Jezierska
30 ára
Ásmundur S. Sigurðsson
Bergþóra Eiríksdóttir
Birgitta Sigurbjörnsdóttir
David Pedersen
Einar Roth
Eva Zophaníasdóttir
Guðrún Erla Hilmarsdóttir
Halldór Gauti Kárason
Julie Encausse
Kristján Páll Hannesson
Sigurósk S. Magnúsdóttir
Szilard Varga
Til hamingju með daginn
30 ára Sindri býr í
Reykjavík, lauk MFA-prófi
frá Listaháskólanum í
Malmö, er myndlistar-
maður og hélt stóra sýn-
ingu í Gerðarsafni 2016,
Maki: Katrín Birna Pét-
ursdóttir, f. 1988, lífeinda-
fræðingur.
Sonur: Styrkár Korri
Sindrason, f. 2016.
Foreldrar: Leifur Steinn
Elísson, f. 1951, og Svein-
björg Júlía Svavarsdóttir,
f. 1954.
Sindri
Leifsson
30 ára Rúnar Björn ólst
upp á Vatnsleysu I, lauk
prófi í húsasmíði og bú-
fræðiprófi og er bóndi á
Vatnsleysu í Biskups-
tungum.
Maki: Birta Berg Sigurð-
ardóttir, f. 1985, bóndi.
Fóstursonur: Stefán Teit-
ur Ólafsson, f. 2013.
Foreldrar: Sigríður Egils-
dóttir, f. 1964, og Guð-
mundur Sigurðsson, f.
1963, bændur á Vatns-
leysu.
Rúnar Björn
Guðmundsson
30 ára Haraldur ólst upp
í Reykjavík, býr í Kópavogi
og hefur unnið við gerð
kvikmynda og sjónvarps-
þáttaraða, hér á landi og
erlendis, um árabil.
Maki: Rakel Blomster-
berg, f. 1986, fatahönn-
uður.
Foreldrar: Steinunn
Thorlacius, f. 1961, hár-
greiðslumeistari í Kópa-
vogi, og Gísli Friðriksson,
f. 1963, málarameistari í
Hafnarfirði.
Haraldur Hrafn
Thorlacius