Morgunblaðið - 12.06.2018, Síða 29

Morgunblaðið - 12.06.2018, Síða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú leggur hart að þér til að ná þeim markmiðum sem þú setur þér en þarft að gæta þess að gleyma ekki sjálfum þér í öllu kappinu. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú hefur tekið þá ákvörðun að láta einkalífið ganga fyrir öllu öðru. Nýleg sam- skipti vekja forvitni þína og þú spáir í hvað muni gerast næst. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þótt það sé mikið um að vera og mikið að gera í vinnunni þarftu að gefa þér tíma til hvíldar. Vertu opinn fyrir nýrri reynslu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú vinnur þér aðdáun vinnufélaga þinna fyrir einstaka ósérhlífni, en þarft að gæta þess að ganga ekki fram af þér. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Vinur leitar til þín og biður þig að endurgjalda sér löngu gerðan greiða. Pass- aðu þig á einhverjum sem reynir að slá ryki í augun á þér með vanmætti sínum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú hefur átt í erfiðleikum sem nú eru að baki. Notaðu þann byr sem þú hef- ur. Taktu þér tak sem fyrst og komdu lagi á hlutina. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú hefur lagt hart að þér til þess að ljúka við verkefni, sem þér var falið. Mis- skilningur og tafir hafa sett svip sinn á líf þitt að undanförnu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það liggur vel fyrir þér að gera einhvers konar umbætur í vinnunni í dag. Þú hefur samt efasemdir um fram- kvæmd máls sem þér er ætlað að hafa áhrif á. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ástríðan tekur völdin hjá þér næstu daga. Gerðu ráð fyrir að fá lán, gjaf- ir eða kaupauka, hugsanlega í gegnum maka þinn. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú færð frábært tækifæri til þess að ýta undir starfsframa þinn og gott mannorð í dag. Það mun koma þér á óvart hversu margir vilja hlýða á mál þitt. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þrátt fyrir að jákvætt viðhorf stuðli að árangri er nauðsynlegt að vera með báða fætur á jörðinni. Veltu þér ekki upp úr því þótt eitthvað fari úr skorðum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ættir að hlusta á vin sem hvetur þig til að gera eitthvað nýtt og ögrandi. Taktu þér tíma til þess að gera fortíðina upp og haltu svo lífinu ótrauður áfram. Um miðja síðustu viku skrifarÓlafur Stefánsson í Leirinn að það sé síðast að frétta af meiri- hlutaviðræðum í Reykjavík að þar sé svo skemmtilegt og mikið hlegið. – „Guð láti gott á vita!“ bætir hann við: Við þurfum á göturnar „gravel“ svo gangi smurt viðskipti’ og „travel“ Einn höfum kjóa, og ein er hér Lóa, – en heyrði’ einhver hlæja’ ann Pawel ? Og á laugardag hafði hann við orð „hvikið þér nú allir nema Skammkell“: Það nær ekki nokkurri átt, að Nýhaldið*, áður svo blátt, stjórnað af Degi, stýrt bænum megi, á viðsjálan Viðreisnarhátt. * nýhald er nýyrði lögverndað. Sigurlín Hermannsdóttir hefur orð á því að nú ætli Alþingi að koma skikki á rafrettureykingar. – „Sýn- ist sitt hverjum um ágæti þeirrar nýjungar“: Hann Eldar Sig. gasprar og geipar og gjarnan sig hulunni sveipar því að þungbúið loft hann þekur svo oft og einkum er ódámur veipar. Ármann Þorgrímsson yrkir „á leið að jarðarför“: Okkar tilvist ekki skil, eitt þó með á hreinu, að upphafið var aldrei til og aldrei lýkur neinu. En áður hafði Ármann spurt: „Hefur stjórnarandstaðan flutt til- lögur á alþingi um bætt kjör aldr- aðra og öryrkja?“ og bætir síðan við :„Það hlýtur eitthvað að hafa farið fram hjá mér!“: Skömmuð Kata alltaf er, ástæður þess flestum kunnar, en fóru eitthvað fram hjá mér frumvörp stjórnarandstöðunnar? Um fundarstjórnun forsetans flytja margir langar ræður. Með gullkálfum svo ganga í dans, gleymast þeirra minnstu bræður. Ég á von á því að fleiri en ég geti tekið undir með Pétri Stefánssyni: Á Fróni er allt í fínu standi, fólk í gleði unir sér, og ég er alveg óstöðvandi ástfanginn af sjálfum mér. Karl Bjarnason orti: Fisksalarnir fram um stig fala silfrið gljáa: þeir eru að bjóða sjálfa sig, – saltaða, úldna, þráa. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af nýhaldi, rafrettum og jarðarför „ÞAU VILJA LÍKLEGA BARA FÁ LYKILORÐIÐ OKKAR. SKRÍMSLI ELSKA FRÍTT WI-FI.“ „HALTU ÁFRAM ÞVÍ SEM ÞÚ ERT AÐ GERA! HANN ER AÐ VERÐA BORUBRATTUR.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hún brosir til þín og sveiflar hárinu. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann VILTU HALDAST Í LOPPUR? ER MATUR Í LOPPUNNI ÞINNI? NEI JÆJA? ÉG ER AÐ REYNA AÐ SKILJA BEIÐNINA HVAÐ FINNST ÆTTINGJUM ÞÍNUM UM FERIL ÞINN SEM BÖÐULL? KALLI FRÆNDI MINN REYNDI AÐ STOPPA MIG… EN ÞAÐ VORU OF MARGIR VERÐIR SEM HÉLDU HONUM NIÐRI. Englendingar unnu sigur á Toulon-mótinu í knattspyrnu um helgina þriðja árið í röð en þar reyna með sér landslið skipuð leikmönnum 21 árs og yngri. Sem sérlegur áhugamaður um sparklegan efnivið renndi Víkverji yfir nafnalista liðs- ins og stoppaði sérstaklega við nafn- ið Ronaldo Vieira. Sá ágæti maður gat af augljósum ástæðum aldrei orðið annað en knattspyrnumaður. Vieira, sem verður tvítugur í næsta mánuði, fæddist á Gíneu- Bissá en ólst upp í Portúgal til þrett- án ára aldurs. Þá ákvað fjölskylda hans að freista gæfunnar á Eng- landi. Vieira komst að hjá hinu forn- fræga félagi Leeds United og braust inn í aðalliðið fyrir tveimur árum og á þar nú fast sæti. x x x Við nánari eftirgrennslan kom íljós að hann heitir í höfuðið á gamla góða Ronaldo, sem varð heimsmeistari með Brasilíu árið 2002. Ekki nóg með það, Ronaldo á tvíburabróður. Og hvað skyldi hann nú heita? Jú, rétt hjá ykkur, Rom- àrio. Það er vitaskuld eftir miðherj- anum sem fór fyrir liði Brasilíu sem varð heimsmeistari árið 1994. x x x Romàrio Vieira var einnig á málahjá Leeds United en var leystur undan samningi í vor. Hann náði þó að vera í leikmannahópi Leeds snemma á þessu ári og urðu tvíbur- arnir þar með þriðju bræðurnir til að vera á sama tíma í hóp hjá liðinu; hinir eru Eddie og Frank Gray og Rod og Ray Wallace. x x x Líkurnar á því að bræðurnir leikisaman landsleik eru á hinn bóg- inn engar þar sem Ronaldo hefur valið að leika fyrir hönd Englands meðan Romàrio ver heiður Gíneu- Bissá. Hefur meira að segja þegar leikið einn A-landsleik. Þess má til gamans geta að Ron- aldo Vieira á alnafna sem einnig leggur stund á knattspyrnu. Sá er brasilískur að uppruna og leikur nú með Boston City FC í Bandaríkj- unum. Gaman að þessu. vikverji@mbl.is Víkverji Ég hef Drottin ætíð fyrir augum, þeg- ar hann er mér til hægri handar hnýt ég ekki. (Sálm: 16.8)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.