Morgunblaðið - 12.06.2018, Síða 31

Morgunblaðið - 12.06.2018, Síða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2018 Mennirnir elskuðu jörðinasvo mikið að þeir eydduhenni, gleyptu hanagjörsamlega. Síðan yf- irgáfu þeir hana því ekkert var eftir, og eftir hvarf þeirra óx náttúran og stofnaði ný lönd. Þessi tilvitnun er innblásturinn að verkinu The Lover eftir Báru Sig- fúsdóttur sem var sýnt í Tjarnarbíó á vegum Listahátíðar í Reykjavík, dagana 7. og 8. júní. Verk ljósmynd- arans og myndlistarmannsins Noémie Goudal sem gerði sviðs- myndina urðu danshöfundinum að yrkisefni. The Lover er sjónrænt dansverk, hugleiðing um samband manns og náttúru. Dansarinn birtist okkur sem einhverskonar vera, mannleg eða dýrsleg. Hreyfingarnar ein- kennast af titring eða kippum, fyrst í handleggjunum sem eru líkt og þeir séu grónir fastir við sviðið – jörðina en svo færast hreyfingar út í allan líkamann. Hann – líkaminn – um- breytist í gegnum verkið með hreyf- ingum sem virðast vera stýrðar af einhverju æðra afli. Bára hefur þró- að þennan einstaka hreyfistíl til að miðla hugmyndum sínum en það sem við sjáum er mjög opið fyrir túlkun áhorfandans. Hún notar einangrunaraðferð þar sem hún hreyfir einn líkamspart, þannig að athygli áhorfenda beinist að honum. Þannig er jafnvel hægt að gleyma því að þetta sé líkami, heldur birtist eitthvað annað, og það er ein- staklingsbundið hvað hver sér. Í að- ferðafræði dansarans má greina samruna og stríð náttúrunnar og manneskjunnar, sem skapar mekan- ískt flæði, og hún verður bæði ómanneskjuleg og ódýrsleg. Nær- vera hennar er einlæg, og úr andlit- inu má bæði lesa fegurð og trega, rétt eins og ástin er. Hún tekur áhorfendur með í ferðalag þar sem gjörðirnar á sviðinu tala, fremur en að flytjandinn sé að kommenta á við- fangsefnið sitt. Hún gefur áhorfand- anum möguleika á að hugleiða sam- band sitt við náttúruna. Tónlistin endurspeglar togstreitu náttúru og mannsins, sköpunar og eyðileggingar, með annars vegar fagurri fiðlutónlist eða hljóðum sem minna á kirkju, og hins vegar fjar- lægum ógnvekjandi drónum. Hún minnir á drauma og bið, millistig milli lífs og dauða, og á endanum er eins og hún gleypi okkur og við drukknum í henni. Verkið er um togstreituna á milli hins mannlega og hins náttúrulega, og eru mörkin þar á milli óljós. Í gegnum verkið á sér stað flæðandi umbreyting, bæði í líkama dansar- ans en líka með stórkostlegri lifandi sviðsmynd sem kallar ekki síður á athygli áhorfandans. Fyrir aftan dansarann er veggur með ljósmynd af grísku hofi, tignar- legum súlum og í botninum má sjá eitthvað sem er falið með teppi. Tákn fyrir grunnstoðir vestrænnar menningar. Hofið er gamalt og ryk- ugt, það er fallegt en það er autt. Það liggur einhver nostalgía yfir því, leifar stórkostlegs heims, sem nú hefur verið yfirgefinn. Vatn, jafnt tákn um upphaf lífsins sem og eyðileggingu, ræðst á sviðs- myndina, eins og stífla sem brestur, hofið flosnar af og náttúran brýst út. Þetta er dáleiðandi sjón, og mjög spennandi. Að bíða í óþreyju eftir að bútarnir detti af, vonbrigði þegar það gerist ekki og fullnæging þegar stór bútur losnar. Þetta verður eins og keppni þar sem áhorfandinn er í liði með náttúrunni. Veran horfir til baka á heiminn umbreytast, þegar bútarnir detta koma hljóð sem falla inn í hljóðmyndina og bergmála með upplifuninni. Þema Listahátíðar í ár er „Heima“, og því ekki skrítið að margir íslenskir listamenn kjósi náttúruna sem viðfangsefni sitt, eins og sjá má á myndlistarsýningu há- tíðarinnar, Einskismannslandi. The Lover vekur ekki síður hug- leiðingar um það hver á land, hver á náttúruna. Geta mennirnir gert það sem þeir vilja við jörðina, þegar við höfum aðeins búið hér í brotabrot af sögu hennar, og hún hefur valdið til þess að tortíma okkur. Höfum við misst virðinguna fyrir henni, og er- um hætt að óttast hana? Eins og ættbálkar fortíðarinnar og sum sam- félög í dag gera. Hvað varð um ást- arsamband mannanna við náttúr- una? Verkið minnir okkur á eilífðina, á allan tímann sem hefur liðið og á eftir að líða. Það er líka jákvætt, gef- ur okkur von um endursköpun án mannana. Að hugsa í skammtímalausnum neyslusamfélagsins, eins og að eyði- leggja stór landsvæði, þurrka upp fossa, til að leysa vandamál og fyrir skammvinnan hagnað fárra – er ekki farsælt til lengdar. Það þarf að hugsa til framtíðar, þar sem verð- mæti einstakrar ósnertrar náttúru og óbyggðra víðerna munu aukast verulega í sífellt manngerðri heimi. Óspillt eyðiland er það dýrmætasta sem við eigum og ástæðan fyrir því að fólk annarra landa flykkist hing- að. The Lover minnir okkur á það hvað við erum í raun ómerkileg í samanburði við ótrúlega náttúru þessarar jarðar. Það er óásættan- legt að maðurinn eyðileggi hana, og hún mun berjast á móti. Bára Sigfúsdóttir er verulega spennandi danshöfundur sem kafar á dýptina og kann að skapa áleitin verk sem krefjast þess að við tökum afstöðu. Við þurfum fleiri slíka höf- unda. Ljósmynd/Aëla Labbé Spennandi „Í gegnum verkið á sér stað flæðandi umbreyting, bæði í líkama dansarans og líka með stórkostlegri lif- andi sviðsmynd sem kallar ekki síður á athygli áhorfandans,“ segir rýnir um The Lover Báru Sigfúsdóttur. Tjarnarbíó The Lover bbbbn Dansari og danshöfundur: Bára Sigfús- dóttir. Ljósmyndari: Noémie Goudal. Sviðsmynd: Noémie Goudal og 88888. Arkitekt: Jeroen Verrecht. Tónlist og hljóð: Borko. Lýsing og tækni: Kris Van Oudenhove. Dramatúrg: Sara Vander- ieck. Tjarnarbíó - Listahátíð í Reykjavík, 7. júní 2018. NÍNA HJÁLMARSDÓTTIR DANS Að elska jörðina og eyðileggja hana Breski dægurlagasöngvarinn Robbie Williams mun koma fram á stuttri setningarhátið Heimsmeist- aramótsins í knattspyrnu á þriðja tímanum á fimmtudagin kemur, áð- ur en heimamenn, Rússar, og Saudi- Arabar mætast í upphafsleik móts- ins á Luzhniki-leikvanginum í Moskvu. Auk Williams mun rúss- neska sópransöngkonan Aida Gari- fullina koma fram sem og brasilíski knattspyrnukappinn Ronaldo, leik- maður sigurliða keppninnar árin 1994 og 2002. Haft er eftir Williams í The Guardian að hann sé ánægður og spenntur yfir að fá að koma fram við setninguna og að þar rætist gamall æskudraumur. Ronaldo segir opn- unarleikinn ætíð mjög táknrænan. Eftir alla vinnu keppnisliðanna „er heimurinn skyndilega mættur heim í garð til gestgjafanna að fagna ást sinni á knattspyrnunni“. Robbie Williams, Garifullina og Ronaldo Vinsæll Williams gladdi aðdáendur í Laugardalshöll fyrir 19 árum. Leikstjórinn Quentin Tarantino hefur ráðið hóp af kvikmynda- stjörnum til að leika í næstu kvik- mynd sinni, en efniviðurinn er sótt- ur í heim leikaranna og mun hún heita Once Upon a Time in Holly- wood. Samkvæmt tímaritinu Var- iety mun Al Pacino í fyrsta skipti leika undir stjórn Tarantino – hann fer með hlutverk umboðsmanns leikarans sem Leonardo DiCaprio leikur. Brad Pitt verður einnig í stóru hlutverki. Kvikmyndin gerist árið 1969 og fjallar um bræður sem Di Caprio og Pitt leika. Inn í söguna blandast fjöldamorð Charles Manson og fylgjenda hans, þar á meðal á leik- konunni Sharon Tate sem Margot Robbie leikur í kvikmyndinni. Meðal annarra leikara eru Burt Reynolds og Dakota Fanning. Sannkallað stjörnugengi hjá Tarantino Stjörnufans Brad Pitt leikur í myndinni með fleiri þekktum. Söngleikurinn The Band’s Visit hlaut langflest Tony-verðlaun í New York á sunnudagskvöldið, tíu alls, en þau eru helstu leiklistarverð- launin vestanhafs. Söngleikurinn fjallar um egypska lögreglu- hljómsveit sem verður strandaglóp- ur næturlangt í Ísrael. Aðalsöngv- arar verksins, Katrina Lenk og Tony Shalhoub þóttu best í sínum flokkum og þá var leikstjórinn Dav- id Cromer valinn sá besti, tón- skáldið David Yazbek hreppti verð- laun fyrir tónlistina og Itamar Moses fyrir söguna. Tvöfalda Harry Potter-leikritinu, Harry Potter and the Cursed Child, sem gerist eftir að bókaflokki JK Rowling lýkur og er dýrasta sviðs- setning leikrits í sögu Broadway hafði líka verið spáð góðu gengi og það gekk eftir því þau hrepptu verðlaunin sem besta leikritið. Að sögn The New York Times var óvæntasta uppákoma kvöldsins þegar söngleikurinn Once on This Island hafði betur en Carousel og My Fair Lady og hreppti verðlaun sem veitt eru fyrir besta söngleik sem aftur er færður á svið. Verðlaun fyrir bestan leik hrepptu Andrew Garfield og Nat- han Lane fyrir Angels in America og Glenda Jackson og Laurie Met- calf fyrir Three Tall Women. Í ávörpum gagnrýndu margir listamannanna núverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum, án þess að nefna forsetann á nafn. Leikarinn Robert De Niro vandaði Donald Trump þó ekki kveðjurnar þegar hann kynnti tónlistaratriði Bruce Springsteen og tvinnaði við það hressilegum blótsyrðum. The Band’s Visit fékk flesta Tonya AFP Sá besti Andrew Garfield þótti leika best í Angels in America. AFP Sú besta Leikkonan Katrina Lenk fer á kostum í The Band’s Visit. Slá í gegn (Stóra sviðið) Fim 14/6 kl. 19:30 35.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.