Morgunblaðið - 13.06.2018, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 3. J Ú N Í 2 0 1 8
Stofnað 1913 137. tölublað 106. árgangur
ÞRJÚ NÝ ÖR-
LEIKRIT FLUTT Í
BLESUGRÓFINNI
MÆTUM
MODRIC, MESSI
OG MOSES Á HM
SÉRBLAÐ UM HM 2018 Í RÚSSLANDILISTAHÁTÍÐ 30
Létt var yfir borgarfulltrúum og
þeir ánægðir með nýjan meiri-
hlutasáttmála Pírata, Samfylk-
ingar, Viðreisnar og Vinstri
grænna þegar hann var kynntur og
undirritaður í rjóðri við Breiðholts-
laug í gærmorgun. Grínast var með
það að reynsla Þórdísar Lóu Þór-
hallsdóttur sem framkvæmdastjóra
Eurovision-hópsins árið 2010 hefði
hjálpað til í viðræðunum en þar
vann hún að sögn í þéttri vinnu með
ólíkum aðilum. Dagur B. Eggerts-
son verður áfram borgarstjóri og
fagráðum og nefndum fækkar.
Fulltrúum minnihluta hugnast
ekki nýr meirihluti sem þeir telja
lítt breyttan frá kosningum þrátt
fyrir innkomu Viðreisnar.
Eyþór Arnalds segir athyglisvert
að ekkert sé minnst á aðalkosninga-
loforð Samfylkingarinnar um
Miklubraut í stokk og Vigdís
Hauksdóttir segir nýjan meirihluta
horfa á borgarlínu sem alfa og
ómega alls. Kolbrún Baldursdóttir
segir minnihlutann hafa hist og þau
séu sterkur samstiga hópur. »6
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Meirihluti Dagur B. Eggertsson borgar-
stjóri með málefnasáttmála flokkanna.
Dóra Björt forseti
borgarstjórnar
Bæjarstjórn Akraness skoraði í
gær á Reykjavíkurborg og ríkið að
hefja án tafar undirbúning að lagn-
ingu Sundabrautar, sem bæti um-
ferð til og frá höfuðborginni og
auki umferðar- og almannaöryggi.
Bæjarstjórnin gagnrýnir að í
málefnasamningi nýs meirihluta í
borgarstjórn sé ekkert fjallað um
þessa nauðsynlegu vegafram-
kvæmd. Hafa beri í huga að Reykja-
vík sé höfuðborg Íslands og því beri
borgarfulltrúum að hugsa um og
taka tillit til hagsmuna og lífsgæða
allra landsmanna. »2
Gagnrýna nýja
meirihlutann
Íslenska karlalandsliðið í hand-
bolta mun leika hreinan úrslitaleik
gegn Litháen í kvöld, um hvort liðið
kemst á HM í handbolta. „Annað
tækifæri verður ekki í boði og við
treystum á að fólk fjölmenni í höll-
ina og styðji við bakið á okkur,“
segir Guðmundur Þórður Guð-
mundsson, landsliðsþjálfari karla í
handbolta. Jafntefli varð í fyrri við-
ureigninni við Litháa, 27:27, í Vil-
níus og þar af leiðandi er allt opið
fyrir leikinn í kvöld sem Guð-
mundur segir vera einn mikilvæg-
asta landsleik handboltalandsliðs-
ins um árabil. » Íþróttir
Hreinn úrslitaleikur
framundan í höllinni
Hún er létt í lund, langamma Alberts Guðmunds-
sonar, yngsta leikmanns íslenska landsliðsins.
Áslaug Guðlaugsdóttir varð hundrað ára 8. júní
síðastliðinn og er því líklega einn elsti stuðnings-
maður landsliðsins. Hún segist stolt af lang-
ömmubarninu og hyggst horfa á leikinn á laug-
ardaginn. Spurð hvort hún haldi að Íslendingar
vinni leikinn, svarar hún hlæjandi: „Já, auðvit-
að.“ »10-11
Morgunblaðið/Ásdís
Langamma Alberts telur sigur vísan
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Þingmenn voru enn að störfum
þegar Morgunblaðið fór í prentun,
skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi.
Þinglok voru áætluð seint í gær-
kvöldi eða nótt, miðað við sam-
komulag stjórnmálaflokkanna um
afgreiðslu þingmála, og stóðu líkur
til þess að frumvarp til nýrra laga
um persónuvernd og vinnslu per-
sónuupplýsinga yrði samþykkt af
meirihluta þingmanna.
Frumvarpið hafði verið harka-
lega gagnrýnt af hagsmunaaðilum
og öðrum sem lögðu inn umsögn
um það. Þótti frumvarpið seint
fram komið miðað við flækjustig og
umfang þess auk ætlaðra áhrifa á
þjóðfélagið. Aðeins 45 höfðu skilað
umsögn um frumvarpið, en 298 um-
sagnarbeiðnir verið sendar.
Við upphaf þingfundar eftir há-
degi í gær urðu deilur milli þing-
manna Miðflokksins og ríkisstjórn-
arflokkanna þriggja, en miðflokks-
menn töldu að fyrra samkomulag
um þinglok hefði verið svikið. Um
kvöldmatarleytið tókst að ráða
fram úr deilunni. „Það kom smá
skúr þarna um miðjan daginn, en
síðan stytti upp aftur,“ sagði Stein-
grímur J. Sigfússon, forseti Alþing-
is, í gærkvöldi.
Meðal þeirra mála sem samþykkt
voru í gærkvöldi er rafrettufrum-
varpið svonefnda. »4
Alþingismenn að
störfum fram á nótt
Samkomulag um þinglok náðist eftir ósætti við Miðflokk
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Alþingi Snæbjörn Brynjarsson, þingmaður Pírata, gluggaði í bók um
Panamaskjölin undir umræðum þingmanna í þingsal í gærkvöldi.
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu,
segir þá Donald J. Trump Banda-
ríkjaforseta hafa ákveðið að skilja
fortíðina eftir þegar leiðtogarnir und-
irrituðu sáttmála sem sagður er færa
Kóreuskaga nær kjarnorkuafvopnun.
Trump og Kim hittust á Sentósaeyju
í Singapúr í fyrrinótt.
„Það hefur ekki verið auðvelt að ná
þessum árangri. Hjá okkur var það
fortíðin sem hélt aftur af okkur og
gamlar venjur og fordómar skyggðu
á sýnina,“ sagði Kim er hann ræddi
við blaðamenn.
Gunnar Snorri Gunnarsson sendi-
herra segir fundinn sögulegan en að
langt sé þar til hægt verði að skera úr
um árangur hans. »17 og 18
AFP
Sögulegt Leiðtogi Norður-Kóreu
og Bandaríkjaforseti heilsast.
Fortíðin
skilin eftir