Morgunblaðið - 13.06.2018, Síða 8

Morgunblaðið - 13.06.2018, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018 Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Margar gerðir af innihurðum Hjá Parka færðu gullfallegar innihurðir frá Grauthoff. Mikið úrval, sjón er sögu ríkari! Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Margar gerðir af innihurðum Í Viðskiptablaðinu segir að JónSigurjónsson í úra- og skart- gripaversluninni Jón & Óskar hafi „áhyggjur af ákvörðun nýs meirihluta Samfylk- ingar, Við- reisnar, Pí- rata og Vinstri grænna í Reykjavík um að lokun Laugavegar fyrir bílaumferð verði árið um kring:    Það er auðvitað verið að jarðastóran hluta af versluninni hérna. Það er eins og þetta bless- aða fólk gleymi því að það kemur vetur og þá kemur kuldi og bylur.“    Jón spyr í framahaldi: „Hvað lifamenn lengi á götu þar sem er engin umferð, því þú kemst ekki að götunni?“ og nefnir að sífellt fleiri Íslendingar séu hættir að fara í miðbæinn að versla:    Það er eiginlega vonlaust, segjaþeir, það er ekkert gaman að fara þangað lengur.    Ef loka á aðkomu svona að við-skiptasvæðum, þá færa menn sig bara til, þar sem aðgengið verður í lagi.    Það er akkúrat það sem við er-um að gera, við erum að styrkja okkur í verslunarmiðstöðv- unum.“    Jón hefur áhyggjur af þróuninniog segir að ef rótgrónar versl- anir fari að yfirgefa miðbæinn vegna stefnu meirihlutans þá geti það haft dómínóáhrif á annan rekstur á svæðinu:    Það er ekkert betra fyrir kaffi-húsið að þrauka af veturinn ef það er blindbylur í marga daga.“ Byrjað á jarðarför STAKSTEINAR Veður víða um heim 12.6., kl. 18.00 Reykjavík 8 skýjað Bolungarvík 9 léttskýjað Akureyri 13 súld Nuuk 6 þoka Þórshöfn 10 skýjað Ósló 23 heiðskírt Kaupmannahöfn 19 skýjað Stokkhólmur 17 léttskýjað Helsinki 19 heiðskírt Lúxemborg 15 skýjað Brussel 17 skýjað Dublin 16 skýjað Glasgow 18 skýjað London 16 skýjað París 18 skýjað Amsterdam 15 skýjað Hamborg 16 skýjað Berlín 20 léttskýjað Vín 22 skúrir Moskva 16 skúrir Algarve 21 léttskýjað Madríd 23 léttskýjað Barcelona 25 léttskýjað Mallorca 28 léttskýjað Róm 24 léttskýjað Aþena 30 heiðskírt Winnipeg 14 skúrir Montreal 23 léttskýjað New York 21 heiðskírt Chicago 22 þoka Orlando 30 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 13. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 2:59 23:58 ÍSAFJÖRÐUR 1:33 25:33 SIGLUFJÖRÐUR 1:16 25:16 DJÚPIVOGUR 2:15 23:41 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Áætlað er að á þriðjudag verði búið að grafa um helming Dýrafjarðarganga eða um 2.650 metra. Göngin verða alls 5,6 kílómetrar og þar af 5,3 kílómetr- ar í bergi, en vegskálar bætast síðan við. Vinnan hefur gengið vel undan- farið að sögn Karls St. Garðarssonar, verkefnisstjóra fyrir Suðurverk, og hver vika yfirleitt skilað frá 80 metr- um og upp í tæplega 106 metra í lok apríl. Um 45 starfsmenn í sumar Verktakar eru Suðurverk og Met- rostav, sem hafa mikla reynslu af gangagerð. Nú eru um 35 manns á vegum fyrirtækjanna fyrir vestan, en þeir verða um 45 í sumar þegar vinna við brýr yfir Hófsá og Mjólká hefst af fullum krafti. „Áætlunin er upp á 65 metra á viku og því er óhætt að segja að það hafi gengið vel upp á síðkastið og flestar vikur verið umfram áætlun. Mest er þó um vert að verkefnið hefur verið slysalaust. Í göngunum hafa verið þokkalegar aðstæður til graftar og svo styttist í að sumarið komi loksins hér við Arnarfjörðinn, þó svo að um- hverfið sé enn vetrarlegt,“ segir Karl. Hann segir að miðað við 80-85 metra í þessari viku verði þeir hálfn- aðir með gröftinn upp úr helgi, vænt- anlega á þriðjudag, en tekur fram að margt geti farið úrskeiðis í svona verki. Hann segir að ekki sé unnið á sunnudögum, en spurður hvort ekki verði gert hlé á laugardag vegna leiks Íslands og Argentínu segir hann svo ekki vera. „Verktíminn er knappur og okkur veitir ekkert af að halda áfram.“ Flytja sig um set í haust Til þessa hefur verið grafið Arnar- fjarðarmegin og verður sprengt um 3,7 kílómetra inn í heiðina úr Arnar- firði. Næsta haust flytja starfsmenn- irnir sig yfir í Dýrafjörð og grafa þeim megin það sem eftir er. Ýmsum öðr- um störfum hefur verið sinnt að und- anförnu, m.a. var í síðustu viku unnið við að gera vinnuplan við Mjólká þar sem gert er ráð fyrir að reka niður steinsteypta staura fyrir nýju brú yfir Mjólká. Við Hófsá var unnið við lagn- ingu vegar að fyrirhugaðri bráða- birgðabrú og gert klárt fyrir undir- stöður brúarinnar. Þá var áfram unnið við sprengivinnu í forskering- unni í Dýrafirði. Í allt verður vegurinn frá Mjólk- árvirkjun, í gegnum göngin og að Dýrafjarðarbrú tæpir 14 kílómetrar og styttir Vestfjarðaveg á milli sunn- an- og norðanverðra Vestfjarða um rúma 27 kílómetra. Gangagerð Þunnt setlag í stafni ganganna um 2.570 metra inni í fjallinu. Nánast hálfnaðir í gangagreftri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.