Morgunblaðið - 13.06.2018, Page 10

Morgunblaðið - 13.06.2018, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018 Meira til skiptanna Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Þrjár trommur og fána Tólfunnar var að finna í miklum farangri lands- liðsins í fótbolta á leið til Rússlands í síðustu viku. Þessi þarfaþing á landsleikjum eru nú í geymslu á hót- eli landsliðsins í borginni í Kabard- inka og verða þar þangað til lands- liðið fer til Moskvu á morgun. Á leikdegi sér KSÍ um að koma fánum og trommum á leikvanginn þar sem Tólfumenn hitta Víði Reynisson, öryggisstjóra KSÍ, að morgni leikdags. Trommunum verð- ur síðan komið fyrir í fremstu röð í hólfum Íslendinga tímanlega fyrir leikinn við Argentínu á laugardag. Ærið starf í forystu Tólfunnar Sveinn Ásgeirsson, varaformaður Tólfunnar, segir að það hafi einfald- að alla flutninga að Knattspyrnu- samband Íslands tók þá að sér. Einnig hafi KSÍ komið til móts við Tólfuna með því að borga flug, hótel og aðgöngumiða fyrir tíu manns á hvern leik í riðlakeppninni. Tólfan skipti liði og fari 10 manns á hvern leik. „Vonandi verða endalaust margar Tólfur á leikjunum í Rúss- landi því að allir sem styðja lands- liðið eru í raun í Tólfuhópnum,“ seg- ir Sveinn. Hann segir að sendiherra Rússlands á Íslandi hafi talað um fimm þúsund Íslendinga, en Sveinn segist sjálfur gera sér vonir um að 3-4 þúsund landar verði á fyrsta leiknum. „Við munum sannarlega láta heyra í okkur,“ segir Sveinn. „Við höfum verið að undirbúa okkur á síð- ustu þremur landsleikjum karla og kvenna á Laugardalsvellinum og það kemur í ljós hvort við verðum með nýjungar og hvort þær virka eða ekki.“ Hann segist ekki enn vera orðinn spenntur, verði það tæpast fyrr en hann verði búinn að innrita töskuna á Keflavíkurflugvelli á föstudaginn. „Það hefur verið meira en nóg að gera og endalaust eitthvað sem kom- ið hefur upp á. Fyrir þetta mót hefur hvert verkefnið tekið við af öðru og það hefur næstum því verið full vinna við hliðina á aðalstarfinu að til- heyra forystu Tólfunnar.“ Stuðningshátíð verður í miðborg Trommurnar í farteski KSÍ  Vonandi endalaust margar Tólfur Vinsæll Úlfurinn Zabivaka er í Kabardinka eins og víðar í Rússlandi. Vinsælt er að láta mynda sig við hlið lukkudýrs HM. Varnartaktík Aron Einar landsliðsfyrirliði ber sólarvörn á skallann í upphafi æfingar og talar í síma Víðis öryggisstjóra! Áfram Ísland! Ungar stúlkur biðu eftir því að sýna dans á torgi í Kabardinka. Fánar Íslands, Rússlands og svæðisins í baksýn. Að hafa mikla hjátrú á íslenska liðinu  Íslendingar afslappaðir en fullir eftirvæntingar  Íbúarnir stoltir af að hýsa eitt HM-liðanna DAGAR Í FYRSTA LEIK ÍSLANDS3 Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vinsæll Gylfi Þór Sigurðsson var meðal þeirra sem ræddu við fjölmiðlamenn í gær. Þeir útlendu sátu allir um Gylfa. Í KABARDINKA Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Gestir Kabardinka, litla strandbæj- arins við Svartahaf, þar sem íslenska landsliðið í fótbolta hefur bækistöð meðan á HM stendur, urðu ekki mikið varir við að í gær var þjóðhá- tíðardagur Rússlands. Að vísu var skotið upp flugeldum en slík sýning var einnig í boði á laugardags- og sunnudagskvöld. Margt var um manninn á strönd- inni í gær eins og síðustu daga, enda veðrið ákjósanlegt til slíkrar iðju. Heiðskírt, steikjandi hiti og dálítill blástur, þó ekkert í líkingu við rokið í fyrradag. Íslensku leikmennirnir virkuðu sælir og glaðir á æfingunni í gær- morgun, nokkrir komu í viðtal við fjölmiðlamenn (eins og sjá má á íþróttasíðunum og á mbl.is), allir af- slappaðir en þó vitaskuld fullir eftir- væntingar og bæjarbúar hér eru stoltir af að hýsa HM-lið. Sýna Ís- lendingunum mikinn áhuga. Í fyrsta leik karlaliðs Íslands á stórmóti, EM 2016, mættu strák- arnir Cristiano Ronaldo og sam- herjum í Portúgal en á laugardaginn verður argentínski snillingurinn Lionel Messi í hópi mótherjanna. Flestir spá argentínskum sigri, eins og eðlilegt má teljast, en Íslendingar eru þó hvergi bangnir. Allt getur samt gerst. Einhvern tíma hefði þótt saga til næsta bæjar að forseti Bandaríkjanna og leiðtogi Norður-Kóreu mynduðu „sérstök tengsl“ og einfaldlega óhugsandi eft- ir stórskotahríð þeirri í millum á samfélagsmiðlum síðustu mánuði. Samt er afar kært þeirra á milli eftir sögulegan fund í Singapúr. Margir telja út í hött að gera ráð fyrir því að Ísland geti náð í stig gegn Argentínu á laugardaginn. Hvað þá sigrað. Hjátrúarfullum má benda á að hér í Kabardinka er ekki sandströnd heldur tiplar fólk á steinvölum. Ná- kvæmlega eins og í Nice á frönsku rívíerunni, þar sem Ísland vann sig- urinn sögulega á Englendingum á EM. Að vísu er ekki spilað við Argentínu í Kabardinka heldur í Moskvu. Gæti það samt ekki vitað á gott að íslenska liðið býr hér?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.