Morgunblaðið - 13.06.2018, Page 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Þarna er fuglinn,“ sagði kenn-arinn við nemendur sínasem stóðu á dekki björg-unarskipsins Ásgríms S.
Björnssonar, sem skreið út Sundin
við Reykjavík. Allt stóð þetta heima; í
vestri yfir Engey kom TF GNÁ og
fór hratt yfir. Lækkaði flugið og var
brátt yfir skipinu
þar sem um borð
var fólk fært í
flestan sjó. Allir
voru komnir í
vígalega galla og
tilbúnir í svolitla
æfingu á bláköld-
um veruleika. Sjó-
mennskan er ekk-
ert grín, var
einhverju sinni
sungið í slagara
um frækna hafsins hetju. Slíkar eru
til enn, en hafa þó kannski aðra
ásýnd og stíl en var fyrr á tíð. Og sem
betur fer eru þeir tímar liðnir að haf-
ið taki á hverju ári fjölda mannslífa;
að skip farist eða um borð verði slys
þannig að fólk slasist eða láti lífið.
Mikil vakning
Sjómenn eiga allt sitt undir því
að öryggismálin séu í lagi og því að
geta brugðist við. Langt er síðan öll-
um sem stunda sjóinn til lengri tíma
var gert skylt að sækja námskeið við
Slysavarnaskóla sjómanna og í seinni
tíð sækja um 2.500 manns á ári þenn-
an skóla, sem hefur sannað gildi sitt
fyrir margt löngu. Útfærslurnar á
námi við skólann eru margar, en
þekktust eru grunnnámskeið. Þar er
farið yfir mikilvægustu atriðin og svo
jafnan endað á æfingu á sjó þar sem
nemendur eru hífðir um borð í fugl-
inn; einhverja af Gæsluþyrlunum
góðu. Þær æfingar eru jafnan haldn-
ar fljótlega eftir hádegi á föstudög-
um, eins og fólk sem fylgist með
skipaferðum við Reykjavík þekkir
væntanlega.
Um 25 nemendur voru á grunn-
námskeiði síðustu viku, flest fólk sem
var komið með einhverja sjómanns-
reynslu en þurfti í skólann, reglum
samkvæmt.
„Síðustu árin hefur orðið mikil
vakning í öryggismálum meðal sjó-
manna og raunar margra annara
starfsstétta,“ segir Bogi Þorsteins-
son kennari og yfirstýrimaður. Hann
hefur starfað við skólann í átta ár;
var áður stýrimaður meðal annars á
frökturum og varðskipum og þekkir
því vel til þessara mála.
Flogið með vírnum
Og nú var þyrlan komin, með
þeim mikla gný sem jafnan fylgir.
Nemunum í björgunarskipinu var
skipt í þrennt; einn hópurinn var
hífður um borð í þyrluna af dekki
skipsins, annar hópur úr gúmbjörg-
unarbát og nokkrir settu sig í sjóinn
og voru hífðir beint upp – en þá hafði
sigmaður komið að ofan og smeygt
lykkju um fólkið sem svo flaug upp
með vírnum. Allt gekk eins og í sögu
og æfingin tók ekki langa stund. En
nemarnir voru reynslunni ríkari á
eftir og verða væntanlega farsælir
sjómenn.
„Eftir hrun fór fjöldi sjómanna
og iðnaðarmanna til starfa í útlönd-
um, þar sem vitund um öryggi og
vinnuvernd er sterk og notkun nauð-
synlegs hlífðarbúnaðar þykir sjálf-
sögð,“ segir Bogi Þorsteinsson. „Með
því að fleiri hafa starfað og verið er-
lendis hafa öll viðhorf Íslendinga til
öryggismála breyst og orðið sterkari.
Það er er gott mál og á með öðru sinn
þátt í þeim góða árangri í öryggis-
málum sem náðst hefur til sjós og í
öðrum atvinnugreinum á undan-
förnum árum. Grunnnámskeiðin eru
mikilvæg, en þau eru bæði fyrir ný-
liða og menn sem koma í upprifjun á
fimm ára fresti. Öllum finnst þetta
nám sjálfsagt og mikilvægt.“
Aðsetur við Austurbakka
Aðsetur Slysavarnaskóla sjó-
manna, sem Slysavarnafélagið
Landsbjörg starfrækir, er um borð í
Sæbjörginni sem hefur bólfesti við
Austurbakka í Reykjavíkurhöfn.
Skipið, sem áður hét Akraborg og
var í siglingum milli Reykjavíkur og
Akraness fyrir tíma Hvalfjarðar-
ganga, hefur verið í núverandi hlut-
verki frá árinu 1998 og lengi var skip-
inu siglt árlega hringinn umhverfis
landið og námskeið haldin í helstu
höfnum. Í sparnaðarskyni hefur því
verið hætt auk þess sem skipið, sem
er meira en 40 ára gamalt, þarfnast
viðgerða sem ekki hafa verið tök á að
sinna.
Vitund í öryggis-
málum verður
sífellt sterkari
Færir í flestan sjó. Að sækja Slysavarnaskóla sjó-
manna er skylda og námið sækja þúsundir sjómanna
árlega. Námið er fjölbreytt og skilar sér, því sjóslysum
hefur stórfækkað. Þyrlubjörgun þykir ævintýri.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Híft Lykkju er brugðið um fólk og hún svo fest við vír og krók. Gunnar Guðmundur Arndísarson bíður björgunar.
Bogi
Þorsteinsson
Sigling Komið með sjómannsefnin á gúmbát í björg-
unarskipið eftir björgun og flug með gæsluþyrlunni.
Björgun Nemendurnir voru hífðir um borð í þyrluna
úr sjónum og var sigmaður úr áhöfn til halds og traust.
„Ég verð miklu öruggari sem sjó-
maður eftir að hafa sótt nám-
skeiðið, sem er vel skipulagt og
yfirgripsmikið og skýrt sett
fram,“ segir Sveinar Gunnarsson,
háseti á línubátnum Kristínu GK
sem Vísir hf. í Grindavík gerir út.
Hann var þátttakandi á námskeiði
í síðustu viku. Hefur verið til sjós í
tæplega eitt ár og þurfti því að
fara í slysavarnaskólann til að
geta haldið áfram.
„Kennararnir fóru yfir mikilvæg atriði, svo sem skyndihjálp og eldvarnir.
Framsetningin á námskeiðinu var skýr, klippt og skorin. Kennararnir segja
að fólki séu eftir námskeiðið ýmis viðbrögð bókstaflega eðlislæg þegar og
ef hætta steðjar að. Það síast eitthvað í undirmeðvitundina. Og sem betur
fer hefur slysum til sjós fækkað mikið, á línubátum eins og ég er á verða
einkum og helst smáslys en annað hefur að mestu verið fyrirbyggt,“ segir
Sveinar.
Bæta við þekkinguna
„Námið er ótrúlega fjölbreytt og nýtist mér vel, bæði til sjós og eins í dag-
legu lífi í landi. Svo voru kennararnir líka sérstaklega traustir og góðir og
kunna greinilega sitt fag mjög vel,“ segir Vera Wonder Sölvadóttir leið-
sögumaður hjá Ferðakompaníinu í Reykjavík. Fyrirtækið gerir út svonefnda
ribb-gúmíbáta sem meðal annars eru notaðir í lundaskoðunarferðir að eyj-
unum á Kollafirði, þar sem Vera segir farþegum frá því sem fyrir augu ber.
Áður hafði hún tekið námskeið í hóp- og neyðarstjórnun jafnframt því sem
hún vinnur með skipstjóra sem mánaðarlega tekur æfingu í öllum öryggis-
atriðum. Undirstaðan er því góð.
„Auðvitað er maður ekki fullnuma í öryggisatriðunum eftir þetta námskeið
og verður sjálfsagt aldrei. Það er nauðsynlegt að halda sér við og bæta sí-
fellt við þekkinguna með æfingum og þjálfun. Mest um vert er að vita hvað
á að gera ef slys verður um borð, eldur kemur upp, yfirgefa verður skip eða
láta hífa sig um borð í þyrluna en sú þjálfun var hápunkturinn á námskeið-
inu,“ segir Vera.
NEMENDUR ÁNÆGÐIR MEÐ HNITMIÐAÐA KENNSLU
Sveinar
Gunnarsson
Vera
Sölvadóttir
Viðbrögð verða eðlislæg
R
GUNA
GÓÐAR
I