Morgunblaðið - 13.06.2018, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.06.2018, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018 Til í mörgum stærðum og ge Nuddpottar Fullkomnun í líkamlegri vellíðan rðum Vagnhöfða 11 | 110 Reykjavík | www.ofnasmidja.is | sími 577 5177 13. júní 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 105.88 106.38 106.13 Sterlingspund 141.77 142.45 142.11 Kanadadalur 81.33 81.81 81.57 Dönsk króna 16.743 16.841 16.792 Norsk króna 13.202 13.28 13.241 Sænsk króna 12.262 12.334 12.298 Svissn. franki 107.54 108.14 107.84 Japanskt jen 0.9605 0.9661 0.9633 SDR 150.29 151.19 150.74 Evra 124.75 125.45 125.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.1207 Hrávöruverð Gull 1296.05 ($/únsa) Ál 2287.0 ($/tonn) LME Hráolía 76.3 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Fjöldi vinnandi fólks hefur aldrei verið meiri en nú, sé miðað við með- altal síðustu 12 mánaða, en rúm- lega 195 þúsund voru starfandi að meðaltali á því tímabili. Í Hagsjá hag- fræðideildar Landsbankans segir að þótt tölur Hagstofunnar að undanförnu hafi bent til þess að toppinum á vinnu- markaðnum væri náð og ýmsar stærðir séu farnar að gefa eftir, þá bendi nýjar tölur fyrir apríl til þess að enn sé mikill kraftur á vinnumarkaðnum. Landsbankinn bendir á að sé litið á breytinguna milli fyrsta árfjórðungs 2017 og 2018 fari saman að vinnutími hafi lengst um 0,7%, á meðan vinnandi fólki hafi fjölgað um 1,6%. Meðalatvinnuleysi síðustu 12 mán- aða miðað við mælingar Hagstofunnar var 2,9% í apríl og hefur það verið nær óbreytt í eitt ár, segir í Hagsjánni. Vinnutími lengdist og vinnandi fólki fjölgaði Afgreitt Enn kraft- ur á vinnumarkaði. STUTT BAKSVIÐ Steingrímur Eyjólfsson steingrimur@mbl.is Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir ís- lenskan áliðnað að verða undanþeg- inn nýjum tollum Evrópusambands- ins, sem nú skoðar lagalegar leiðir til þess að svo geti orðið. Evrópusambandið samþykkti fyr- ir skömmu mótvægisaðgerðir sem viðbrögð við nýlegum tollahækkun- um Bandaríkjanna. Aðgerðir ESB felast í því að 10% tollur verður lagður á innflutning áls og 25% toll- ur á innflutning stáls. Tollarnir eru hugsaðir sem gagnaðgerð Evrópu- sambandsins við þeim tollum sem Donald Trump, forseti Bandaríkj- anna, hefur boðað á innflutning áls og stáls til Bandaríkjanna. EFTA-ríkin undanskilin Samkvæmt svörum utanríkis- ráðuneytisins við fyrirspurn Morg- unblaðsins er framkvæmdaráð ESB að leita lagalegra leiða til þess að undanskilja EES/EFTA-ríkin, Nor- eg, Ísland og Liechtenstein, tollum sambandsins. Á blaðamannafundi í síðustu viku með Ernu Solberg, forsætisráð- herra Noregs, hét Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdaráðs Evrópusambandsins, því að Noreg- ur yrði undanskilinn tollum sam- bandsins. Haft hefur verið eftir Ernu Solberg í norskum fjölmiðlum að hún vonist til þess að EES-samn- ingurinn verji norskan iðnað þegar tollastríð Bandaríkjanna og ESB brestur á. Þessum tíðindum hefur verið fagnað í Noregi, þar sem tollahækk- anirnar myndu hafa töluverð áhrif á norskan ál- og stáliðnað. Aðalvið- skiptalönd norsks ál- og stáliðnaðar eru innan Evrópusambandsins og hleypur útflutningur Noregs á mörgum milljörðum norskra króna. Útflutningur til Bandaríkjanna er hins vegar tiltölulega lítill frá Nor- egi og því hafa tollahækkanir þar ekki jafn mikil áhrif. ESB skoðar lagalegar leiðir Í svörum utanríkisráðuneytisins kemur fram að á EES-ráðsfundi sem fram fór 23. maí hafi utanrík- isráðherra Íslands lagt áherslu á að verndarráðstafanir á innflutning stáls og áls næðu ekki til fram- leiðslu EES/EFTA-ríkjanna, þar sem þau væru hluti af innri mark- aðnum. Sendiherra Íslands fundaði einnig með fulltrúum framkvæmda- ráðs ESB til þess að koma sömu skilaboðum á framfæri. Ráðuneytið segir ESB hafa lýst yfir vilja til þess að undanskilja EFTA-ríkin frá aðgerðunum og að verið sé að skoða lagalegar leiðir til þess að ganga frá þeim málum. Ís- lensk stjórnvöld gera því ráð fyrir því að Ísland verði undanþegið toll- unum þegar og ef gripið verður til þeirra. Miklir hagsmunir í húfi Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samál, Samtaka álframleiðenda, segir að ESB hafi tilkynnt í lok febrúar að kortleggja ætti innflutn- ing á áli, en EFTA-ríkin væru und- anskilin því eftirliti. „Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskan áliðnað,“ segir Pét- ur, „og miðað við þau samtöl sem ég hef átt við utanríkisráðuneytið virð- ist vera vilji innan ESB að virða EES-samninginn, eins og eðlilegt er.“ Íslenskur áliðnaður í auga tollastríðsstorms stórvelda Iðnaður Utanríkisráðuneytið gerir ráð fyrir að Ísland verði undanskilið innflutningstollum ESB á ál og stál. Tollastríð » ESB samþykkti mótvægis- aðgerðir sem svar við tollum Bandaríkjanna á innflutning áls og stáls. » Íslensk stjórnvöld gera ráð fyrir því að Ísland verði undan- þegið tollum Evrópusam- bandsins. » Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins er að skoða laga- legan grunn fyrir því að undan- skilja EFTA-ríkin tollum á innflutning áls og stáls.  ESB skoðar lagalegar leiðir til að undanskilja EFTA-ríkin nýjum tollum Töluvert færri fyrirtækjastjórnend- ur en áður telja aðstæður vera góðar í atvinnulífinu og væntingar til næstu sex mánaða eru minni en mælst hefur undanfarinn áratug. Þetta eru niðurstöður nýrrar könn- unar Gallup meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands. Samkvæmt könnuninni telja 40% stjórnenda að aðstæður í atvinnulíf- inu versni á næstu sex mánuðum og aðeins 7% telja að þær batni. Vænt- ingar stjórnenda til aðstæðna í at- vinnulífinu eftir hálft ár eru minni en þær hafa verið frá upphafi þessara mælinga í miðju fjármálahruninu fyrir tæpum 10 árum. Vísitala efnahagslífsins, sem endurspeglar mun á fjölda stjórn- enda sem meta núverandi aðstæður góðar og slæmar, hefur ekki verið lægri síðan árið 2014. Telja nú 60% stjórnenda aðstæður í atvinnulífinu góðar og 12% telja þær slæmar. Inn- an við helmingur stjórnenda fyrir- tækja í alþjóðlegri samkeppni telur aðstæður góðar, en það á við um tvo þriðju hluta annarra stjórnenda. Einungis 27% stjórnenda telja sig búa við skort á starfsfólki nú, saman- borið við 42% fyrir ári. Skortur á starfsfólki er minni í útflutnings- greinum og ferðaþjónustu en öðrum greinum, en mestur skortur á starfs- fólki er í byggingariðnaði og verslun. Búast má við fjölgun starfsmanna hjá fjórðungi fyrirtækjanna á næstu sex mánuðum en fækkun hjá 16% þeirra. Að meðaltali vænta stjórnendur 3,0% verðbólgu næsta árið, sem er nokkuð yfir 2,5% verðbólgumark- miði Seðlabankans. Morgunblaðið/Golli Vinna Mestur skortur er á starfs- fólki í byggingariðnaði og verslun. Væntingar ekki minni í áratug  40% stjórnenda telja að aðstæður muni versna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.