Morgunblaðið - 13.06.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.06.2018, Blaðsíða 18
SVIÐSLJÓS Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Það eru góðar fréttir aðhreyfing sé á hlutunum ogundirbúningur vopnahléssé hafinn,“ segir Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Ís- lands gagnvart Kína, Norður-Kóreu og átta öðrum ríkjum. Vísar hann í máli sínu til fundar Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, og Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, sem fram fór í Singapúr í gær. Á fundinum undirrituðu leiðtogarnir sáttmála þar sem Kim lýsti sig reiðubúinn til að taka fullan þátt í kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga. Gunnar segir að fundurinn sé sögulegur en þrátt fyrir það sé lang- ur vegur þar til hægt verði að skera úr um hvort hann hafi verið árang- ursríkur. „Ég held að fyrir jafn- stuttan fund og þennan þá gat þetta aldrei orðið meira en ágætis byrjun. Það er auðvitað fagnaðarefni að eitt- hvað sé að gerast, en ég held að við þurfum að bíða og sjá hvernig þetta þróast í framhaldinu,“ segir Gunnar og bætir við að erfitt sé að lesa í samkomulagið. Orðalag sam- komulagsins sé fremur óljóst og meira máli skipti hvaða orðaskipti áttu sér stað á milli leiðtoganna á fundinum. „Ég átti í raun aldrei von á öðru en að Trump myndi lýsa yfir sigri að fundi loknum. Það er hins vegar erf- iðara að lesa í hvað raunverulega gerðist og hvaða loforð leiðtogarnir gáfu hvor öðrum á fundinum,“ segir Gunnar sem á von á því að embætt- ismenn ríkjanna muni halda áfram að ræða saman líkt og undanfarna mánuði. Jákvæð viðbrögð í Kína Spurður hvort meira sé undir nú en í fyrri sáttmálum Bandaríkj- anna og Norður-Kóreu kveður Gunnar já við. Vegur þar þungt hversu mikið Trump lagði á sig til að láta af fundinum verða. „Það varð lítið úr samkomulag- inu sem Bill Clinton, þáverandi for- seti, gerði. Hann lagði hinsvegar miklu minna í það en Trump, sem var tilbúinn að ferðast yfir hálfan hnöttinn til að láta þetta ganga,“ segir Gunnar sem kveðst undrandi á því hversu langt Kim var tilbúinn að ferðast til að mæta á fundinn. Þá séu ferðalög leiðtogans undanfarin miss- eri, m.a. til Kína, ekki í takt við hegðun annarra einræðisherra í gegnum tíðina. „Hann virðist vera öruggur með stöðu sína heima fyrir. Það voru sögur um miklar svipt- ingar í ríkinu fyrir skömmu. Svo virðist samt sem hann sé búinn að ná tökum á stjórnkerfinu sem gerir honum kleift að ferðast,“ segir Gunnar. Aðspurður segir Gunnar að við- brögð Kínverja og íbúa Suður- Kóreu við fundinum hafi verið mjög jákvæð. Kínversk blöð hafi m.a. velt því upp hvort fasteignaverð á landa- mærum Norður-Kóreu geti hækkað. „Þau telja að aukin velsæld og hag- vöxtur geti valdið því að verðið hækki í héruðunum í kringum Norð- ur-Kóreu,“ segir Gunnar og bætir við að helsta hagsmunamál stjórn- valda í Kína sé að tryggja stöðug- leika við landamærin við Norður- Kóreu. Þá vilji þeir koma í veg fyrir flóttamannastraum yfir til Kína og tryggja hæga þró- un breytinga í Norður-Kóreu. „Þeir vilja að þetta gerist hægt og rólega sökum þess að þeir telja að annars geti skapast hætta á átökum eða flótta- mannastraumi. Þeir leggja því mikið upp úr því að þróunin sé hæg og þannig verði hægt að skapa stöðugleika,“ seg- ir Gunnar. Afar góð byrjun en framhaldið enn óljóst AFP Leiðtogar Sendiherra Íslands í Kína, Norður-Kóreu og átta öðrum ríkjum segir byrjunina góða. Fundurinn sé þó bara fyrsta skrefið í langri vegferð. 18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Um sögu-legar við-ræður og samkomulag Don- alds Trump, for- seta Bandaríkj- anna, og Kims Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, gildir eins og um annað af því tagi; það sem gerist næst ræður þýðingu viðræðnanna og sam- komulagsins. Sagan segir að stjórnvöld í Norður-Kóreu séu afar óáreiðanlegur viðsemjandi þegar kemur að kjarnorku- málum. Þau hafa svikið flest sem hægt er að svíkja í þeim efnum. Þess vegna er sjálfsagt að fara enn varlega í yfirlýs- ingar um það hvað komi út úr fundi Trumps og Kims. Og það gerði Trump sjálfur þegar hann sló þann varnagla að eftir hálft ár kynni að vera að hann þyrfti að viðurkenna að hann hefði haft rangt fyrir sér um samkomulagið við Kim. Í þessu sambandi skiptir litlu hvað staðið hefði á því blaði sem Trump og Kim und- irrituðu. Sé viljinn til að svíkja samkomulag fyrir hendi breyt- ir texti þess litlu. En þrátt fyrir svo sjálfsagða fyrirvara er óhætt að fullyrða að horfur um lausn á deilunni um kjarn- orkuvopn Norður-Kóreu hafa ekki áður verið betri en eftir fundinn í Singapúr í gær. Þar skiptir meðal annars máli að um var að ræða leiðtogafund þeirra tveggja sem mestu ráða um niðurstöðuna, og að þeir virðast sammála um hvert skuli stefna og að það skuli gert hratt. Það skiptir líka máli að Trump hef- ur frá því hann tók við sem forseti tek- ist að herða verulega efnahags- þvinganir gagnvart Norður- Kóreu og hefur greint frá því að hann hafi uppi áform um að herða enn frekar á þessum þvingunum gangi kjarnorku- afvopnun Norður-Kóreu ekki eftir. Og af því að Trump hefur sýnt að hann er líklegur til að fylgja orðum sínum eftir eru auknar líkur á að Kim geri það einnig. Í þessu sambandi er þýðing- armikið að ekki var ákveðið að draga strax úr þvingununum, hvað þá að greiða Norður- Kóreu stórfé fyrirfram eins og gert var í samkomulaginu við Íran sem Bandaríkin hafa sagt sig frá. Norður-Kórea þarf að sýna fram á árangur fyrst. Það hefur líka þýðingu að rætt var um að vinna hratt í að útfæra og framkvæma sam- komulagið. Æðstu embættis- menn beggja eiga að hefjast handa tafarlaust og ekki verð- ur annað séð en að báðum sé full alvara. Það er þess vegna full ástæða til að fagna fundi Trumps og Kims í Singapúr. Sumir spáðu því að hann færi illa, og það hefði getað gerst. En á þessari stundu er hægt að segja að fundurinn gefi að minnsta kosti vonir um hættu- minni heim. Leiðtogafundurinn í Singapúr gefur góðar vonir } Bættar horfur eftir sögulegan fund Bersýnilegt erað sviðsett samtöl í fjölbrauta- skólanum FB um „nýjan“ meirihluta í Reykjavík hafa verið sýndar- viðræður. Ekkert nýtt eða handfast kom út úr tveggja vikna hjali. Dagur B. Eggertsson hefur svo sem sýnt að kímnigáfa er ekki hans sterka hlið. En það ber þó vott um ákveðna tegund af gamansemi þegar hópurinn sem stendur að meirihluta (með minnihluta borgarbúa á bak við sig) segir: „Nýr meiri- hluti mun skoða sérstaklega hvernig hægt er að byggja upp ódýrt húsnæði fyrir ungt fólk miðsvæðis í borginni …“ Mark- miðið var sagt að draga úr bíla- umferð. Í hálfan mánuð var keyrt um bæinn þveran nokkr- um sinnum á dag til að sam- þykkja þetta. Dagur hefur verið að skoða þetta í fjögur ár og hafði áður skoðað það með Jóni Gnarr í önnur fjögur. Upp úr krafsi Dags hafðist 400 millj- óna króna íbúð í miðbænum eins og frægt varð. Ekki er vitað betur en að æskan sé enn að slást um hana. Þegar spurt var nánar hvort hægt væri að byggja ódýrt hús- næði í miðborginni var því svarað játandi: „Það er það sem við erum að fara að skoða í tengslum við borgarlínuna!!“ Páll Vilhjálmsson orðar þetta svo undir yfirskriftinni Vinstri- Viðreisn fæst ódýrt: „Að kveldi kjördags sagði formaður Við- reisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, að flokkurinn myndi selja sig dýrt í höfuð- borginni. Verðmiðinn er kom- inn, tildurembætti forseta borgarstjórnar. Viðreisn selur sig ódýrt vinstrimeirihlut- anum, humarinn kemur án hvítvíns – kók nægir. Vinstri- Viðreisn stimplar sig inn á óreiðuvæng stjórnmálanna enda á flokkurinn þar heima.“ Það er óhugsandi að setið hafi verið leng- ur en í fáeinar mín- útur yfir þessu} Fór á ódýra markaðinn G aman væri að vita um hvað stjórn- málin snúast í hugum fólks almennt. Sumir telja að völd séu meginatriði. Þeir hafa völd sem geta tekið ákvörðun sem aðrir verða að hlýða. Þannig hefur Alþingi sameiginlega lagasetning- arvald. Þingmaður hefur ekki mikil völd, einn og sér, en hann getur haft áhrif. Jafnvel ráðherrar hafa ekkert sérlega mikil völd hér á landi. „Ég man fyrst þegar ég kom hér úr starfi borgarstjóra þá fannst mér ég vera mjög valdalítill kall og hissa á þessu starfi,“ sagði Davíð Oddsson um embætti forsætisráðherra í viðtali árið 2003. Í framhaldi af því er rétt að minna á hin frægu ummæli olíujöfursins JR í Dallas- sjónvarpsþáttunum forðum daga: Power is not what you are given. Power is what you take. Sumir hugsa sér gott til glóðarinnar að komast „að kjötkötlunum“. Ná fé eða gæðum til vinveittra. Dæmi gætu verið lækkun gjalda á sína vildarvini. Flestar stöðu- veitingar eru nú orðið háðar skilyrðum og eftirliti, til dæm- is um mat ráðningarstofa eða nefnda sem velja úr um- sækjendum. Stjórnmálamenn hafa oft áhrif, en geta sjaldnast tekið ákvörðun einir, þó að fræg dæmi séu slíkt hér á landi. Erlendis eru mörg dæmi um einstaklinga sem geta tekið ákvarðanir upp á líf og dauða þegnanna. Hjá flestum skiptir stefnan máli, en þegar inn í flokkinn er komið sitja margir þar fastir meðan flokkurinn heldur sama nafni, jafnvel þó að hann skipti um stefnu í megin- málum. Gamall félagi minn úr menntaskóla, Skafti Harð- arson, hefur verið í Sjálfstæðisflokknum frá blautu barnsbeini. Nú bauð hann fram F- listann á Seltjarnarnesi. Á kjördag setti hann færslu á Facebook: „Búinn að kjósa. Í fyrsta sinn var það ekki merkt við D. Við vorum hópur sem ákvað að standa frekar með hugsjónum en flokki. Og það hefur verið gaman að vinna að fram- gangi F-listans á Seltjarnarnesi. Og jafn- framt mikill léttir að þurfa ekki að strika yfir flesta efstu menn á lista eins og ég hef gert í síðustu kosningum í þeim tilgangi að friða samviskuna. … Það er dapurt að horfa upp á góða félaga, sem hafa sömu skoðanir og ég, tala sér þvert um geð og starfa að framgangi fólks sem ekki stendur fyrir hugsjónir þeirra og skoðanir; allt í nafni flokks. Margir höfðu samband við mig til að telja mér hughvarf, og sumir sem ég ber mikla virðingu fyrir, en hversu marg- ir skyldu hafa haft samband við forystumenn flokksins á Nesinu og spurt á hvaða vegferð þeir væru eiginlega?“ Í svari við stuttri athugasemd minni sagði Skafti: „[L]íklega eru landsfundaályktanir Sjálfstæðisflokksins ekki fjarri mínum hugsjónum. En þær eru auðvitað bara til skrauts. Held að við þurfum að fara að kjósa ein- staklinga, ekki flokka.“ Skrif Skafta vekja spurningu: Eiga flokkar og hugsjónir ekki samleið lengur, nema til skrauts? Benedikt Jóhannesson Pistill Hugsjónir eða flokkur? Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen „Það verður sjálfsagt litið til hans,“ segir Gunnar, spurður um hvort líkur séu á því að Do- nald Trump hljóti friðar- verðlaun Nóbels fyrir aðkomu sína að viðræðum Norður- Kóreu og Bandaríkjanna. Gunn- ar segir að varasamt sé þó að veita verðlaun fyrr en kjarna- vopnum í Norður-Kóreu hefur að fullu verið eytt. Þá sýni sag- an það að einræðisríki sem bú- ið hafa yfir kjarnorkuvopnum séu treg til þess að eyða þeim. „Ég held að við þurfum að bíða og sjá hvernig þetta mun ganga,“ segir Gunnar en tekur þó fram að gangi allt eftir geti Trump komið til greina þegar útdeila á friðarverðlaununum. „Við skulum bíða og sjá hvað kemur út úr þessu,“ segir Gunnar. Trump kem- ur til greina FRIÐARVERÐLAUN NÓBELS Gunnar Snorri Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.