Morgunblaðið - 13.06.2018, Page 23

Morgunblaðið - 13.06.2018, Page 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018 okkur komið að byggja ofan á hann. Þrátt fyrir ríflega hálfrar aldar aldursmun gátum við rætt saman um alla veraldlega hluti. Þú varst ótrúlega trú sjálfri þér og gast verið föst á þínum skoðunum þegar þörf var á, en þrátt fyrir það, tel ég hér á annarri hendi þann fjölda skipta sem ég man eftir þér skipta skapi. Þó er það ekki til- viljun að í þau skipti sem það gerðist var spilastokkur ein- hvers staðar nærri. Rommý var spil spilanna. En þó aldrei fyrr en að regl- ur spilsins væru á hreinu hjá öllum þeim sem að borðinu komu. Því það var engin pansla þegar kom að Rommý, né fékk nokkur séns sökum aldurs, þó ég hafi oft reynt. Því kom örlít- ið babb í bátinn þegar þú og amma Signý, tókuð slaginn í einni Ölfusborgarferðinni okkar saman. Signý amma með sína horn- firsku túlkun á umtöluðum reglum og þú með þá vest- manneysku. Barist var bróður- lega í dágóðan tíma, þar til að sæst var á hvernig spilið myndi fara fram. Ég dáðist að elju ykkar beggja, það var hart barist en heiðarleikinn í hávegum hafður, þó stundum bæri á smá taps- árindum ef illa fór. Þannig spil- aðir þú úr þínum spilum, elsku amma. Af ötulli baráttu og heiðarleika, allt til endaloka. Nú hafa spilin verið stokkuð í síðasta skipti og verður það gríðarlega erfitt að keyra fram hjá Hólagötunni og hugsa með sér hverjir séu í heimsókn hjá þér og sjá þar enga bíla. Þar eyddum við mestum tíma sam- an, yfir kaffibolla. Við eldhúsborðið spurðirðu mig í ófá skipti hvort mér fynd- ist skemmtilegra að búa í Eyj- um eða í Reykjavík. Þegar þú fékkst svarið þitt brostir þú þínu breiðasta og fylgdir svo hart á eftir með því að spyrja hvort við myndum ekki setjast að í Eyjum eftir að Karen klár- aði námið sitt. Þú vildir hafa fólkið þitt hjá þér, þó að þú hafir auðvitað alltaf stutt þá sem fóru aðrar leiðir. Hólagatan verður aldrei söm aftur, þó að nágrannarnir eigi kannski aðeins meiri möguleika á að fá stæði í sinni eigin götu, er ég viss um að þau muni sakna þvælingsins okkar allra og sér í lagi munu þau sakna þín. Hún yljar mér sú tilhugsun að þú munir fara eina lokaferð upp að Hólagötu 26. Þar sem þér leið best. Við munum fylgja í halarófu rétt eins og við höf- um alltaf gert. Allt sem er mér kært hefur þú mér fært þú sem þekkir alla vegi og lýsir ljósið skært ég vil til þín ná ég þrái þig að sjá ég leita þín í bláskini mánans ég bægi skýjum frá. (Þorsteinn Einarsson) Ástin mín, góða nótt. Guðni Freyr Sigurðsson. Elsku yndislega amma mín er búin að kveðja okkur. Eftir situr sorg en yndislegar minn- ingar sem munu aldrei gleym- ast. Amma var yndisleg mann- eskja sem vildi allt fyrir alla gera. Hún var algjör hetja sem fæddi og klæddi sex börn. Henni þóttu allir í kringum sig svo duglegir og var alltaf að hrósa fólkinu sínu fyrir dugnað en hún gleymdi oft sjálfri sér, ég veit ekki um duglegri mann- eskju en hana elsku ömmu. Ég eyddi ófáum tímum á Hólagötunni ásamt allri fjöl- skyldunni enda var Hólagatan okkar samastaður. Það var allt- af heitt á könnunni hjá ömmu og alltaf bakkelsi á borðum.Yf- irleitt var fjölmennt hjá henni á hverjum degi sem sýnir það hversu margir vildu hitta hana enda var hún einstök mann- eskja. Ég á óteljandi minningar um elsku ömmu enda vorum við mjög nánar nöfnurnar. Allar stundirnar á Hólagötunni, í sumarfríum, á jólunum, á Þjóðhátíðum, fjöruferðirnar, sölvatínslan, bæjarferðirnar, sólböðin í garðinum hennar og á Höfðaveginum og svo lengi má telja. Amma skipaði stóran sess í mínu lífi og hefur tekið þátt í flestum viðburðum í mínu lífi. Amma var yfirleitt alltaf kölluð Erla og kölluðum við barnabörnin og barnabarna- börnin hana alltaf ömmu Erlu. Ein af yndislegum minningun- um mínum með henni voru Erlukvöldin okkar. Þá gistum við Erla Signý hjá henni rétt fyrir jólin. Við borðuðum sam- an, skreyttum jólatréð hjá henni og horfðum á jólamynd. Þessi kvöld urðu mjög vinsæl meðal annarra fjölskyldumeð- lima og fengu allir þeir sem vildu vera með okkur að bera Erlunafnið þessa kvöldstund. Ömmu þótti mjög vænt um þessar stundir og montaði sig reglulega við vinkonur sínar þegar við Erla vorum orðnar rúmlega tvítugar, að við værum ennþá að koma til hennar og gista hjá henni. Eftir að ég eignaðist litlu Erluna mína þá var hún að sjálfsögðu með okk- ur enda bar hún Erlu-nafnið okkar. Ég er svo ánægð að börnin mín hafi kynnst elsku ömmu. Emilíana Erla, elsta dóttir mín, ber nafnið hennar og var amma mjög stolt þegar hún var skírð. Emilíana Erla var mjög náin ömmu og áttu þær tvær marg- ar gæðastundir saman sem ég er svo þakklát fyrir. Svenni sonur minn vildi alltaf koma til ömmu á Hólagötuna og um leið og hann kom inn þá var amma ekki lengi að setja uppáhalds kexið hans á borðið. Rebekka yngsta dóttir mín fékk ekki langan tíma með ömmu en ég er ótrúlega þakk- lát fyrir peysuna sem amma heklaði handa henni þegar hún fæddist í fyrra. Rebekka var í peysunni fyrstu vikurnar í sínu lífi. Ég ætla að geyma peysuna og Rebekka mun fá að eiga hana þegar hún verður eldri til minningar um ömmu. Hún mun einnig fá að heyra mikið um elsku ömmu þegar hún verður eldri. Elsku amma mín, ég er svo heppin að hafa átt þig sem ömmu. Ég mun alltaf sakna þín og elska þig. Allar þessar minn- ingar ylja mér um hjartarætur og munu hjálpa mér og mínum í sorginni. Þú veist ekki hversu yndisleg þú varst. Við kveðjum þig, elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag því komið er undir sólarlag en minningaljós þitt lifir. (Halldór Jónsson frá Gili) Þín Guðbjörg Erla. Við sjáum að dýrð á djúpið slær þó degi sé tekið að halla það er eins og fest- ingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng að þar heyrast englar tala og einn þeirra blakar bleikum væng svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn (Davíð Stefánsson) Það var of snemma, of snöggt. Svo margt ósagt og ógert. Hann pabbi hefur kvatt jarðlífið. Eins og svo oft hjá honum var enginn sérstakur undirbúningur, það bara gerðist og maður situr eftir algerlega orðlaus og tómur. Ég ætlaði að vera hér í Kelduhverf- inu með honum, ekki án hans. Svo stórt skarð sem hann skilur eftir sig. Enginn sem hringir. Stundum hringdi hann oft á dag og oft þótti mér nóg um, en nú aldrei meir. Maður skal ætíð þakka það sem maður hefur og fyrir hverja stund. Svo margs er að minnast. Við vorum ekki alltaf sammála, við pabbi, en við vorum samt náin og ég sakna hans, ekki bara fyrir eigin hönd heldur líka fyrir hönd barnanna minna sem nutu samvista við afa sinn sem hafði svo gaman af því að fá þau til sín og hafa hjá sér. Auðbergur minn var svo mikið hér í Keldu- nesi hjá afa og ömmu, um það bil fimm mánuði á síðasta ári og naut lífsins í sveitinni. Allt er breytt. Það hefur svo lengi verið fastur punktur í tilverunni að koma í Keldunes, taka þátt í sauðburði, göngum og réttum, ferðaþjónust- unni eða hverju öðru sem verið var að aðhafast hverju sinni. Við héldum að við hefðum miklu lengri tíma, en nú taka við aðrir tímar. Við höldum áfram og minnumst þess sem var. Við minnumst pabba sem fór sínar leiðir í lífinu, var alltaf tilbúinn að rétta vini hjálparhönd, var um- hugað um velferð barna sinna og barnabarna, sagði skemmtilegar sögur af fólki og atburðum og Sturla Sigtryggsson ✝ Sturla Sig-tryggsson fæddist 25. mars 1952. Hann lést 15. maí 2018. Útför Sturlu fór fram 25. maí 2018. kunni mikið af vís- um. Takk fyrir allt, elsku pabbi minn, ég veit að þú ert kominn á betri stað. Við hittumst seinna og þú skilar fyrir mig kveðju þarna yfir, þú veist hvert. Helga Sturludóttir. Þann 15. maí síðastliðinn lést Sturla frændi minn og var kvadd- ur tíu dögum síðar frá Húsavík- urkirkju. Lát hans var fyrirvara- laust högg. Örfáum dögum áður höfðum við Sturla setið við eldhúsborðið mitt í eina tvo tíma, hann beið eft- ir flugi til Reykjavíkur þar sem hann var fulltrúi bænda í við- kvæmu réttindamáli. Okkur skorti ekki umræðuefni, það var alltaf margt að gerast í kringum Sturlu. Samtöl okkar snérust fyrst og fremst um Kelduhverfið, sveitina sem við unnum bæði. Um miðjan maí var sauðburður haf- inn og ég hlustaði á Sturlu segja frá. Þetta var tími ársins sem hann virtist njóta hvað best, vet- urinn á enda, daginn farið að lengja, gróðurinn að vakna, líf í vatninu og fuglasöngur í lofti. Í huganum var ég komin í Keldu- hverfið. Í byrjun maí var ferðafólkið líka mætt í Keldunes og Sturla sagði frá. Hann sagði mér frá væntanlegu sumri, kraftinum og dugnaði Báru konu sinnar sem hann talaði alltaf svo fallega um. Með stolti og gleði sagði hann mér líka að Helga dóttir hans væri að flytja í Kelduhverfið. Sturla var mjög stoltur af börn- um sínum öllum og sagði mér frá þeim þegar ég spurði. Með Sturlu naut ég þess að rifja upp gamla daga, atburði og sögur af Keldhverfingum. Minn- ingarnar urðu ljóslifandi og ljúf- ar. Ég man hann fyrst sem fimm ára snáða, sérstaklega fallegan dreng á hlaðinu í Keldunesi. Ég man hann líka sem mikinn töffara um tvítugt á Ásbyrgissamkomu, þá orðinn pabbi. Sturla bjó alltaf í Keldunesi, hann var bóndi af lífi og sál, hann var glaðlyndur, hress og sterkur. Ég geymi minningu um Sturlu sem sérstak- lega kraftmikinn og velviljaðan mann og þakka stundirnar með honum. Ég sendi Báru og börnum Sturlu innilegar samúðarkveðj- ur. Kristín Aðalsteinsdóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN GUNNARSSON sjómaður, Hvammstanga, lést á sjúkrahúsinu Hvammstanga föstudaginn 1. júní í faðmi fjölskyldunnar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Gunnar Sveinsson Marín S. Karlsdóttir Nína Björg Sveinsdóttir Garðar S. Arnarsson barnabörn og barnabarnabörn Yndislegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi, langalangafi og bróðir, INGIMAR Þ. VIGFÚSSON frá Þykkvabæ, Hraunvangi 3, Hafnarfirði, lést á Landakoti laugardaginn 2. júní. Útför hans fer fram frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu, Hátúni 2, Reykjavík, föstudaginn 15. júní klukkan 13. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á ABC barnahjálp. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Hendriksdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KLARA KRISTINSDÓTTIR frá Reyðarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold, Garðabæ, miðvikudaginn 6. júní. Útför hennar fer fram frá Vídalínskirkju föstudaginn 15. júní klukkan 15. Vignir Daníel Lúðvíksson María Ómarsdóttir Gústaf Ómarsson Jóhanna Sigríður Esjarsdóttir Lúðvík Þór Vignisson Helga Dröfn Hreinsdóttir Sesselja Ósk Vignisdóttir Vilhjálmur Vilhjálmsson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, ANNA KRISTÍN ZHÓPHONÍASDÓTTIR, er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Anna, Rafn, Árni og Guðbjörg Árnabörn Ástkær faðir okkar og afi, ERLING R. GUÐMUNDSSON sjómaður frá Sauðárkróki, lést á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 8. júní. Erla Gígja Erlingsdóttir Guðmundur Andrés Erlingsson og barnabörn Elsku amma. Þú varst engri lík og ég minnist þín sem dásamlega sérviturrar og fróðrar konu. Það er sagt að blindur sé bóklaus maður, já eða ef til vill kona. Ég man ekki eft- ir þér öðruvísi en með bók í hendi. Ef þú varst orðin þreytt á að lesa heimsbókmenntir, ævi- sögur, eða kynna þér trúarbrögð og menningu þeirra landa sem voru næst á ferðaplaninu, þá náðir þú í HELLO á bókasafn- Erla Magnúsdóttir ✝ Erla Magnús-dóttir fæddist 1. janúar 1928. Hún lést 25. maí 2018. Útför Erlu fór fram 5. júní 2018. inu og last slúðrið um kóngafólkið í Bretlandi – „bara svona til að hreinsa hugann“. Þegar þú lagðir land undir fót, var alltaf mikil tilhlökkun eftir póstkortinu góða – og eru þau orðin allmörg núna. Þú varst orðin þreytt og lúin, amma mín, og sagðir mér fyrir stuttu að nú værir þú bara að bíða eftir deginum – það væru nú ekki allir sem gætu státað af níutíu góðum árum. Nú er dag- urinn runnin upp og þú hefur fengið hvíldina. Sofðu rótt, elsku amma. Þín Erla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.