Morgunblaðið - 13.06.2018, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 13.06.2018, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018 ✝ Rita PriggeHelgason fæddist 9. ágúst 1938 í Kiel í Þýska- landi. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 29. maí 2018. Rita var dótt- ir hjónanna Sophie Dorotheu Marg- arethu Prigge, fædd Jungjohann, og Walters Gustav Prigge. Þau eignuðust þrjú börn, Susanne og Egon, bæði látin, yngst var Rita. Rita kom til Íslands 1958 í heimsókn til systur sinnar, sem hafði komið til landsins upp úr seinni heims- styrjöldinni til að sækja vinnu hér á landi. Rita giftist 10. júlí námsárum. Synir Ritu og Val- bergs eru Reynir, Haraldur og Ívar. Elstur er Reynir, kvæntur Unu Steinsdóttur og dætur þeirra eru Stefanía og Sóley. Haraldur er kvæntur Þóru Björgu Einisdóttur og börn þeirra eru Gustav Helgi og Ríta Kristín Prigge. Gustav er kvæntur Kristínu Hjartardóttur og eiga þau dæturnar Esther Júlíu, Þóru Vigdísi og Freyju Kristínu. Yngstur er Ívar, kvæntur Önnu Birgittu Geir- finnsdóttur og börn þeirra eru Finnur Guðberg og Guðbjörg Sofie. Rita var alla tíð virk í félags- málum og lét sig varð hin ýmsu mannúðarmál, bæði hjá Rauða- krossinum og Hjálpræðishern- um, ásamt því að syngja í kór. Starfaði hún einnig í kvenfélag- inu og sótti fundi hjá Alanon. Útför Ritu fer fram frá Kálfa- tjarnarkirkju í dag, 13. júní 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. 1960 Pétri Valberg Helgasyni, skipa- smíðameistara, f. 6. júlí 1939 frá Vogum á Vatnsleysu- strönd, þar sem þau bjuggu fyrstu hjú- skaparár sín. Árið 1969 fluttist fjöl- skyldan til Kiel í Þýskalandi, þar sem Valberg starf- aði við skipa- smíðar, Rita var sjálf með sveinspróf í klæðaskerasaum. Árið 1971 flutti fjölskyldan svo til Íslands aftur og settist að í Keflavík, þar sem þau bjuggu alla tíð síðan, ef frá er talið tímabil sem þau fylgdu sonum sínum til Danmerkur á þeirra Í dag kveðjum við mömmu sem kom til Íslands 1958, það átti að verða stutt heimsókn til syst- ur hennar, en örlögin voru ráðin. Hún kynntist pabba og ól þrjá syni, eignaðist sex barnabörn og þrjú langömmubörn. Það hefur þurft kjark og þor að yfirgefa heimaland sitt Þýskaland, tvítug og stíga á skipsfjöl til framandi lands. Mamma var fljót að læra ís- lensku, ég man ekki eftir að hafa talað eitt orð í þýsku fyrr en við fluttum til Þýskalands árið 1969 og bjuggum þar í tvö ár – en þá skiptum við yfir í þýsku á einum mánuði og töluðum ekki orð á ís- lensku fyrr en við fluttum aftur heim. Árin í Þýskalandi voru skemmtileg og einstaklega gam- an að kynnast frændfólki okkar þar. Þar sáum við allskonar ávexti í fyrsta sinn og kynntumst nýjum matarvenjum. Amma mín í þýskalandi lifði tvær heimsstyrjaldir og lærði því að lifa við kröpp kjör undir sprengjuregni Breta, var passa- söm og kunni að fara vel með. Hún fór oft með okkur strákana út í skóg að tína sveppi sem hún síðan matreiddi af mestu list – en við harðneituðum að bragða á góðgætinu. Þegar ég hugsa til baka, þá fæ ég vatn í munninn, sé eftir að hafa aldrei bragðað á sveppaveislunni hennar ömmu. Úr því við vildum ekki sveppina hennar þá vildi hún vita hvað væri í uppáhaldi hjá okkur – litlu Íslendingunum hennar. Svið sögðum við. Hvað er svið? spurði amman, þá komin á sjötugsald- urinn. Við sögðum henni það og hún hristi höfuðið. Áður en við viss- um vorum við komnir í heimsókn til slátrarans og hún að panta sviðahausa, reyndar ósviðna, en hún ætlaði að svíða þá sjálf á gaseldavélinni í eldhúsinu. Komdu í næstu viku, frú Prigge, sagði slátrarinn. Svo leið vikan og amma fór til slátrarans og fékk hjá honum stóran þungan innpakkaðan pakka sem hún dröslaði heim. Þegar svo amma rífur umbúðapappírinn, kemur í ljós að slátrarinn hafði eitthvað misskilið hana – því í stað rollu- hausa horfðum við í glyrnurnar á nautshaus. Mikið var hlegið að þessu – en sá hlær best sem síð- ast hlær, því amma lét okkur borða hausinn án þess að láta okkur vita fyrr en hann hafði verið étinn upp til agna. Mamma ólst upp í stríðshrjáðu Þýskalandi og það þurfti alltaf að vera fullt hús matar. Hún stríðól okkur – vakti til skóla með smurðu brauði og heitu súkku- laði – sem gerði það að verkum að við vorum hálf sofandi fyrstu tíma dagsins. Litla húsið okkar að Klapparstígnum var alltaf op- ið og þar máttu allir koma inn að „leika“ og ekki óalgengt að allt hverfið kom á drekkutímum í ný- bakaða jólaköku. Ekki setti hún út á það þótt byggður væri risastór dúfnakofi á lóðinni, eða þegar við rifum skellinöðruvélar í sundur á her- bergisgólfinu. Þegar stelpurnar okkar hófu grunnskólanám, neituðu þær að vera í frístund eftir skóla. Mamma kom þá heim og var þeim innan handar og sá að sjálf- sögðu um drekkutímann, kenndi þeim að prjóna og ýmislegt fönd- ur sem mamma var einstaklega handlagin við, líkt og tengda- mamma, en báðar voru þær skírnarvottar tvíburadætra okk- ar. Hvíl í friði, elsku mamma. þinn sonur, Reynir. Þegar ég hugsa til baka þá er margt sem kemur upp í hugann. Mamma hafði mikið umburð- arlyndi gagnvart okkur bræðr- unum en ýmislegt var brallað á okkar uppvaxtarárum. Mér er minnisstætt atvik frá því við átt- um heima á Klapparstígnum í Keflavík. Það voru einu sinni gestir hjá mömmu og þau sátu inni í eldhúsi en voru að undra sig á mótorolíulyktinni inn í hús- inu. Mamma sagði að strákarnir væru að rífa í sundur mótorhjóla- mótorinn í herberginu sínu en það væri allt í lagi því að þeir væru þá ekkert að gera af sér á meðan. Sumarið 2014 fórum við öll stórfjölskyldan, mamma, pabbi, við bræðurnir og fjölskyldur okkar á æskuslóðir mömmu til Kiel í Þýskalandi. Við leigðum okkur stórt hús í eina viku og átt- um góðan tíma þar sem rifjuð voru upp æskuárin hennar mömmu, hvar hún bjó sem barn og hvar við fjölskyldan bjuggum þegar við áttum heima í Þýska- landi. Við buðum þýskum ætt- ingjum í grillveislu og náðum að styrkja böndin á milli okkar. Þessi ferð var okkur sem fjöl- skyldu gríðarlega mikilvæg og þarna náði mamma og koma arf- leifð sinni áfram. Í kjölfarið hef- ur frændfólk okkar komið í heim- sókn til Íslands auk þess sem við erum í reglulegum samskiptum í gegnum samskiptamiðla. Mér er minnisstætt að þegar við vorum að skoða æskuslóðir mömmu og stóðum við hliðina á neðanjarðarbyrginu sem hún hafði nokkrum sinnum farið í sem lítið barn og setið í myrkri, raka og hávaða og ríghaldið fast í höndina á mömmu sinni hrædd og óttaslegin. Þetta var svaka- lega mikil lífsreynsla fyrir hana að alast upp á stríðsárunum. Henni leið virkilega illa þar sem við stóðum fyrir framan dyrnar að neðanjarðarbyrginu sumarið 2014 og maður sá það á látbragði henni hvað þetta höfðu verið erf- iðir og átakanlegir tímar. Upp- vaxtarárin í Þýskalandi mörkuð hana sem persónu en hún fædd- ist við upphaf seinni heimstyrj- aldarinnar. Hún var ótrúlega dugleg, út- sjónarsöm, hagsýn húsmóðir sem hugsaði vel um okkur bræð- urna bæði í fæði og klæði. Við fjölskyldan höfum blásið í hænuegg með ömmu Ritu, málað þau og notað sem skraut á pásk- unum. Börnin hafa mjög gaman af þessari hefð. Auk þess kom sú hefð að fela páskaeggin frá henni og er það hápunktur páskanna að leita að páskaeggjum, helst úti ef veður leyfir. Síðast en ekki síst er það Stol- len, þýska jólabrauð sem mamma hefur bakað frá því við munum eftir okkur. Hún kenndi Önnu að baka þetta fyrir mörg- um árum og hefur það verið bak- að árlega síðast liðin ár og fyrir síðustu jól var hún með Önnu og börnunum að baka Stollen og höfðu allir gaman af. Þetta er hefð sem við munum flytja áfram en Finnur er þegar búinn að læra að baka Stollen. Síðustu ár fórum við oft með börnin til mömmu og áttum við góðan kaffitíma með henni. Við komum við í bakaríinu og náðum í brauð og bakkelsi og áttum góða stund með ömmu Ritu. Oft- ast endaði heimsóknin með því að ég lagðist í sófann og sofnaði á meðan amma Rita spilaði og spjallaði við börnin. Þetta eru ótrúlega dýrmætar stundir fyrir okkur öll og börnin voru vel tengd ömmu sinni. Guð geymi þig, elsku mamma. Þinn sonur, Ívar. Mamma mín, Rita Prigge, var fædd í Kiel í Þýskalandi 9. ágúst 1938. Hún átti tvö eldri systkini, Susanne sem kom til Íslands fljótlega eftir stríð og Egon sem bjó í þýskalandi. Þau eru bæði látin. Afi minn Gustav Prigge lést í lok striðsins. Úps! ég ætlaði að fara að hringja í mömmu og spyrja hana hvaða ár afi dó. Mamma lést á Heilbrigðisstofn- un Suðurnesja 29. maí sl. eftir erfið en sem betur fer stutt veik- indi. Mamma kom til Íslands 1958 til að heimsækja Sanný systur sína og fór að vinna í frystihúsinu í Vogum á Vatns- leysuströnd. Þar kynnist hún pabba mínum, Valbergi Helga- syni. Fljótlega náðu hugar þeirra saman og þau stofnuðu fjöl- skyldu að Hafnargötu 22 í Vog- um. Börn þeirra urðu þrjú, hvert á fætur öðru, Reynir elstur, f. 1960, svo ég, Haraldur, í miðju, f. 1962, og svo Ívar yngstur f. 1963. Hún var alin upp af ömmu Sop- hie í þýskalandi sem var ekkja með þrjú börn. Amma var harð- dugleg, ákveðin og ljúf kona sem mótaði mömmu vel. Með hennar bakgrunn leit mamma á heimilið sem sitt verkefni og pabbi átti að skaffa. Hún hélt vel utan um okkur bræðurna sem var þó nokkur vinna, þó örugglega mest að passa villinginn í miðjunni. Mamma var alltaf til staðar fyrir okkur. Hún saumaði á okkur flest öll föt, prjónaði vettlinga, peysur og húfur. Við þurftum aldrei að skræla kartöflur, smyrja brauð eða vaska upp. Hún var viss um að við myndum brjóta matarsellið hennar ef við tækjum upp á því að vaska upp. Hún leit alltaf á það sem sitt hlutverk að passa og hugsa um strákana sína. Mamma ólst upp við mikla fátækt og sult. Þegar ég segi sult þá erum við stödd í Þýskalandi í stríði og eftir stríð. Það var ekki til matarbiti svo dögum skipti. Með þetta í veg- arnesti sá hún alltaf til þess að heima var alltaf nóg til af mat. Frystikistan hennar var alltaf full og er enn. Hún sór þess heit að hún og hennar fólk skyldi ekki svelta. Mamma var harðákveðin við okkur og það veitti sko ekki af. Þegar ég var polli og ætlaði að hlaupa út að spila fótbolta, bað hún mig að fara út í búð að kaupa einn pott af mjólk. Ég sagði henni að ég ætlaði út í fótbolta og skyldi gera það á eftir. „Á eftir?, nei, þú ferð núna og leikur þér á eftir“ sagði hún. Það tók minni tíma að stökkva út í búð en að hlusta á ræðuna ef maður nennti ekki. Mamma frestaði því ekki til morguns sem hægt var að gera í dag. Ef maður bað mömmu um greiða var alltaf svarið fyrst já og svo hvað. Á seinni árum þegar hún þurfti ekki að passa uppá okkur strákana, voru það barna- börnin sem eru sex og barna- barnabörnin sem eru þrjú. Gust- av Helgi Haraldsson var elstur og í fjórtán ár eina barnabarið. Hún leit alltaf á hann sem fjórða strákinn sinn. Hún eignaðist nöfnu 1997, Rítu Kristínu Har- aldsdóttur Prigge. Hún var fé- lagi í kvenfélagi, Rauða krossin- um, Hjálpræðishernum og kórastarfi. Ég er afskaplega stoltur af uppruna mínum. Þess- ari þýsku nákvæmni, eljusemi og að fresta því ekki til morguns sem hægt er að gera í dag. Takk, elsku mamma, fyrir mig og mína. Guð geymir þig á góð- um stað. Þinn miðju sonur, Haraldur. Elsku Rita tengdamamma mín er fallin frá, allt of snemma, eftir veikindi síðastliðinna mán- aða. Rita tók vel á móti mér þegar ég kom inn í fjölskylduna og hef- ur alla tíð reynst mér vel. Hún var góð kona, hæfileikarík hand- verkskona, góðhjörtuð og þrjósk en mikil fjölskyldukona og var stolt af sínu fólki. Það var gott að leita til hennar varðandi hvers kyns hannyrðir því hún hefur prófað ýmislegt og slík vinna lá vel fyrir henni. Einnig kenndi hún mér að gera Stollen sem er þýskt jólabrauð og er það mik- ilvæg jólahefð hjá okkur að baka og borða Stollen á aðventunni. Hún hafði mjög gaman af barna- börnunum og ég er ofboðslega þakklát fyrir gott samband henn- ar við börnin okkar Ívars, Finn Guðberg og Guðbjörgu Sofie. Mikið var um stríðni og skot á milli hennar og Finns og hefur verið mjög gaman að fylgjast með þeim en þau elskuðu að stríða hvort öðru. Rita á þrjá stráka sem allir eru sköllóttir og hefur hún oft í gríni skammast yfir því að strákarnir hennar skuli ekki hafa hár. Hún laumaði oft inn í herbergi til Ívars upp- lýsingum um krem og ýmsar leiðir til að halda hárinu eða fá nýtt hár en hann hafði engan áhuga á því. Finnur sonur okkar fór að safna hári fyrir þremur ár- um síðan og var komin með mjög sítt hár en hann greiddi það yf- irleitt í snúð. Amma hans var nú ekki hrifinn af því að hann væri með svona sítt hár, eins og stelpa, og var alltaf að spyrja hann hvort hann ætlaði ekki að klippa sig. Hann var ekkert á leiðinni að gera það en hún sagði við hann að hann yrði að gera það áður en hann myndi ferma sig því annars myndi hún ekki koma í ferminguna. Hann hélt nú ekki, hann ætlaði ekki að klippa sig. Hún sá eftir því sem mán- uðirnir liðu að þetta væri ekki að ganga hjá henni en hélt áfram að skjóta á hann og sagði, „ok ég skal koma í ferminguna en ég verð á aftasta bekk“. Auðvitað var þetta allt í skemmtilegu gríni en mér fannst sniðugt hvað hún var ósátt við hárleysi drengjanna sinna og of mikið hár hjá barna- barninu. Finnur fermdist 12. maí síðastliðinn og erum við fjöl- skyldan afskaplega þakklát fyrir að Rita skyldi ná að eyða deg- inum með okkur. Finnur fór í greiðslu til Elínar systur um há- degi á fermingardaginn og kom okkur öllum að óvörum með stutt hár heim. Hann ákvað að gleðja ömmu sína með því að klippa hárið stutt fyrir ferminguna. Takk, Rita mín, fyrir allt, Þín tengdadóttir, Anna Birgitta. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér, ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu, í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Nú kveð ég þig, elsku tengda- mamma, með söknuði og þakk- læti fyrir samfylgdina. Þín tengdadóttir Þóra Björg (Didda). Rita tengdamamma er látin, kvaddi, þegar angan gróðurs, moldar og litir blóma voru komn- ir í skrúða. Blóm og fallegir garð- ar voru alltaf í uppáhaldi hjá Ritu og ætli henni tengdamömmu hafi nú ekki fundist litirnir gráir og gróðurinn lítill þegar hún kom fyrst til Íslands 1958 til að heim- sækja systur sína sem hafði þá komið í hópi annarra kvenna frá Þýskalandi í kringum 1950. Þetta var á þeim tíma þegar skortur var á vinnuafli í sveitum landsins, margir farnir að sækja vinnu í Reykjavík og nágrenni á miklum uppbyggingartíma í sögu Ís- lands. Þá var dugnaður og áræðni þessara kvenna okkur mikilvægur. Það er margs að minnast þessi 30 ár sem við Rita höfum þekkst. Sérstaklega ber að nefna heim- sókn okkar fjölskyldunnar til heimahaga Ritu, Kiel, sumarið 2014. Tekið var á leigu stórt hús í fallegum sveitabæ og myndar- legt ættarmót haldið fyrir henn- ar fjölskyldu og niðja í Þýska- landi. Þetta var yndisleg stund sem við geymum nú í minning- unni. Ekki fyrir mörgum árum fékk Rita sinn íslenska ríkisborgara- Rita Prigge Helgason Mágkonu minni kynntist ég fyrst átta ára gömul þeg- ar hún var ráðskona hjá okkur pabba vetrarlangt norður í Vatnsdal í veikindaforföllum móður minnar. Hún hafði með sér tvær litlar dætur sínar og Böðvars bróður míns, tápmiklar stelpur sem ég heillaðist strax af og þótti gaman að leika við og hnoðast með. En svo fluttu þau fljótlega til Reykjavíkur og stofnuðu heimili í kjallaranum á Ásvallagötu 16. Það varð því vík milli vina og í rauninni hittumst við Anna ekki oft fyrr en ég fluttist sjálf suður upp úr tvítugu og settist að í næsta nágrenni við þau hjónin sem áttu þá orðið fjögur börn. Þá endurnýjuðust kynnin við fjöl- skylduna, litlu frænkurnar voru orðnar unglingar og tóku að sér að passa elsta son minn þegar á þurfti að halda. Anna var einstaklega glaðvær að eðlisfari og jákvæð mann- eskja. Hún var af fátæku fólki komin og var alin upp hjá vanda- Anna Guðmundsdóttir ✝ Anna fæddist6. febrúar 1930. Hún lést 24. maí 2018. Anna var jarð- sungin 11. júní 2018. lausum, Þórunni Björnsdóttur og Birni Þorsteinssyni í Miðhópi í Vestur- Húnavatnssýslu. Taldi hún sig hafa verið einstaklega lánsama að eignast tvær fjölskyldur í stað einnar og hélt mikilli tryggð við Miðhópsheimilið alla tíð. Hún var um- talsgóð og æðrulaus og lét hlut- skipti sitt aldrei smækka sig. Mikill harmur var þó kveðinn að fjölskyldunni þegar sonurinn Guðmundur dó 10 ára gamall en hann hafði átt við veikindi að stríða. Níu árum síðar dó Böðvar, aðeins 52 ára. Þrátt fyrir áföll hélt Anna sínu striki, vann lengst af á hjúkrunarheimilinu Grund þar sem hún var vel látin enda umhyggjusöm og ósérhlífin. Henni þótti vænt um vinnustað- inn sinn og hélt sambandi við hann eftir að hún hætti störfum og vildi fara þangað þegar hún þyrfti að flytja úr íbúðinni sinni á Hofsvallagötu. En vænst þótti henni um dætur sínar og alla af- komendurna. Sýndi hún þeim fá- dæma alúð og umhyggjusemi og geislaði af gleði þegar hún sagði frá því hvað hvert og eitt þeirra væri að fást við. Anna fór allra sinna ferða gangandi eða með strætó. Sýndi hún athyglisverða útsjónarsemi í innkaupaferðum þegar hún handleggsbrotnaði fyrir nokkr- um árum. Hún fór þá ekki í næsta stórmarkað í Vesturbænum held- ur tók strætó alla leið upp í Kringlu og verslaði þar, fannst ekki skipta máli þó að hún sæti nokkrum mínútum lengur í vagn- inum ef hún þyrfti ekki að bera innkaupapokana langa leið fót- gangandi. Þannig var Anna, hún var ekki að sýta smámunina held- ur gerði gott úr öllu. Þegar ljóst var að þyrfti að taka af henni annan fótinn á 88 ára afmælis- degi hennar í febrúar sagði hún að það væri allt í lagi, hún fengi sér bara gervifót. Afkomendurn- ir stóðu eins og klettaborg í kringum hana síðustu mánuðina þegar hvert áfallið rak annað. Sjálf var hún full af lífsvilja og langaði innilega til að fylgjast með þeim lengur og prjóna vett- linga á allar þær litlu framréttu hendur sem teygðu sig í áttina til langömmu. Gengin er góð kona. Dætrun- um Þórunni, Kristínu og Ásu og fjölskyldum þeirra sendum við Bjarni innilegar samúðarkveðj- ur. Kristín Indriðadóttir. Elsku Anna, takk fyrir vinátt- una og ræktarsemina. Og allar þínar heimsóknir til okkar á hverju sumri – vottum dætrum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Systkinin frá Sólbakka, Elín Ása Ólafsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.