Morgunblaðið - 13.06.2018, Síða 29

Morgunblaðið - 13.06.2018, Síða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018 Veit á vandaða lausn Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is Snúningslök geta aukið gæði svefns þegar fólk á erfitt með að snúa sér. Quick On snúningslökin fást í flestum dýnustærðum og auðvelt er að setja þau á dýnuna. Kíktu á úrvalið í verslun okkar í Síðumúla 16 og í vefverslun fastus.is VAKNAR ÞÚ UPP VIÐ AÐ SNÚA ÞÉR Í RÚMINU? Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Athygli þín beinist svo sannarlega að heimili, fjölskyldu og fasteignum á næstu vikum. Gefðu þér tíma til að skoða þær breytingar sem eru að verða í lífi þínu. 20. apríl - 20. maí  Naut Því meira sem einhver sækist eftir viðurkenningu þinni, því minna ertu til í að veita hana. Frá og með deginum í dag ætti vissum umbrotatímum að vera lokið. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú þarft að hafa heildarsýn yfir fyrirliggjandi verkefni og mátt ekki láta smá- atriðin byrgja þér sýn. Láttu ekkert dreifa huganum frá því. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Maður á að rétta öðrum hjálparhönd af því að mann langar til þess en ekki til þess að hljóta einhver laun fyrir. Það er um að gera að njóta líðandi stundar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Fylgdu engum að málum fyrr en þú ert viss um að þínum hag sé borgið. Ekki er víst að allir skilji það, en það skiptir engu máli. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það dregur þig niður að umgangast rangt fólk, en það rétta hjálpar þér að fljúga. Ef þú vilt að aðrir sýni þér sanngirni verður þú að vera þeim fyrirmynd. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú þarft ekki að halda að fólk beini sjónum sínum að þér, ef þú nennir ekki að hafa fyrir því að vekja athygli þess. Reyndu frekar að vinna svo að þeir geti ekki annað en viðurkennt þig. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er kominn tími til að bregða á leik og þú ert til í slaginn. Sýndu háttprýði í allri framgöngu því þá mun þér farnast vel. Aðrir munu njóta samvista við þig. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það getur reynst nauðsynlegt að koma að málum úr ólíkum áttum og er raunar lykillinn að því að skilja þau og brjóta til mergjar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Einhver átök gjósa upp á vinnu- stað þínum, en þú skalt halda þig utan við þau af fremsta megni. Vertu sveigjanlegur og gamansamur. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft að gæta þess að týna þér ekki í smáatriðunum í dag. Þú þarft að skapa þér betri yfirsýn yfir verkefni þín. Ekki láta kúga þig til þess sem þú vilt ekki. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú þarft að hafa mikið fyrir hlut- unum sem er allt í lagi ef þú bara gætir þess að skila vel unnu verki. Þú hefur þörf fyrir að bregða út af vananum í dag. Helga R. Einarssyni datt þettasvona í hug (út af heimsmeist- arakeppninni): Víkingaliðsheildin vaska virðist á smámunum flaska. Er lagði’ af stað út allt fór í hnút. Olli því tannlæknataska. Hér er „Borgarblús“ eftir Helga og hann spyr: „hvað er í veginum?“: Þó að kempur þræti (er þykjast sýna kæti) allt snýst hér um á endanum eitt áhugavert sæti. Á laugardag skrifar Davíð Hjálmar Haraldsson í Leirinn að þessi hafi orðið til á morgungöng- unni um Krossanesborgir: Nú er bjart um bæ og tún. Blómi hlær í sverði. Ropandi með rauða brún er rjúpukarri á verði. Ólafur Stefánsson fer ekki í met- ing en svarar þó: Þó að rekjan ráði för, um Reykja tún og grundir, á samt fólk og fuglapör, feiknagóðar stundir. Og bætir síðan við „ps. það er líka rjúpukarri á verði í vegkant- inum hjá mér“. Ólafur á nýja færslu á Leir: „Haldið að væri munur að vera kominn norður á Fíuslóðir og láta sólina verma sig ? Það mætti líka fara að rifja upp kveðskapinn hans DHH , Pílagrímsförina að Sandi, sem ort var einhvern tíma á góðu árunum þegar alltaf var gott veður, – líka fyrir sunnan. Nú er súld fyrir sunnan, það seytlar og brátt fyllist tunnan. Fyrir norðan er þurrt, ég þangað vil burt. Það vill ’ann Jón líka’ og Gunnan.“ Guðmundur Halldórsson yrkir á Boðnarmiði: Ef óvinur að ykkur þrengir og ótal spjöld dómarinn hengir á ykkur snáða eitt er til ráða Upp með sokkana, drengir Það er gamla sagan, – Pétur Stefánsson yrkir: Á auraleysi er ekkert hlé, eykst við skuldastafla. Sælt finnst mér að sóa fé, sýnu verra að afla. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af tannlæknatösku, rjúpukarra og súld „JÁ, VIÐ EIGUM Í HAGSMUNAÁREKSTRI. ER ÞAÐ EKKI BETRA EN VENJULEGUR ÁREKSTUR?“ „GETURÐU SKIPT TÍKALLI SVO AÐ ÉG GETI GEFIÐ ÞESSUM GAUR ÞJÓRFÉÐ SITT?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að borga saman en ekki í sitthvoru. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÁI! SJÁÐU! ÞÚ ERT LÍKA AÐ FARA ÚR HÁRUM! HEPPNI EDDI, EKKI HREYFA LEGG NÉ LIÐ! EKKI FÆRA ÞIG FYRR EN ÉG SEGI TIL FLÝTTU ÞÉR! ÞETTA ER SVO VANDRÆÐALEG STAÐA! Þegar matar er notið beinist at-hyglin yfirleitt að bragðinu. Hvernig smakkast hann? Bráðnar hann í munni? Er hann veisla fyrir bragðlaukana? Hljóð er sjaldnast tengt við mat, en skiptir þó máli. Vísindamenn í Oxford hafa komist að því að ánægja með kartöflu- flögur veltur meðal annars á því hversu stökkar þær eru. Því stökk- ari, því betri þykja þær. Getur þetta munað 15% samkvæmt mæl- ingum vísindamannanna. Segja þeir að skýringin á þessu gæti verið sú að mannsheilinn tengi hljóðið þegar stökkar kartöflurnar molna í munni við ferskleika. x x x Utanaðkomandi hávaði mun einn-ig hafa áhrif á hvort við njót- um matar. Mikill hávaði í bak- grunni dregur úr getunni til að greina sætleika og seltu. Mælist hávaðinn, sem dynur á farþegum frá þotuhreyflunum, til dæmis á bilinu 75 til 80 desibel. Flugvéla- matur bragðast því sjaldnast vel. Það var sem sagt misskilningur hjá Víkverja að flugfélög kynnu ekki að ráða kokka, annáluðustu matar- gerðarmeistarar ættu ekki mögu- leika í samkeppninni við dyninn frá þotuhreyflunum. x x x Ásýnd matar hefur einnig áhrif áneytandann. Gerð var könnun þar sem matnum var raðað með mismunandi hætti á diskinn og tóku 12 þúsund manns þátt í henni. Niðurstaðan var sú að þátttak- endum fannst maturinn mun girni- legri ef honum var raðað þannig á diskinn að hann vísaði upp eða í það minnsta til hliðar heldur en ef hann vísaði í átt að þeim. x x x Vísindamenn hafa einnig velt fyr-ir sér hvað smekkur segi um persónuleika. Austurríski sálfræð- ingurinn Christina Sagioglou gerði könnun þar sem hún komst að því að tölfræðileg fylgni væri með hneigð til kvalalosta og smekk fyrir beiskri matvöru. Víkverja er nokk- uð brugðið, en huggar sig við að hann er öllu sólgnari í sætindi. vikverji@mbl.is Víkverji Drottinn er góður, miskunn hans var- ir að eilífu og trúfesti hans frá kyni til kyns. (Sálm: 100.5)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.