Morgunblaðið - 13.06.2018, Page 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
„Ég mun bjóða gestum að kynnast
listrænum bakgrunni mínum og því
hvernig samtímalistamaður getur
orðið fyrir áhrifum úr ólíkum áttum
og nýtt sér það,“ segir litháísk-
bandaríska tónskáldið, hljóðfæra-
leikarinn og listamaðurinn Abraham
Brody um tónleika sína, Crossings, í
Klúbbi Listahátíðar í Hafnarhúsinu í
kvöld, miðvikudag, kl. 20.
„Ég ólst upp í Bandaríkjunum en
ræturnar eru líka í Litháen, þar sem
ég hef búið um skeið og líka í Austur-
ríki, London – auk þess sem ég hef
dvalið langdvölum hér á landi. Áhrif-
in á listsköpun mína koma því víða
að,“ segir hann.
Brody nam klassíska tónlist við
virta tónlistarskóla beggja vegna
Atlantshafs en segist líka hafa orðið
fyrir mikil áhrifum af þjóðlagatónlist
og raftónlist. „Allt mætist það ein-
hvern veginn í tónsmíðum mínum og
í verkunum sem ég mun spila hér.
Rótina í sumum þeirra má finna í
fornum litháískum þjóðlögum sem
ég legg við rafhljóðfæri, röddun og
ýmis hljóðfæri. Önnur eru sam-
tímalegri, þau eru nýrri og í raun
nokkuð sjálfsævisöguleg. Þau fjalla
um sambönd fólks af minni kynslóð,
virkni samfélagsins og goðsagnir
hversdagslífsins.“
Brody segist oftast nær koma einn
fram á tónleikum og nota þá mikið af
rafrænum lausnum í bland við spila-
mennskuna á sviðinu. Hann komi þó
í auknum mæli fram með öðru lista-
fólki. „Góður samstarfsmaður og
vinur, Ásta María Kjartansdóttir,
mun leika á selló með mér í sumum
lögunum á tónleikunum hér. Ég hef
undanfarið unnið talsvert með ís-
lenskum listamönnum, til að mynda
höfum við Ásta María verið með tríó
með Önnu Fríðu Jónsdóttur mynd-
listarkonu og við höfum skapað per-
formans-innsetningar, til að mynda
tvisvar í New York og á LungA-
hátíðinni á Seyðisfirði.“
Féll fyrir íslenskri vetrarbirtu
Þegar Brody er spurður að því
hvernig það hafi komið til að hann
fór að heimsækja Ísland og dvelja
hér rekur hann það aftur til þeirra
daga er hann var við nám í Vínar-
borg og kynntist þar Önnu Fríðu og
Ástu Maríu. „Þá fór ég að koma
hingað í heimsókn og eins og aðrir
féll ég gjörsamlega fyrir náttúrunni.
Ég kom fyrst að vetrarlagi og fór
nánast að gráta yfir fegurðinni;
vetrarsólin skapar hér einstaka
birtu. Þá sá ég að ég yrði einhvern
tímann að búa hér. Og svo hafði ég
vitaskuld verið meðvitaður um ís-
lenska tónlist árum saman og hún
hefur haft mikil áhrif á mig.“
Abraham Brody hefur verið mikil-
virkur á undanförnum árum við tón-
leikahald og gjörninga sem eru
tengdir tónlistarsköpun. Hann var
nýverið í tónleikaferð um England
og Skotland og kom fram á tónlistar-
hátíð í Hollandi. Undanfarið ár hefur
hann verið staðarlistamaður við nýtt
og áhugavert leikhús í New York,
National Sawdust, og áður var hann
staðarlistamaður við Barbican-
safnið í London.
Gjörningar með Abramovic
Þá hefur Brody unnið með hinni
heimskunnu gjörningalistakonu
Marinu Abramovic. „Ég hafði hrifist
af því hvernig henni tekst alltaf að
hafa áhrif á áhorfendur með beinum
og afgerandi hætti. Með tónlistar-
bakgrunn minn hafði mér þá lengi
fundist ófullnægjandi að sitja bara á
sviði og leika á hljóðfæri, langt frá
áheyrendum, og langaði að breyta
þessu sambandi. Þegar ég var í námi
við Guildhall-skólann í London skrif-
aði ég lokaritgerð um hvernig mætti
fella gjörningalist að klassískri tón-
list og svo gerði ég verk sem ég kall-
aði „The Violinist Is Present“ og
byggði á frægu verki Marinu, „The
Artist Is Present“. Þar sat ég allan
daginn í galleríi og spann út frá því
sem ég sá birtast í augum fólks sem
sat andspænis mér. Marina sá verkið
og kunni að meta það, við vorum
áfram í sambandi og svo bauð hún
mér að vera með performans, sem
hún stýrði, í Bayeler-safninu í Basel.
Hún hefur verið mér mikil fyrir-
mynd um það hvað gjörningur og op-
inber flutningur getur verið; ekki
bara sem skemmtun hefur upplifun
sem umlykur gestinn.“
Fjölbreytileg verkefni
Í framhaldinu hefur Brody skapað
ýmis verk sem eru gerð fyrir sýn-
ingarsali frekar en hefðbundið svið
tónlistarmanna og taka oft nokkra
daga í flutningi. „Nú hef ég færst frá
því en reyni þó að halda ákveðnum
þáttum í stuttum gjörningum og tón-
leikum sem ég set saman,“ segir
hann. Og nefnir sem dæmi tónleika-
ferð sem hann fór í í apríl síðast-
liðnum milli þekktra menningar-
stofnana í Bandaríkjunum með
fjórum konum sem fluttu gamla al-
þýðusöngva frá Litháen. „Við köll-
uðum verkið Ancestors og söngurinn
fléttaðist saman við raftónsmíðar
mínar og margmiðlunar-
framsetningu,“ segir hann.
En hvað er næst á döfinni? „Það
eru tvö stór verkefni. Annað verður í
New York í haust, flutningur hljóm-
sveitar á tónlist eftir mig, og svo kem
ég fram á djasshátíðinni í London
með áhugaverðum strengjakvintett,
Wooden Elephant. Ég hef áhuga á
svo mörgu,“ segir Brody og brosir.
Morgunblaðið/Einar Falur
Fjölhæfur Á tónleikunum í kvöld býður Brody gestum að kynnast persónu-
legri tónlist þar sem litháísk stef fléttast við margslunginn hljóðheim.
Nýtir áhrif úr
ýmsum áttum
Abraham Brody í Klúbbi Listahátíðar
Undir trénu 12
Agnes grípur Atla við að
horfa á gamalt kynlífs-
myndband og hendir honum
út. Atli flytur þá inn á for-
eldra sína, sem eiga í deilu
við fólkið í næsta húsi.
IMDb 7,1/10
Bíó Paradís 22.00
Andið eðlilega Morgunblaðið bbbbm
IMDb 7,4/10
Bíó Paradís 20.00
Mýrin 12
Metacritic 75/100
IMDb 7,0/10
Bíó Paradís 18.00
Síðasta
áminningin Mynd þar sem sjálfsmynd
og hugarfar Íslendinga er
skoðað út frá sögu íslenska
karlalandsliðsins í fótbolta
og rætt er við þrjá leikmenn
liðsins og aðra þjóðþekkta
einstaklinga.
Bíó Paradís 18.00
Jumanji: Welcome
to the Jungle 12
Metacritic 58/100
IMDb 7,0/10
Bíó Paradís 20.00
In the Fade 12
Metacritic 64/100
IMDb 7,2/10
Bíó Paradís 22.15
Call Me By Your
Name 12
Metacritic 93/100
IMDb 8,0/10
Bíó Paradís 17.30
Jurassic World:
Fallen Kingdom 12
Þegar eldfjallið á eyjunni
vaknar til lífsins þurfa Owen
og Claire að bjarga risaeðl-
unum frá útrýmingu.
Metacritic 52/100
IMDb 6,8/10
Laugarásbíó 17.00, 19.50,
22.25
Sambíóin Álfabakka 16.45,
19.30, 22.15
Sambíóin Egilshöll 17.00,
20.00, 22.40
Sambíóin Keflavík 19.30,
22.15
Smárabíó 16.20, 16.50,
19.40, 22.30
Háskólabíó 17.50, 20.50
Borgarbíó Akureyri 19.30,
22.00
Adrift 12
Myndin fjallar um unga konu
sem þarf að takast á við
mikið mótlæti frá Kyrra-
hafinu eftir að skúta, sem
hún og unnusti hennar
höfðu tekið að sér að sigla
gjöreyðilagðist.
Metacritic 56/100
IMDb 6,7/10
Laugarásbíó 17.50, 20.00,
22.10
Smárabíó 17.40, 19.10,
20.00, 21.30, 22.20
Háskólabíó 18.10, 21.00
Borgarbíó Akureyri 17.30,
19.30, 21.30
Terminal 16
Metacritic 26/100
IMDb 5,2/10
Sambíóin Egilshöll 20.00
Sambíóin Kringlunni 17.50,
20.00, 22.10
Sambíóin Akureyri 21.30
Vargur 16
Bræðurnir Erik og Atli eiga
við fjárhagsvanda að stríða.
Þeir grípa til þess ráðs að
smygla dópi. Erik skipulegg-
ur verkefnið og allt virðist
ætla að ganga upp, en
óvænt atvik setur strik í
reikninginn.
Morgunblaðið bbbmn
IMDb 7,3/10
Smárabíó 22.30
Bíó Paradís 22.00
Avengers:
Infinity War 12
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 68/100
IMDb 8,8/10
Sambíóin Álfabakka 17.30,
20.40
Sambíóin Egilshöll 17.00,
22.20
I Feel Pretty 12
Metacritic 47/100
IMDb 4,7/10
Sambíóin Álfabakka 17.40,
20.00
Sambíóin Egilshöll 17.30,
20.00
Bókmennta- og
kartöflubökufélagið
Rithöfundur myndar óvænt
tengsl við íbúa á eynni
Guernsey, skömmu eftir
seinni heimsstyrjöldina, þeg-
ar hún skrifar bók um
reynslu þeirra í stríðinu.
Háskólabíó 18.10
Rampage 12
Metacritic 45/100
IMDb 6,4/10
Sambíóin Álfabakka 22.20
Draumur Myndin skoðar ósagða sögu
Mjallhvítar, Öskubusku og
Þyrnirósar, sem komast að
því að þær eru allar trúlof-
aðar sama draumaprins-
inum.
Smárabíó 15.10, 17.20
Pétur Kanína Smárabíó 15.00
Lói – þú flýgur aldrei
einn Morgunblaðið bbbbn
Smárabíó 15.30
Víti í Vestmanna-
eyjum Myndin fjallar um strákana í
fótboltaliðinu Fálkum sem
fara á knattspyrnumót í
Vestmannaeyjum.
Morgunblaðið bbbbn
Sambíóin Álfabakka 17.40
Sambíóin Akureyri 17.10
Midnight Sun
Myndin fjallar um 17 ára
gamla stelpu, Katie. Hún er
með sjaldgæfan sjúkdóm
sem gerir hana ofur-
viðkvæma fyrir sólarljósi.
Sambíóin Álfabakka 20.00,
22.15
Sambíóin Kringlunni 17.30,
19.40, 21.50
Sambíóin Akureyri 19.30
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 62/100
IMDb 7,2/10
Sambíóin Álfabakka 16.50, 19.40, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.00, 20.00, 22.10
Sambíóin Kringlunni 16.40, 19.30, 22.20
Sambíóin Akureyri 16.40, 19.30, 22.20
Solo: A Star Wars Story 12
Kona fer í stríð
Kona á fimmtugsaldri ákveður að bjarga heiminum og lýsir
yfir stríði gegn allri stóriðju í landinu. Hún gerist skemmdar-
verkamaður og er tilbúin að fórna öllu fyrir móður jörð og há-
lendi Íslands þar til munaðarlaus stúlka frá Úkraínu stígur inn
í líf hennar.
Morgunblaðið
bbbbb
Laugarásbíó 17.40,
20.00
Smárabíó 17.40, 19.50
Háskólabíó 18.00, 21.00
Bíó Paradís 18.00, 20.00
Deadpool 2 16
Eftir að hafa naumlega
komist lífs af í kjölfar
nautgripaárásar á afmynd-
aður kokkur ekki sjö dagana
sæla.
Morgunblaðið bbbnn
Metacritic 66/100
IMDb 8,1/10
Laugarásbíó 22.10
Smárabíó 19.50, 22.10
Háskólabíó 20.40
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna
Kvikmyndir
bíóhúsanna
mbl.is/bio