Morgunblaðið - 13.06.2018, Síða 33

Morgunblaðið - 13.06.2018, Síða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2018 ICQC 2018-20 AF DANSI Nína Hjálmarsdóttir ninahjalmars@gmail.com Listahátíð í Reykjavík stendurnú yfir. Áberandi á hátíðinniað þessu sinni eru verk sem hafa tengsl við samfélagið og bjóða áhorfendum upp á persónulega upp- lifun. The Great Gathering eftir Ás- rúnu Magnúsdóttur og Alexander Roberts, var sýnt í annað sinn á Eið- istorgi síðastliðinn föstudag. Flytj- endur voru dansarar Íslenska dans- flokksins ásamt hópi barna og unglinga. Eiðistorg er gleymdur gimsteinn í borgarinni, og sú nostalgía unglingsáranna að hanga í verslunarkjörnum svífur þar yfir. Gjörningurinn var einskonar „flash- mob“ eða leifturlýður. Þau dönsuðu um allt rýmið, komu saman og sundruðust, fóru í feluleik, blönd- uðust inn í umhverfið. Húmorinn og gleðin voru allsráðandi. Tónlistar- maðurinn Hermigervill spilaði sínar ábreiður af klassískum dægurlögum sem passaði vel við rýmið og bjó til ævintýralega stemmingu. Flytj- endur voru óumræðanlega nett, mjög fjölbreyttur hópur, og náðu áhorfendum á sitt band sem dilluðu sér með og brostu útað eyrum. Börn fylgdust hugfangin með og vildu vera með í dansinum. Venjulegum viðskiptavinum Eiðistorgs brá í brún við þessa sjón, og inn á milli mátti sjá nokkra ruglaða túrista. Verkið minnti á tónlistarmyndband, og eins gaman og var að horfa á það, má velta því fyrir sér hvort að verkið hefði verið áhrifaríkara, ef áhorf- endur hefðu tekið virkari þátt í sam- komunni. Blokkarpartí með ókunnugum Síðasta laugardag opnuðu íbúar í Asparfelli í Breiðholti íbúðir sínar og buðu gestum í blokkarpartí. Verkið, Asparfell, sem einnig eftir Ásrúnu Magnúsdóttur og Alexander Roberts í samvinnu við íbúana, er samstarfsverkefni Listahátíðar og Breiðholt Festival. Á fyrsta viðkomustað voru feðgar sem báðir heita Siggi, sonur- inn er dansari og býr í Ástralíu, fað- irinn er tannsmiður og nuddari. Þar inni mátti sjá leðurhúsgögn, tann- smíðaverkstæði, styttur og eftir- prentanir af málverkum Salvadors Dali. Sonurinn sagði mér glettinn að pabbinn hafði verið hoppandi spenntur alla vikuna af tilhlökkun. Gestir fengu síðan hressandi dans- kennslu frá syninum, sem kenndi grunnsporin í línudansi og dansinn við „Blame it on the Boogie“. Hvert heimili í Asparfelli sem opið var bauð uppá mismunandi upplifun, hannaða af húsráðendum. Hvort sem það var að drekka Svala og spila Super Mario-tölvuleik með ungri stelpu í 90’s umhverfi, eða heimsókn til ömmu sem settist ekki niður því hún var svo upptekin við að gæta þess að allir fengju kaffi. Hver upplifun var náin, persónuleg og snerti við manni. Ein kona spilaði Mannakindur, mollið og blokkarpartí Ljósmynd/Leifur Vilberg Asparfell Línudans stiginn af gestum í einni stofu fjölbýlishússins. uppáhalds tónlistina sína fyrir gesti, og talaði um sveitaböll áttunda ára- tugsins. Blokkarpartíið bauð upp á heillandi innsýn í líf ókunnugra, og gestir sáu hvernig persónuleiki íbú- anna endurspeglaðist í eigum þeirra og smekk. Verkið var samfélagsleik- hús sem leyfði áhorfendum að hitta fólk í sínu umhverfi, og heyra sögur þeirra. Heyra af hverju þau tóku þátt, hvað þeim liggur á hjarta, hvað hefur reynst þeim erfitt í lífinu og hvað veitir þeim hamingju. Kon- septið á sérstaklega vel við þema Listahátíðar í ár, „Heima“. Það er ánægjulegt að Listahátíð standi fyr- ir svona verkefni, að bjóða allskonar fólki í úthverfum borgarinnar að taka þátt í að skapa upplifun sem byggir á þeirra eigin „heima“. Menn verða kindur Á sunnudaginn upplifði rýnir gjörninginn Kindurnar eftir kana- díska sviðslistahópsinn Corpus, í nýju útileikhúsi við Veröld – Hús Vigdísar. Verkið var svipmynd sveitasenu sem snýr upp á raun- veruleikann. Flytjendur voru mann- eskjur í líki kindahjarðar, og gerðu það svo vel að áhorfendur komu fram við þau líkt og þau væru kind- ur. Flytjendur jörmuðu í óþreyju sinni, hreyfðu sig kindalega, átu, pissuðu, hlýddu hirðinum og leyfðu börnum að klappa sér. Allt varð þetta meira súrrealískt í borgar- landslagi milli steypuklumpa. Boð- skapurinn var fljótandi, átti að benda áhorfendum á firringu nú- tímamannsins? Óð til horfinna sam- félaga? Að veganismi er framtíðin? Verkið var svo furðulegt og fyndið að það skipti ekki máli hvað það þýddi, það var opið til túlkunar, til- finningin sat eftir og líklegt er að börnin gleymi þessu aldrei. Hátíð fyrir alla Listahátíð í Reykjavík er þver- fagleg hátíð sem stendur til 18. júní. Hún er og á að vera leiðandi afl í ís- lensku menningarlífi. Það er mikil- vægt að hátíð sem þessi setji upp verk sem dansa á milli listforma. Að Listahátíð standi fyrir nýsköpun og komi verkum á framfæri sem hafa samfélagslega nálgun og nái sem víðast um borgina, og til sem flestra. Verk sem ögra skilningarvitum okk- ar, og vekja upp hjá okkur sam- kennd og gleði. Listahátíð borgar á að vera fyrir alla borgarbúa, sama hver bakgrunnur þeirra er eða í hvaða hverfi þeir búa. Listahátíð í Reykjavík 2018 sýnir að þetta er hægt án þess að slá af listrænum kröfum og er vonandi að hátíðin styrkist enn frekar á komandi árum, sem hátíð allra borgarbúa. » Boðskapurinn var fljótandi, átti að bendaáhorfendum á firringu nútímamannsins? Óð til horfinna samfélaga? Að veganismi er framtíðin? Verkið var svo furðulegt og fyndið að það skipti ekki máli hvað það þýddi, það var opið til túlkunar, tilfinningin sat eftir og líklegt er að börnin gleymi þessu aldrei. Ljósmynd/Leifur Vilberg Kindur Kanadíski hópurinn sýndi í útileikhúsi við Veröld – Hús Vigdísar. Morgunblaðið/Eggert The Great Gathering Dansarar íslenska dansfloksins fluttu verkið ásamt hópi barna og unglinga á Eiðistorgi. Ocean’s 8 Hér er um að ræða glæpagrínmynd sem er afsprengi Ocean’s Eleven sem Steven Soderbergh gerði 2001. Að þessu sinni er Debbie, systir Danny Ocean úr fyrri mynd- inni, í aðalhlutverki. Hún sér um að plana rán sem á ekki að vera hægt að framkvæma. Leikstjóri er Gary Ross og í aðalhlutverkum eru Sandra Bullock, Cate Blanchett, Anne Hathaway, Dakota Fanning og Helena Bonham Carter. Rotten Tomatoes: 68% Adrift Nýjasta kvikmynd Baltasars Kor- máks er byggð á sannri sögu þeirra Tamiar Ashcraft og Richards Sharp sem hittust 1983 og féllu fyrir hvort öðru. Stuttu síðar tóku þau að sér að sigla skútu um 6.500 kílómetra leið yfir opið Kyrrahafið. Það reyndist feigðarför. Ítarlegt viðtal við Shailene Woodley birtist í Morgunblaðinu fyrir stuttu og í blaðinu á morgun er leikstjórinn í viðtali. Bíófrumsýningar Töff Sandra Bullock í Ocean’s 8. Hasar og lífsháski

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.