Morgunblaðið - 13.06.2018, Síða 36
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 164. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Níu bílar skemmdir
2. Lögðu hald á 200 kríuegg
3. Dagur áfram borgarstjóri
4. Einn fluttur á slysadeild
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Málþing um nýjungar og stefnur í
innanhússhönnun séðar frá sjónar-
horni hönnuða og hönnunarkennslu
er haldið í Norræna húsinu í dag kl.
17. Á málþinginu er lögð áhersla á
sjálfbærar lausnir og framtíðarsýn í
hönnun sem auknar lífsstílsbreyt-
ingar kalla á óðfluga. Frummælendur
á málþinginu eru Garðar Eyjólfsson
og Thomas Pausz, fagstjórar
meistaranáms í hönnun við Listahá-
skóla Íslands, vöruhönnuðirnir Auður
Inez Sellgren og Sigrún Thorlacius og
Inga Kristín Guðlaugsdóttir, nemandi
í vöruhönnun við IUA. Sérstakur heið-
ursgestur er finnski iðnhönnuðurinn
Ville Kokkonen sem á að baki glæsi-
legan feril við hönnun og hefur starf-
að með leiðandi norrænum vöru-
merkjum á við Artek, Nokia, Iittala og
Ups. Málþingið er skipulagt í
tengslum við hönnunarsýninguna
Innblásið af Aalto: Með sjálfbærni að
leiðarljósi sem er hluti af 50 ára af-
mælisdagskrá Norræna hússins.
Morgunblaðið/Ómar
Hannað fyrir framtíð-
ina í Norræna húsinu
Tyrfingur Tyrfingsson, fyrrverandi
hússkáld Borgarleikhússins, verður
meðal gesta á leiklistarhátíðinni í
Avignon í Frakklandi í næsta mánuði
og er hann þar í hópi framsækinna
ungra evrópskra leik-
skálda. Leikrit hans,
Bláskjár, sem frum-
sýnt var í Borgarleik-
húsinu í ársbyrjun
2014, verður leiklesið
í nýrri franskri þýð-
ingu í Avignon 6.
júlí.
Bláskjár eftir Tyrfing
leiklesið í Avignon
Á fimmtudag Norðaustan 8-13 m/s og súld eða rigning um landið
norðan- og austanvert, en úrkomuminna annars staðar.
Á föstudag Norðlæg átt, víða 3-8 m/s. Skýjað en þurrt að kalla
norðanlands, en austlægari og dálítil væta um sunnanvert landið.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 3-8 og þykknar upp um norðaust-
anvert landið í kvöld og fer einnig að rigna austast. Hiti 6 til 15 stig.
VEÐUR
„Úrslit leiksins í kvöld skera
úr um hvort við verðum inni
á HM eða úti í kuldanum.
Annað tækifæri verður ekki
í boði og við treystum á að
fólk fjölmenni í Höllina og
styðji við bakið á okkur,“
sagði Guðmundur Þórður
Guðmundsson, landsliðs-
þjálfari karla í handknatt-
leik, við Morgunblaðið en Ís-
land mætir Litháen í kvöld í
úrslitaleik um sæti á HM
2019. »1
Hreinn úrslita-
leikur í Höllinni
„Ég var kominn inn í skóla í Banda-
ríkjunum sumarið 2009. Örugga leið-
in var að fara í námið. Erfiða leiðin
var að reyna að verða atvinnumaður,
af því að það er ekkert sjálfgefið í því.
Tímabilið 2009 byrjaði hins vegar
mjög vel, ég skoraði í fyrstu fimm
leikjunum minnir mig,
og þar með vissi ég að
ég vildi gera allt til
þess að ég gæti gert
það sem mig hafði
alltaf langað til –
að verða atvinnu-
maður í fót-
bolta,“ segir
Alfreð Finn-
bogason. »2
Markaskorarinn ætlaði í
markaðsfræði
„Markmiðið er að klúbburinn haldi
áfram að vaxa og dafna, það eru
margir iðkendur í félaginu og við
þurfum að stuðla að því að allir fái
tækifæri, ef þeir halda áfram að
standa sig vel,“ sagði Ingi Þór Stein-
þórsson m.a. við Morgunblaðið eftir
að hafa tekið við uppeldisfélagi sínu
KR á ný. Ingi hefur síðustu níu árin
verið hjá Snæfelli. »4
Félagið þarf að halda
áfram að vaxa og dafna
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Anna Sigfúsdóttir fagnaði í gær 100
ára afmæli sínu í faðmi vina og
vandamanna. Hún hefur haft góða
heilsu í öll þessi ár og segir að til
þess að ná svo háum aldri þurfi að
ýmsu að huga. ,,Ef ég á að gefa ein-
hver ráð þá er það að lifa skyn-
samlegu lífi í rólegheitum, það er
mikilvægt að æsa sig aldrei mikið.
Ég held líka að það sé ljómandi gott
að sleppa því að reykja og drekka.“
Þrældugleg vinnukona
Anna ólst upp á Hvalsá í Hrúta-
firði en flutti þaðan í Borgarfjörðinn,
á Kleppjárnsreykjahverfið. Þar
stundaði hún grænmetisrækt með
manninum sínum og hafði unun af
því að vinna. ,,Ég hafði alltaf mikinn
áhuga á því að vinna og var þrældug-
leg vinnukona. Ég ólst upp í fátækt
og það er svo yndislegt að geta kom-
ið fjölskyldunni sinni upp sóma-
samlega.“ Þegar Anna flutti til
Reykjavíkur, fyrir fjörutíu árum, fór
hún að vinna á barnaheimili og vann
þar til sjötugs. ,,Það er alltaf gott að
hafa einhverja vinnu,“ segir Anna.
Sonur Önnu tók við búskapnum af
móður sinni þegar hún flutti til
Reykjavíkur fyrir fjörutíu árum, en
Anna á fjögur börn. Þau eru á aldr-
inum 66 til 78 ára. Ömmubörnin eru
tólf og langömmubörnin orðin 21.
Anna hefur dvalið á Hrafnistu í eitt
ár og kveðst ánægð með dvölina.
,,Það hefur verið ágætt að vera
hérna. Alveg hreint ljómandi gott.“
Áður hafði hún nokkrum sinnum
farið á Hrafnistu í hvíldarinnlögn en
annars búið ein.
295 ára systkin
Anna er fjórða elst af systkinum
sínum, en þau voru fjórtán talsins.
Nú eru þrjú systkinanna eftir; Anna
og tveir bræður hennar. Bræðurnir
eru þeir Lárus, fyrrverandi ráð-
herrabílstjóri, og Haraldur, fyrrver-
andi bifreiðarstjóri og píanóstill-
ingamaður. Lárus er 103 ára og
Haraldur 92 ára, samanlagður aldur
systkinanna sem eftir lifa er því 295
ár. Þegar Anna er spurð út í langlífi í
fjölskyldu sinni segir hún að það
hljóti að vera eitthvað fyrst bróðir
hennar sé einnig búinn að ná 100
árum. ,,Foreldrar mínir voru ekki
svona langlífir eins og við en þau
urðu þó nokkuð fullorðin.“
Anna vill jafnvel meina að það sé
enginn áfangi lengur að verða 100
ára. ,,Það er ekkert svo sérstakt
lengur að verða 100 ára, þetta er
bara að verða svolítið algengt.“
Ástæður þess segir Anna vera ein-
faldar. ,,Við höfum það mikið betra
nú til dags heldur en áður fyrr. Það
er nú bara svoleiðis.“
Mikilvægt að æsa sig ekki um of
Anna Sigfúsdóttir grænmetisbóndi er orðin 100 ára Tveir bræður hennar
eru eftirlifandi, 103 og 92 ára Hafði gaman af að sjá fyrir fjölskyldu sinni
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Langlífi Samanlagður aldur systkinanna þriggja, Önnu, Lárusar og Haraldar, er hvorki meira né minna en 295 ár. Anna er 100 ára, Lárus 103 ára og Hall-
dór 92 ára. Þau eru þrjú eftirlifandi af fjórtán systkinum. Anna segir það ekkert sérstakt að vera orðin 100 ára enda nái nú margir þeim aldri.