Morgunblaðið - 14.06.2018, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 14.06.2018, Qupperneq 4
Í KAFFIKRÓKINN Til að halda starfsfólkinu ánægðu dugar ekki að bjóða bara upp á kaffi á könnu. Í kaffikróknum þarf helst að vera fullkomin vél sem galdrar fram flókna kaffi- og kakódrykki, og að auki úrval af te- pokum. Vatnið má heldur ekki skorta, og best að það komi úr tæki sem getur bæði kælt og hitað vatnið eftir þörfum – að skrúfa frá krana yfir vaski er of mikið um- stang. Til að setja punktinn yfir i-ið þarf líka að skaffa kolsýrt vatn, en þá vandast málið því flest kolsýru- tæki eru ekki sérlega falleg á að líta og gera lítið fyrir kaffi- herbergið. Kolsýrutækið frá sænska fram- leiðandanum Aarke er hins vegar svo snoturt að þyrfti helst að stilla því upp á áberandi stað og beint undir ljóskastara. Frá ákveðnu sjónarhorni lítur tækið út eins og verðlaunagripur eftir naumhyggjusinnaðan hönnuð, og frá öðrum hornum eins og gegnheilt, sterkbyggt, sígilt og krómlitað þarfaþing í eldhúsið. Aarke-kolsýrutækið má kaupa á www.aarke.com á 199 sænskar krónur. ai@mbl.is Kolsýrutæki sem þarf ekki að fela 4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018FRÉTTIR Margt er að gerast hjá Maríu Björk um þessar mundir. Hún á von á sínu fyrsta barni í október og stefnt er að því að skrá fyrir- tækið sem hún stýrir, Almenna leigufélagið, í kauphöll á næsta ári. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin? Almenna leigufélagið er til- tölulega ungt félag, stofnað 2014, og hefur vaxið hratt undanfarin ár. Örum vexti fylgja alltaf áskoranir, svokallaðir „vaxtarverkir“, sem er bæði skemmtilegt og spennandi að takast á við. Hver var síðasti fyrirlesturinn sem þú sóttir? Ég sótti vel heppnaðan fyrir- lestur kanadíska prófessorsins Jordan B. Peterson í Hörpu á dög- unum. Ég er hrifin af boðskap Pet- ersons; hann er að mínu mati rödd skynseminnar í heimi þar sem öfgafull og popúlísk sjónarmið hafa því miður öðlast meira vægi síðustu ár. Hvaða hugsuður hefur haft mest áhrif á hvernig þú starfar? Ég er mikill aðdáandi tölfræð- ingsins Nassim Taleb og er að lesa nýjustu bókina hans Skin in the game þessa dagana. Hann hefur einstaka sýn á það hvernig kerfin sem heimurinn er samsettur úr virka og það er hægt að beita kenningum hans á nánast allar að- stæður sem upp koma í starfi. Hvert væri draumastarfið ef þú þyrftir að finna þér nýjan starfa? Öll störf sem ganga út á að byggja eitthvað upp og bæta þannig að árangurinn sé sýni- legur. Ég nýt þess að vinna með fólki og það er nauðsynlegt að starfið krefjist mikilla samskipta. Hvernig heldurðu þekkingu þinni við? Aðallega með því að fylgjast vel með alþjóðlegri þróun. Til dæmis hlusta ég mikið á erlend hlaðvörp og les tímarit og fréttabréf. Ég hef sérstakan áhuga á því sem er að gerast á sviði tækninnar þar sem það er stutt í að gervigreind og viðbótar/sýndarveruleiki muni kollvarpa svo mörgu sem okkur þykir eðlilegt í dag. Hugsarðu vel um líkamann? Ég blanda saman hreyfingu sem byggist á áreynslu eins og hjólreiðum og lyftingum, og slök- un á borð við jóga og hugleiðslu. Langbesta ákvörðunin var að fá mér skrifborð sem hægt er að standa við. Það léttir ótrúlegu álagi af líkamanum. Hvað myndirðu læra ef þú feng- ir að bæta við þig nýrri gráðu? Ég hef mikinn áhuga á tungu- málum og ég lét gamlan draum rætast nýlega þegar ég byrjaði að læra mandarin-kínversku með hjálp einkakennara. Ég hef líka gaman af forritun og er byrjuð á tölvunarfræðigráðu sem ég setti á ís vegna anna. Það er aldrei að vita nema maður taki hana upp að nýju í framtíðinni. Hvaða kosti og galla sérðu við rekstrarumhverfið? Kostirnir við að starfa í jafn litlu hagkerfi og því íslenska felast að- allega í nálægð við fólk og stuttum boðleiðum. Hins vegar má segja að gallinn felist líka í smæð mark- aðarins þar sem aðgerðir á borð við innflæðishöft á erlent láns- fjármagn, án þess að útflæðishöft á íslenskt fjármagn séu við lýði, skapa ójafnvægi á fjármagns- mörkuðum með tilheyrandi kostn- aði fyrir fyrirtæki og heimili. Hvað gerirðu til að fá orku og innblástur í starfi? Ég er svo heppin að vera um- kringd skemmtilegu og hæfi- leikaríku fólki í leik og starfi sem veitir mér innblástur og hvatningu á hverjum degi. Hvaða lögum myndirðu breyta ef þú værir einráð í einn dag? Ég myndi leggja áherslu á að breyta löggjöf sem skerðir at- hafna- og viðskiptafrelsi, til að mynda með því að afnema einokun á leigubílaakstri og áfengissölu, og lögum um mannanöfn. Þá mega lög um trúfélög alveg missa sín en það er algjör tímaskekkja að þeir sem kjósa að vera ekki meðlimir í trúar- eða lífsskoðunarfélagi séu neyddir til þess að greiða hlutfalls- lega hærri skatta en aðrir. SVIPMYND María Björk Einarsdóttir frkvstj. Almenna leigufélagsins Lærir kínversku og er forvitin um forritun Morgunblaðið/ Arnþór Fengi María að ráða myndi hún m.a. vilja afnema einokun á leigubílarekstri og áfengissölu. FYRIR BÁSINN Góður bakki getur gert kraftaverk. Það verður ekki hjá því komist, í amstri dagsins, að þurfa að hafa ýmsa smáhluti við höndina. Nema hvað að vinnusvæðið getur fljótt orðið frekar ósnyrtilegt ef þar eru smámunir á stangli. Nafnspjöld, skæri, pennar, strokleður: allt verð- ur snyrtilegra þegar því hefur verið raðað ofan í bakka. Það þarf ekki endilega að raða í bakkann af nákvæmni því bara það eitt að ramma smáhlutina inn með bakka skapar röð og reglu, og veld- ur því að óreiðubás umbreytist á einu augabragði í fyrirmyndar- vinnustöð. Bakkarnir frá Best Made eru málið. Þeir eru hápunktur einfald- leikans; fást í rauðum, svörtum, gulum og bláum lit hjá bestmade- co.com og kosta 48 dali. ai@mbl.is Bakki til að halda öllu snyrtilegu Litríkir og í þremur stærðum.Bakki rammar inn óreiðuna. NÁM: Stúdentspróf frá Menntaskólanum á Egilsstöðum 2008; B.Sc. í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2012. STÖRF: Íslandsbanki 2012-2013; sérhæfðar fjárfestingar hjá Gamma 2013-2014; framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins frá 2014. ÁHUGAMÁL: Ég elska að ferðast og upplifa nýja staði og menningu, sérstaklega ef ég get samtvinnað ferðalögin við úti- vist og hreyfingu. Ég hef alltaf lesið mjög mikið og Kindle- lesbrettið mitt er sá hlutur sem mér þykir vænst um. Þá er ég mjög áhugasöm um góðan mat og vín, þrátt fyrir að vera ekki mjög liðtæk í eldhúsinu sjálf. FJÖLSKYLDUHAGIR: Er í sambúð með Ellerti Arnarsyni sjóðs- stjóra og við eigum von á okkar fyrsta barni í október. HIN HLIÐIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.