Morgunblaðið - 14.06.2018, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.06.2018, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018 9VIÐTAL arnar fóru að hrúgast inn til okkar kölluðu þeir inn fólk frá Bretlandi, Boston og San Francisco, með það að markmiði að mæta álaginu. Innan mánaðar vorum við búin að byggja upp teymi í Oxford, Boston, Singapore og Las Vegas. Ég hef aldrei séð svona mikla skilvirkni í jafn stóru fyrirtæki og þeir eru.“ Eins og sagði hér á undan eru flestöll ís- lensk fyrirtæki sem selja ferðir og afþreyingu í viðskiptum við Bókun, en einnig eru fjölda- mörg erlend fyrirtæki einnig í viðskiptum við fyrirtækið, enda segir Hjalti að það sé orðið vel þekkt um víða veröld. „Auk TripAdvisor erum við í viðskiptum við marga af stærstu endursöluaðilum í heiminum í þessum bransa. Þannig erum við með Expedia, sem margir þekkja, og einnig stærstu „Hop On – Hop Off“ rútuferðafyrirtækin í heiminum. Þau nota Bók- un fyrir allar bókanir sinna endursöluaðila um allan heim. Sem dæmi myndi ferðaskrifstofa í Indlandi sem vill selja rútuferð í Bretlandi gera það í gegnum Bókun. Við erum stórir á Íslandi, með mörg af stærstu fyrirtækjum í heimi einnig í viðskiptum, og nú með hjálp TripAdvisor ætlum við að fjölga til muna þess- um minni aðilum um allan heim.“ Spurður að því sérstaklega hver galdurinn sé við að vaxa jafn hratt og ná þeim árangri sem náðst hefur á jafn stuttum tíma segir Hjalti að mikilvægast sé að hlusta á viðskipta- vininn. „En við vorum líka óhrædd við að segja nei ef menn komu fram með hugmyndir sem við töldum að við gætum útfært enn betur.“ Hann leggur áherslu á að núna eftir að fyrirtækið sé komið í erlenda eigu verði félag- inu áfram stjórnað frá Íslandi. Kjarnaþekk- ingin verði hér til staðar og hér fari þróunin og öll hugmyndavinna fram. „Við erum 20 manna fyrirtæki í dag, á Íslandi. Fyrir einu og hálfu ári vorum við 10. Það eru ekki mörg fyr- irtæki sem hafa náð útbreiðslu út um allan heim sem eru jafn fámenn. Það helgast af því að við höfum raunverulega ekki verið með neina söludeild. Við höfum fengið viðskiptavin- ina nánast sjálfkrafa, þjónusta hefur spurst vel út. Nú á næstu vikum ætlum við að ráða inn 30 manns til viðbótar. Við ætlum ekki að stoppa þar og munum vaxa hratt til að mæta miklum metnaði TripAdvisor fyrir okkar hönd. Það er mikilvægt að halda kjarnaþekkingunni hér á landi, því að hér er mikil þekking á at- vinnugreininni. Ferðir og afþreying eru mjög stór hluti af hagkerfinu, miklu stærri en menn átta sig á, enda bjóða hundruð aðila upp á slíka þjónustu, af ýmsum toga, og ástæðan er aðallega sú hve auðvelt er að koma inn á markaðinn. Sem dæmi sýna tölur okkar að bókunum í ferðum og afþreyingu fjölgaði um 38% á fyrstu fimm mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Stærstu 20 fyrirtækin eru kannski ekki að stækka svona hratt, en þau næstu 200 eru kannski að stækka um meira en 38%.“ Hjalti segir að betra aðgengi að markaðnum þýði líka aukna samkeppni, og meira lifandi markað. „Ef fyrirtæki eru ekki á tánum er mjög auðvelt að heltast úr lestinni. Það er bara af hinu góða, og þýðir að þjónustan verð- ur betri og betri fyrir viðskiptavininn, sem aft- ur þýðir að við getum haldið áfram að vaxa í ferðaþjónustunni á Íslandi.“ Það er þá ekkert að hægjast um í ferðaþjón- ustunni eins og margir vilja meina? „Nei. Það er jafnan mikill barlómur í grein- inni í apríl – maí á hverju ári. Ein ástæðan er þeir sem treysta á sölu frá ferðaskrifstofum sem nota ekki netið til að selja erlendis, þær eru bara að deyja út, og þá hverfa þeirra við- skipti. Nú þurfa menn að horfa á nýja markaði eins og Asíu, Bandaríkin o.fl. Þeir sem hafa bara verið að horfa t.d. til Suður-Evrópu gætu borið skarðan hlut frá borði. Þar er ekki eins mikill vöxtur og jafnvel samdráttur.“ Hjalti ber lof á íslenska ferðamálafrömuði, sem lyft hafa grettistaki að hans mati. „Það er aðdáunarvert að fylgjast með því hvernig við Íslendingar höfum náð viljandi eða óviljandi að markaðssetja Ísland sem „heitan reit“ fyrir ferðir og afþreyingu. Fyrir mjög marga í heiminum er Ísland það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ferðir og afþreying eru annars vegar.“ Spurður sérstaklega um söluna til TripAdvi- sor segir Hjalti að Bókun hafi alls ekki verið til sölu. „Erlendir aðilar hafa sýnt áhuga á að kaupa Bókun í hverjum einasta mánuði síðast- liðin tvö ár. Erlendir sjóðir hafa komið reglu- lega að tala við okkur, en vel að merkja hefur ekki einn einasti íslenski sjóður haft samband, sem segir kannski eitthvað um hversu lágt við höfum flogið á Íslandi. Þetta hafa verið risa- stórir erlendir framtakssjóðir og einkafjárfest- ingarsjóðir (e. private equity). Viðbrögð okkar hafa alltaf verið á einn veg, að við værum ekki til sölu.“ Hvað veldur þessum áhuga, hvernig vita menn af ykkur? „Ég talaði reyndar á yfir 20 ráðstefnum er- lendis á síðasta ári, og það hefur kannski vakið athygli á okkur. Ég hef nota bene ekkert talað á ráðstefnum hér á landi, enda enginn boðið mér,“ segir Hjalti og brosir. Hann segir að viðræður við TripAdvisor hafi upphaflega hafist um síðustu áramót. Þær við- ræður hafi snúist um aukið samstarf, en Trip- Advisor hefur um nokkra hríð selt ferðir í gegnum Bókun. „Upp úr þessu spunnust um- ræður um að þeir myndu reyna að koma Bók- un til samstarfsaðila sinna um allan heim. Það lá því beinast við að þeir myndu kaupa okkur, og þeir gerðu tilboð í kjölfarið. Á sama tíma voru aðrir að bera víurnar í okkur, en það kom aldrei til greina að vinna með neinum öðrum því okkur leist svo vel á að vinna með þessu fólki. Það var einkum þessi hraði og þessi langtímahugsun sem er við lýði hjá félaginu sem heillaði okkur.“ Til útskýringar nefnir Hjalti að hann hafi hitt stofnanda og forstjóra TripAdvisor, Steph- en Kaufer, í söluferlinu. „Hann er einn merki- legasti maður sem ég hef hitt. Þó að hann sé að vinna í fyrirtæki sem er skráð á markað er hann alltaf að hugsa mörg ár fram í tímann. Næsti ársfjórðungur skiptir hann litlu máli í stóra samhenginu. Ég heillaðist ótrúlega mikið af þessari hugsun. Við ákváðum því að láta slag standa og ég sé svo sannarlega ekki eftir því. Þetta er ótrúlega skemmtilegt, og gaman að fá inn alla þessa nýju kúnna, og stækka fyrirtækið hratt upp, auk þess sem við þurfum ekki að hugsa um að græða peninga næsta ár- ið. Það hefur verið ótrúlega skemmtilegt að byggja Bókun upp en ég mat það svo að þetta gæti orðið næsti skemmtilegi kafli.“ Ódýrastir í bransanum Hluti af ástæðunni fyrir hröðum vexti fé- lagsins eftir kaup TripAdvisor á Bókun er að gjaldinu fyrir notkun á kerfinu var breytt að sögn Hjalta. Áður var rukkað á hvern notanda með áskriftarfyrirkomulagi en nú er búið að einfalda fyrirkomulagið og viðskiptavinur greiðir 0,1% af þeirri veltu sem fer í gegnum Bókun. Auk Hjalta og Norvikur átti Ólafur Gauti Guðmundsson tæknistjóri hlut í félaginu. Hjalti segir að bæði hann og Ólafur muni halda áfram að starfa fyrir Bókun og leiða uppbygginguna. „Við ætlum að byggja upp eins gott teymi hér á landi og við mögulega getum, og höfum mikinn metnað fyrir því.“ Til að gefa dæmi um útbreiðslu Bókunar til annarra landa segir Hjalti að Bókun hafi farið nýlega með fulltrúum finnska flugfélagsins Finnair á ferð um allt Finnland til að kynna þjónustuna, og hún sé að fara í loftið nú á næstu vikum. „Þeir vildu að allir aðilar sem bjóða ferðir og afþreyingu í Finnlandi notuðu Bókun. Þeir hugsuðu sem svo að til að ferða- menn vildu koma til Finnlands þyrfti vöru- framboðið í landinu að vera sýnilegra, eins og á Íslandi. Þá styrktu ferðamálasamtök Írlands alla í ferða- og afþreyingargeiranum þar í landi til að taka upp okkar kerfi, til að gera vöruframboðið sýnilegra.“ öpun í ferðamennsku Morgunblaðið/Eggert ” Það kom aldrei til greina að vinna með neinum öðrum því okkur leist svo vel á að vinna með þessu fólki. Hjalti segir að það sé lán fyrirtækisins að hafa verið heppið með starfsfólk. „Við höfum fengið inn fólk með mikla ástríðu fyrir fyrir- tækinu. Þumalputtaregla Price er að kvaðratrótin af fjölda starfsfólksins vinnur helming allrar vinnunnar á hverjum vinnu- stað. Því hefur ekki verið að heilsa hér. Við höfum haft í vinnu mjög ósérhlífið fólk, sem setur vinnuna í fyrsta sæti og gerir það sem gera þarf til að klára verkefnin. Ef við hefðum ekki verið svona heppin með fólk hefðum við ekki náð þessum árangri.“ Hann segir augjóst að reynt verði að halda í þennan kúltúr þegar ráðnir verða 30 starfs- menn nú á næstunni. „Við viljum fá fólk með þessa ástríðu fyrir starfinu. Við höfum tekið eftir að þegar við höfum ráðið fólk sem skortir þessa ástríðu, þá gengur þetta ekki.“ Ráðnir verða tæknimenn, sölufólk og þjónustufólk. „Við erum að fara að fá þús- undir nýrra viðskiptavina. Við þurfum fólk sem mun hjálpa til við uppsetningu. Allir þurfa að kunna ensku, og við þurfum allar gerðir forritara, bakenda – framenda og vef- forritara, sem og markaðsfólk. Í raun erum við að fara upp um deild, og stofna nýtt fyr- irtæki. Svo þarf að manna erlendu skrifstof- urnar.“ Ástríðan fyrir starfinu skiptir máli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.