Morgunblaðið - 14.06.2018, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 14.06.2018, Qupperneq 14
Kynnisferðir Ari Steinarsson hefur verið ráðinn markaðs- stjóri Kynnisferða. Hann hefur undanfarin tvö ár starfað sem sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu hjá fyrirtækinu. Ari hefur starfað við stafræna markaðssetningu síðastliðin 11 ár, meðal annars hjá TM Software og Netráðgjöf, fyrirtæki sem hann stofnaði 2007. Ari hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um stafræna markaðs- setningu, ásamt því að kenna það fag í Háskólanum í Reykjavík. Ari stundar nú mastersnám í stafrænni markaðssetningu hjá Digital Marketing Institute. Ari Steinarsson nýr markaðsstjóri 14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018FÓLK Reykjavíkurborg Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin í starf deildarstjóra kjaradeildar á fjármálaskrifstofu Reykjavíkur- borgar. Harpa er með grunn- og framhaldsgráðu í hagfræði frá Georg-August Universität Göttingen í Þýskalandi. Hún út- skrifaðist einnig úr MBA-námi Háskóla Íslands árið 2017. Síðastliðin 15 ár hefur Harpa gegnt starfi forstöðumanns kjaramálasviðs Eflingar. Hún þekkir vel til kjarasamningsumhverfis og starfsmatskerfis borgarinnar í gegnum setu í samstarfsnefnd Eflingar og Reykjavíkurborgar. Harpa ráðin deildarstjóri kjaradeildar með fleiri hundruð milljónir króna af tryggingafé á sínum herðum en mega ekki ráðstafa því á nokkurn hátt eða fjárfesta. Ávinningurinn er lítill sem enginn en umstangið sem þessu fylgir getur verið töluvert.“ Umsækjendum gefin einkunn Vignir segir að húsaleiguábyrgðin sé aðeins fyrsta þjónustan af mörgum sem fyrirtækið hyggist bjóða upp á. „Núna vinnum við að því að smíða nýjan vettvang á netinu til að leiða saman leigutaka og leigusala. Um er að ræða vefsíðu sem virkar í megin- atriðum ekki ósvipað og hefðbundinn leiguvefur, en léttir notendum lífið á ýmsa vegu,“ útskýrir Vignir. Fólk í leit að húsnæði mun geta þurfa að krefjast tryggingafjár frá leigjendum. Raunar er þetta þróunin í dag; að leigusalar og leigufélög er- lendis keppast um að bjóða húsaleigu með þessum hætti,“ segir Vignir og Fjártæknifyrirtækið Leiguskjól hef- ur um nokkurt skeið boðið leigj- endum og leigusölum upp á húsa- leiguábyrgð, sem komið getur í stað þess að leigjandi leggi fram hefð- bundna tryggingu í formi tveggja eða þriggja mánaða leigu. Í sumar tekur fyrirtækið þátt í Startup Reykjavík á vegum Arion banka og verður tæki- færið notað til að skoða grundvöll ým- issa nýrra fjármálaafurða tengdra leigumarkaðnum. „Við gefum út ábyrgð sem leigusali getur sótt í ef tjón verður á húsnæð- inu af völdum leigutaka, eða ef van- skil verða á leigu, en leigjandinn greiðir mánaðarlegt iðgjald af ábyrgðinni og er gjaldið í mörgum til- vikum lægra en ef greiddir væru yfir- dráttarvextir af sömu upphæð,“ segir Vignir Már Lýðsson, fram- kvæmdastjóri Leiguskjóls, en upp- hæð gjaldsins og afgreiðsla ábyrgð- arinnar tekur mið af lánshæfismati umsækjandans skv. mælingu Credit- info. Eins og flestir vita hefur leiguverð á Íslandi hækkað töluvert á undan- förnum árum og ekki allir sem eiga auðvelt með að reiða fram tryggingu í reiðufé. Vignir segir að Leiguskjól henti bæði þeim sem eiga ekki upp- hæðina tiltæka og þeim sem vilja ein- faldlega ekki binda svo háa fjárhæð inni á bankareikningi í umsjá leigu- salans. „Leigusalinn nýtur líka ávinn- ings enda fær hann samkeppnis- forskot á markaðinum ef hann getur boðið húsnæði til leigu án þess að minnir á að lögum samkvæmt verður leigusalinn að leggja tryggingaféð inn á bankabók og skila leigjandanum vöxtunum þegar leigutíma lýkur. „Stór leigufélög geta því jafnvel verið stofnað sína eigin upplýsingasíðu og safnað þar saman gögnum eins og lánshæfismati, sakavottorði, með- mælum, launaseðlum og öðrum upp- lýsingum sem leigusalar gætu farið fram á. „Ástandið er þannig á mark- aðinum í dag að fólk getur átt von á að þurfa að sækja um fjölda íbúða áð- ur en það fær eign við hæfi, og getur verið hausverkur að halda utan um umsóknirnar og koma öllum umbeðn- um gögnum á réttan stað. Nýja þjón- ustan einfaldar þetta, og gætir þess að leigjandinn missi ekki af neinu.“ Leigusalinn fær síðan gögnin í hendurnar á stöðluðu og auðskiljan- legu formi og getur borið umsóknir saman á þægilegan hátt. „Ekki er óalgengt að fólk þurfi að fara í gegn- um marga tugi umsókna ef það hefur til sölu góða eign á góðum stað á sanngjörnu verði. Umfangið er mikið, og hjálpar ekki til ef umsóknirnar berast á mismunandi formi og úr ýmsum áttum – gegnum tölvupóst, gegnum Facebook eða eftir öðrum leiðum.“ Kerfi Leiguskjóls mun ekki aðeins halda öllu í röð og reglu heldur líka færa leigusölum í hendurnar tól til að einfalda valið á rétta leigjandanum. „Leigusalinn getur flokkað umsækj- endur t.d. eftir lánshæfiseinkunn, tekjum eða leigumati sem er mæli- kvarði sem við höfum þróað til að spá fyrir um það hversu góður leigjandi umsækjandinn mun verða.“ Vignir segir að ef vel gengur á Ís- landi standi vonir til að selja lausnir Leiguskjóls erlendis, og virðist fátt standa í vegi fyrir útrás. „Regluverk leigumarkaðarins er svipað í flestum löndunum í kringum okkur og vanda- málin nær alltaf þau sömu. Við lítum á Ísland sem prufumarkað þar sem við getum fínpússað þjónustu okkar, en vörurnar eru þannig gerðar frá grunni að ekki verður erfitt að fara með þær inn á nýja markaði.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg „Ástandið er þannig á markaðinum í dag að fólk getur átt von á að þurfa að sækja um fjölda íbúða áður en það fær eign við hæfi, og getur verið hausverkur að halda utan um umsóknirnar,“segir Vignir Már Lýðsson. Vilja liðka fyrir leigu á húsnæði Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Leiguskjól stefnir að því að smíða nýjan leiguvettvang sem mun spara bæði leigj- endum og leigusölum tölu- vert umstang. Morgunblaðið/Ómar Leigusölum er vandi á höndum ef þeir þurfa að fara í gegnum tugi umsókna. Meniga Finnur Pálmi Magnússon hefur tekið við sem framkvæmdastjóri vöruþróunar hjá Meniga. Finnur tekur jafnframt sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Áður gegndi Finnur starfi vörustjóra hjá Meniga. Þar tók hann virkan þátt í að byggja upp vöruþróun fyrirtækisins síðastliðin fimm ár, samkvæmt tilkynningu frá Meniga. Finnur hefur áður unnið verkefni í stafrænni þróun fyrir fyrirtæki hér- lendis og erlendis, til dæmis Icelandair, Símann, Sony Computer Enterta- inment, NokiaSiemens, Virgin og Woolworths. Finnur framkvæmdastjóri vöruþróunar SPROTAR VISTASKIPTI OCEAN MIST Modus Hár og Snyrtistofa Smáralind | harvorur.is REF Stockholm er 12 ára gamalt Professional haircare merki Ocean Mist er 100 % Vegan , sulfate, Paraben, glúten og Cruelity free Verð 2.560 kr. Sjá nánar á harvorur.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.