Morgunblaðið - 15.06.2018, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2018
Í HIGH COURT OF JUSTICE RÉTTINUM CR-2017-009373
VIÐSKIPTA OG EIGNADÓMSTÓLL ENGLANDS OGWALES
FYRIRTÆKJARÉTTUR (ChD)
Í MÁLI
AIG EUROPE LIMITED
OG
AMERICAN INTERNATIONAL GROUP UK LIMITED
OG
AIG EUROPE SA
OG
Í MÁLI ER SNERTIR
THE FINANCIAL SERVICES AND MARKETS ACT 2000
TILKYNNING
HÉR MEÐ TILKYNNIST að þann 5. mars 2018 sendu AIG Europe Limited („framseljandi“) og American International Group UK
Limited („hinn breski framsalshafi“) og AIG Europe SA („hinn evrópski framsalshafi“) umsókn („umsókn“) til High Court of Justice
réttarins, Chancery deildar, fyrirtækjaréttar í Lundúnum („rétturinn“)varðandi kafla 107(1) í Financial Services and Markets Act
2000 (með síðari breytingum) („FSMA“) um úrskurð:
1. samkvæmt kafla 111 af FSMA til að heimila framsalsáætlun á tryggingaviðskiptum („áætlunin“) fyrir framsal á:
(a) ákveðnum tryggingaviðskiptum sem framseljandi á í til hins breska framsalshafa („hin framseldu bresku viðskipti“) í
samræmi við skilyrði úrskurðarins og án frekari laga eða reglna; og að
(b) stuttu eftir framsal á hinum framseldu bresku viðskiptum, öll önnur viðskipti sem framseljandi á í, verði framseld til hins
hins evrópska framsalshafa („hin framseldu evrópsku viðskipti“) samkvæmt fyrirskipuðum samruna yfir landamæri með
yfirtöku hins evrópska framsalshafa á framseljanda í samræmi við Companies Regulations 2007 (samruni yfir landamæri)
(SI 2007/2974) („samruni“) og í samræmi við skilyrði úrskurðarins; og
2. viðbótarúrskurð við áætlunina í samræmi við kafla 112 og 112A af FSMA.
Eftirfarandi skjöl eru aðgengileg ókeypis og má hlaða þeim niður á slóðinni: www.aig.com/brexit :
• Afrit af skýrslu um ákvæði áætlunarinnar sem gerð var í samræmi við kafla 109 af FSMA af óháðum sérfræðingi, Steve
Mathews fráWillis TowersWatson, en ráðning hans var samþykkt af Prudential Regulation Authority, („áætlunarskýrsla“);
• Áætlunarskjalið í heild;
• Áætlunarbæklingur (sem inniheldur yfirlit yfir ákvæði áætlunarinnar og yfirlit yfir áætlunarskýrslu); og
• skjal með spurningum og svörum um áætlunina.
Viðbótargögn og frekari fréttir um áætlunina verða birt á þessari síðu svo gott er að athuga reglulega hvort uppfærslur hafi átt sér
stað. Þú getur einnig beðið um ókeypis eintök af þessum skjölum með því að skrifa eða hringja í framseljanda með
samskiptaupplýsingunum hér að neðan.
Umsóknin verður lögð fyrir dómara í Chancery deild High Court réttarins þann 18. október 2018 í Rolls Building, Fetter Lane,
Lundúnum, EC4A 1NL, Bretlandi. Sambærileg umsókn í tengslum við samrunann á að vera lögð fyrir á sama tíma. Ef hann er
samþykktur af réttinum er fyrirhugað að áætlunin og samruninn taki gildi þann 1. desember 2018.
Þeir aðilar sem telja að þeir verði fyrir neikvæðum áhrifum af því að áætlunin sé framkvæmd hefur rétt á að vera
viðstaddur fyrirtökuna og láta sjónarmið sín í ljós hvort sem er í eigin persónu eða í gegnum lagalegan fulltrúa.
Aðila sem heldur fram að hann verði fyrir neikvæðum áhrifum af áætluninni en ætlar sér ekki að vera viðstaddur fyrirtökuna er
heimilt að koma málflutningi sínum um áætlunina á framfæri með því að hringja eða skrifa lögmönnum þeim er nefndir eru hér
að neðan eða framseljanda með því að nota samskiptaupplýsingarnar hér að neðan.
Allir aðilar sem ætla að vera viðstaddir dómþingið eða koma málflutningi sínum á framfæri í gegnum síma eða skriflega eru
beðnir (en ekki skylt) að tilkynna andmæli sín eins fljótt og auðuð er helst fimm dögum áður en fyrirtakan vegna umsóknarinnar
á sér stað þann 18. október 2018, til lögmanna þeirra er nefndir eru hér að neðan eða framsalshafa með að nota
samskiptaupplýsingarnar sem gefnar eru hér að neðan.
Ef áætlunin er samþykkt af réttinum mun það leiða til framsals:
1. allra samninga, eigna, viðskipta og skyldna sem snúa að hinum framseldu bresku viðskiptum til hins breska framsalshafa í
samræmi við skilyrði úrskurðarins; og
2. allra samninga, eigna, viðskipta og skyldna sem snúa að hinum framseldu EES viðskiptum til hins evrópska framsalshafa í
samræmi við skilyrði úrskurðarins,
í báðum tilfellum, væri aðila annars heimilt að fella úr gildi, breyta, eignast að krefjast hagsmuna eða réttinda eða meðhöndla
hagsmuni eða réttindi eins og þau væru fallin úr gildi eða breytt í samræmi við þau. Slík réttindi verður eingöngu hægt að nýta
sér að því leiti sem úrskurður réttarins kveður á um það.
15. júní 2018
Heimilisfang framseljanda:
The AIG Building, 58 Fenchurch Street, Lundúnir EC3M 4AB, Stóra Bretland
Samskiptaupplýsingar framseljanda:
Gjaldfrjálst símanúmer: Ísland - 00800 244 244 29. Símalínur okkar eru opnar frá 9.00 til 17.00 mánudaga til föstudaga
(fyrir utan opinbera frídaga).
Póstfang: AIG Brexit Team, The AIG Building, 58 Fenchurch Street, Lundúnir EC3M 4AB, Stóra-Bretland
Netfang: aigbrexit@aig.com
Freshfields Bruckhaus Deringer LLP
65 Fleet Street, Lundúnir, EC4Y 1HS, Stóra-Bretland. Tilv.: 153385.0064 (GHFS)
Lögmenn framseljanda
Skipulagsstofnun telur nauðsynlegt
að framkvæmdaleyfi vegna fyrirhug-
aðrar Hólsvirkjunar í Þingeyjarsveit
verði bundið því skilyrði að endur-
heimt verði jafn mikið votlendi og
skerða þarf vegna framkvæmda við
virkjunina. Er þetta niðurstaða stofn-
unarinnar eftir yfirferð á skýrslu um
mat á umhverfisáhrifum virkjunar-
innar.
Arctic Hydro hefur í sjö ár unnið að
undirbúningi virkjunar í landi
jarðanna Garðs, Ytra-Hóls og Syðra-
Hóls í Fnjóskadal. Afl vatnsaflsvirkj-
unarinnar á að vera 5,5 MW en eigi að
síður taldi Skipulagsstofnun að gera
ætti umhverfismat vegna mikilla
áhrifa hennar á umhverfið. Því ferli er
nú að ljúka.
Votlendi skerðist
Skipulagsstofnun bendir á að fyrir-
huguð virkjun samanstandi af tveim-
ur stíflum, þrýstipípum, jöfnunarþró,
stöðvarhúsi, frárennslisskurði, veg-
um, efnistöku og 31 km tengingu við
aðveitustöð Rarik á Akureyri. Allt að
34 hektara svæði geti orðið fyrir
röskun.
Telur Skipulagsstofnun að nei-
kvæðustu áhrif framkvæmdarinnar á
umhverfið verði vegna skerðingar á
votlendi. Þótt reynt sé að staðsetja
lagnir og vegslóða utan þeirra sé
óhjákvæmilegt annað en að skertur
verði jaðar tveggja votlendissvæða
sem eru stærri en tveir hektarar og
njóta því sérstakrar verndar sam-
kvæmt náttúruverndarlögum, sem og
minni svæði í vestanverðum Hólsdal.
Þess vegna telur Skipulagsstofnun
nauðsynlegt að binda framkvæmda-
leyfi því skilyrði að endurheimt verði
jafn mikið votlendi og það sem þarf að
skerða vegna framkvæmda. Viðkom-
andi sveitarfélag mun gefa út fram-
kvæmdaleyfi þegar þar að kemur.
Þá er á það bent í áliti Skipulags-
stofnunar að fjöldi fornminja sé í
hættu vegna virkjunarinnar en talið
unnt að komast hjá raski á þeim flest-
um með mótvægisaðgerðum.
helgi@mbl.is
Votlendi endurheimt
Umhverfismati fyrir Hólsvirkjun í Fnjóskadal lokið
Skipulagsstofnun vill setja skilyrði fyrir framkvæmdaleyfi
Morgunblaðið/Kristján
Fnjóskárbrú Vatnið mun renna í Fnjóská en á ekki að hafa áhrif á lífríkið.
Kristín R. Thorlacius,
kennari og þýðandi,
lést 4. júní sl., 85 ára
að aldri.
Hún var fædd í
Austurbæjarskólanum
í Reykjavík 30. mars
1933, dóttir Áslaugar
Kristjánsdóttur og
Sigurðar Thorlacius.
Kristín var næstelst
fimm systkina. Látnir
eru Örnólfur og Hrafn-
kell en Hallveig og
Kristján lifa systur
sína.
Kristín varð stúdent
frá Menntaskólanum í Reykjavík
1953, lauk kennaraprófi frá Kenn-
araháskólanum 1980 og bætti síðar
við sig námi í bókasafnsfræði og út-
skrifaðist sem bókasafnskennari frá
Háskóla Íslands. Kristín starfaði
um tíma í Þjóðminjasafninu en
kenndi lengst af við grunnskólann á
Lýsuhóli í Staðarsveit, á árunum
1973-1994, og var síðan bókasafns-
kennari í Borgarnesi frá 1994 til
2005. Kristín sat í
sveitarstjórn Staðar-
sveitar og var oddviti
sveitarinnar í átta ár,
1978-1986.
Hún þýddi fjölda
bóka og hlaut tvisvar
þýðingarverðlaun
skólamálaráðs Reykja-
víkur. Auk þess gaf
Kristín út barnabækur
og átti ljóð í ljóðasöfn-
um.
Kristín giftist séra
Rögnvaldi Finnboga-
syni, f. 1927, d. 1995,
8. október 1960. Þau
bjuggu víða um land fyrstu búskap-
arár sín en lengst af á Staðastað á
Snæfellsnesi. Þar var Rögnvaldur
prestur frá 1973 til dauðadags,
1995.
Börn þeirra eru Áslaug, Ingi-
björg, Ragnhildur, Sigurður, sem
lést 1999, Finnbogi, Örnólfur Einar
og Ólafur.
Útför Kristínar fer fram frá
Borgarneskirkju í dag kl. 13.
Andlát
Kristín R. Thorlacius
Ekki formaður MS
Egill Sigurðsson var ranglega sagð-
ur formaður stjórnar Mjólkursam-
sölunnar í myndatexta með frétt
um opnum skyrgerðar í Rússlandi í
blaðinu í gær. Hann er ekki lengur
formaður en situr í stjórn Mjólk-
ursölunnar og er formaður stjórnar
móðurfélags MS, Auðhumlu, og
fylgir eftir útflutningi MS. Elín M.
Stefánsdóttir var kjörin formaður
stjórnar Mjólkursamsölunnar á að-
alfundi á dögunum.
Byrjað að svara fólki
Ranghermt var í frétt á bls. 2 í
Morgunblaðinu í gær að Íslensk
erfðagreining væri búin að svara
öllum þeim sem óskuðu eftir upp-
lýsingum um hvort þeir bæru
breytt BRCA2-gen. Hið rétta er
að fyrirtækið er byrjað að svara
umræddum hópi, sem alls telur
um 24 þúsund manns, ekki 20 þús-
und eins og fram kom í fréttinni.
Er beðist velvirðingar á mistök-
unum.
LEIÐRÉTT
Fasteignir
Mikil samstaða er á meðal ljós-
mæðra um að halda kjarabaráttu
sinni áfram, að sögn Katrínar
Sifjar Sigurgeirsdóttur, formanns
samninganefndar ljósmæðra. Í
gærkvöld fór fram félagsfundur
Ljósmæðrafélags Íslands en þar
kom fram að ljósmæður gætu enn
gripið til aðgerða til að styrkja
stöðu sína í kjaradeilu við ríkið.
,,Þau vopn sem við höfum til þess
að halda okkar baráttu til streitu
voru rædd. Við höfum fengið heim-
ild til þess að boða til verkfalls hjá
ljósmæðrum sem starfa á heilsu-
gæslum og ljósmæður geta hugsað
sér að fara að nýta þá heimild.
Eins hefur verið rætt um að boða
yfirvinnubann.“
Um það hvers vegna kjarasamn-
ingur sem lagður var fyrir ljós-
mæður nýverið hafi verið felldur
segir Katrín: ,,Þeim fannst ekki
nóg í lagt, það væri ekki að koma
fram þessi leiðrétting á launasetn-
ingu sem barátta okkar snýst fyrst
og fremst um.“
Katrín segir styrk ljósmæðra í
kjarabaráttunni meiri en hún hafi
nokkurn tímann séð. ,,Ég veit að
það er vilji félagsmanna að fara í
hart og það verður barist fram í
rauðan dauðann, ef svo má að orði
komast. Þær eru tilbúnar að fara
eins langt og þarf í þetta skipti.“
ragnhildur@mbl.is
Halda kjarabaráttu áfram
Ljósmæður íhuga yfirvinnubann og verkfallsaðgerðir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ljósmæður Deilan heldur áfram.