Morgunblaðið - 15.06.2018, Side 22

Morgunblaðið - 15.06.2018, Side 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2018 Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur 2015 gerði VG flokkssamþykkt um að vinna gegn frekari hvalveiðum; friða hvali – líka seli – við landið. Í fyrra sumar voru þing- menn flokksins að und- irbúa tillögu um friðun dýranna, sem leggja átti fyrir Alþingi í byrj- un þinghalds 2017/ 2018. Áður en af því gat orðið, hljóp þó Björt framtíð út undan sér og kollvarpaði þeirri rík- isstjórn, sem þá sat. Með kosningum í október 2017 voru svo spilin stokkuð upp á nýtt, og endaði sú uppstokkun með, að VG myndaði og leiddi nýja ríkisstjórn. Í fyrsta sinn í sögunni var svo skýrt ákvæði um aukna dýra-, umhverfis- og náttúruvernd í stjórnarsáttmál- anum. Gladdi þetta dýra- og um- hverfisvini. Í apríl sl. ákveður Hvalur hf. síðan að hefja dráp á langreyði aftur, eftir tveggja ára hlé, en fyrirtækinu hafði ekki tekizt að selja afurðirnar, enda alþjóðleg samþykkt í gildi, CITES, þar sem um 190 þjóðir skuldbinda sig til að verzla ekki með eða leyfa flutning á hvala- afurðum í sinni lög- sögu. Gengu góðir menn nú út frá því, að VG myndi láta að sér kveða, og afturkalla gamalt hvalveiðileyfi, sem Framsóknarmenn höfðu – við allt önnur skilyrði – veitt árið 2013. Með því að nýta ekki veiðiheimild 2015-2016 hafði réttur Hvals til veiða rýrnað, auk þess, sem lögin um stjórnun fiskveiða, nr. 38/1990, kveða á um, að veiðiheimild veiti hvorki eignarrétt né kröfurétt. Var afturköllun gamalla og úreltra hval- veiðileyfa því vart stórmál. Það sannaðist þó enn einu sinni, að kraftur klíkuskapar og valda er mikill, en kraftur stefnu – líka þó skýr og yfirlýst sé – svo og sannfær- ingar, lítill, í þessu blessaða landi. Þegar forsætisráðherra var spurð um málið á þingi, var svarið, að ekki væri gott að hringla mikið með stjórnsýsluna í landinu, og því skyldi fimm ára gömul hvalveiðireglugerð gilda áfram. Þetta mætti svo skoða aftur í haust (eftir að búið væri að murka líftóruna úr allt að 209 langreyðum, næst stærsta spendýri jarðar, án öruggs tilgangs, með ófyrir- sjáanlegri áhættu fyrir ferðaþjón- ustuna og sölu íslenzkra afurða er- lendis, gegn ímynd og æru Íslands og þvert á öll nútímaleg dýravernd- unarsjónarmið). Hér skal minnt á nokkur grund- vallarsjónarmið, sem hljóta að gilda, varðandi hvalveiðar: Skv. skýrslu dr. Öen frá 19.2. 2015, um veiðar á 50 langreyðum við Ísland, eru drápsaðferðir heift- arlegar og kvalafullar fyrir dýrin. Ekkert dýr drapst strax. Aðeins sex dýr misstu meðvitund fljótlega. 36 dýr börðust um með skutulinn í holdi, líffærum, vöðvum og innyflum í allt að 3,5 mínútur. Átta dýr urðu að heyja skelfilega lífsbaráttu, með skutulinn, sem spennist út eins og stálkló, rífandi og tætandi líffæri og hold, í allt að 16 mínútur. Fjögur þeirra varð að skjóta með sprengi- skutli nr. 2, en það tekur allt að átta mínútur að hlaða byssuna. Á meðan urðu dýrin að þola ólýsanlegar kval- ir, og líka í fleiri mínútur eftir að skutull nr. 2 boraði sig inn í þau og tætti hold þeirra og innyfli. Getur það verið, að sú mannúð og siðmenning, sem við viljum kenna okkur við, réttlæti þessar veiði- aðferðir og þetta dráp? Skv. skoðanakönnunum í hinum vestræna heimi, eru 10-15% manna mjög miklir dýraverndar- og um- hverfissinnar og önnur 10-15% veru- legir dýravinir og náttúruunnendur. Mikill hluti þessa fólks metur matvörur og aðrar vörur, sem það kaupir, út frá uppruna (ábyrg og starfsmannavæn framleiðsla), dýra- meðferð og dýrahaldi (dýravænt og náttúrulegt umhverfi og hald) og kaupir ekki og neytir ekki annars, en það, sem fullnægir þessum kröf- um. Á sama hátt skoðar verulegur hluti þessa fólks afstöðu og fram- ferði annarra þjóða gagnvart dýrum, lífríki og náttúru, þegar það velur sér stað til sumarleyfisdvalar eða frís. Nýjar veiðar okkar Íslendinga á langreyði, sem hvorki Norðmenn né Japanir stunda, myndu væntanlega minnka ferðamannastrauminn til landsins um minnst 5 til 10%. Miðað við að tekjur af ferðaþjónustu í fyrra, 500 milljarða, næmi slíkt tap 25 til 50 milljörðum fyrir þjóðarbúið á ári. Þó að ekki nema 1-2% myndu hætta við að koma, vegna veiðanna, næmi tapið 5 til 10 milljörðum á ári. Rökin um, að þessar langreyða- veiðar séu sjálfbærar, standast held- ur ekki skoðun. Gömul og úrelt skil- greining á „sjálfbærni“, sem sumir beita hér enn, en er forn og úrelt, er „að veiðar innan marka viðkomu dýrastofns séu sjálfbærar veiðar“. Rétt og nútímaleg, alþjóðleg skil- greining á „sjálfbærni“ er, hins veg- ar, þessi: a) Dýrastofn sé heilbrigður og vel á sig kominn, og veitt sé innan marka viðkomu stofns b) Veiðar þjóni þörf eða skýrum efnahagslegum tilgangi. c) Veiðar fari fram með mann- úðlegum aðferðum, án kvalræðis fyrir bráð. Fyrirhugaðar langreyðaveiðar stæðust vart skilyrði b) og alls ekki skilyrði c). Þessar veiðar væru því ekki sjálfbærar. Það er sárgrætilegt að væn og vel- viljuð kona, eins og forsætisráð- herra, skuli ekki hafa meira bein í nefinu en svo, að hún fórni sínum helztu og dýrmætustu stefnumálum til þess eins að geta stjórnað – ef hægt er að nota það orð um fram- göngu hennar og framferði – með og undir oki helztu andstæðinga sinna. Óásættanleg svik Vinstri grænna við kjósendur sína og sjálf sig Eftir Ole Anton Bieltvedt »Kraftur klíkuskapar og valda er mikill, en kraftur stefnu – líka þó skýr og yfirlýst sé – svo og sannfæringar, lítill, í þessu blessaða landi. Ole Anton Bieltvedt Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu- maður og stjórnmálarýnir. Hinn 8. júní síðast- liðinn voru birtar nið- urstöður hlutlausrar úttektar á máls- meðferð og efnislegri athugun velferð- arráðuneytisins á kvörtunum barna- verndarnefnda Reykjavíkur, Hafn- arfjarðar og Kópavogs á störfum Barna- verndarstofu og forstjóra hennar. Á undanförnum mánuðum hefur fjölmiðillinn Stundin lagt stund á hreinar ofsóknir á hendur Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barna- verndarstofu, – reyndar svo að margar fréttir voru skrifaðar um hann á dag um margra vikna skeið, með þeim augljósa tilgangi að taka manninn niður með öllum tiltækum ráðum. Reyndar er fjölmiðillinn fyr- ir löngu orðinn frægur að eindæm- um hvað slík vinnubrögð snertir. All- ir aðilar sem hæst hrópuðu í þessu máli höfðu ekki aðgang að gögnum málsins í heild sinni. Þingmenn Pí- rata létu sitt ekki eftir liggja og jusu ávirðingum og alvarlegum ásök- unum á hendur Braga úr ræðustól Alþingis. Þvert á dylgju- og ásakanaflóð Pí- rata og blaðamanna Stundarinnar, leiðir rannsóknin í ljós að ekki var fótur fyrir þeim ásökunum sem á hann voru bornar. Á meðal annarra hluta var Braga gefið að sök að hafa farið yfir hlutverk sitt í samskiptum við barnaverndarnefndir og þar með gerst brotlegur við 8. gr. barna- verndarlaga. Í athugasemdum greinargerðar sem fylgdi frumvarpi til barnaverndarlaga kemur fram að forstjóra Barnaverndarstofu er heimilt og eftir atvikum skylt að veita barnaverndarnefndum bind- andi „tilmæli“ sé grunur á að lög séu brotin í málsmeðferð barnavernd- armáls. Í niðurstöðum umræddrar úttektar kemur í ljós að Bragi fór ekki út fyrir hlutverk sitt í sam- skiptum við barnaverndarnefndir, eða hefði brotið þagnarskyldu í svo- kölluðu Hafnarfjarðarmáli. Segir svo í niðurstöðum: „Niðurstaða þessarar úttektar á athugun og viðbrögðum velferðar- ráðuneytisins við þeim athuga- semdum sem barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu komu á fram- færi við ráðuneytið í nóvember 2017 um starfshætti Barnaverndarstofu og framgöngu starfsfólks stofnunar- innar, einkum þó forstjóra hennar, er að velferðarráðuneytið hafi ekki gert fullnægjandi ráðstafanir með vísan til yfirstjórnunar- og eftirlits- heimilda sinna til að upplýsa það hvort og þá hvaða grundvöllur væri fyrir þeim ávirðingum sem bornar voru á Barnaverndarstofu og starfs- menn hennar. Í úttektinni er einnig rakið að ekki verði séð að forstjóri Barnaverndarstofu hafi veitt föð- urafa barna upplýsingar í andstöðu við þagnarskylduákvæði 8. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga eða 18. gr. laga nr. 70/1996. Af gögnum málsins verði ekki annað ráðið en að upplýs- ingagjöf forstjórans til föðurafans hafi hvað móðurina varðar einungis lotið að þeim almennu leiðbeiningum sem starfsmaður barnaverndar- nefndar veitti um hver væri hinn eðlilegi farvegur samkvæmt lögum í deilum um umgengni. Ekki verði tal- ið að þessi upplýsingagjöf hafi verið óeðlileg í ljósi umkvartana föðuraf- ans um að barnaverndaryfirvöld í Hafnarfirði hafi átt þátt í því að um- gengni færi ekki fram.“ Hins vegar kemur fram að ráðu- neytið hafði brotið á réttindum Braga með því að afla ekki gagna og sinna þar með rannsóknarskyldu sinni og veita honum rétt til and- mæla svo sem stjórnsýslulög gera ráð fyrir. Af framansögðu má ljóst vera að þingmenn Pírata og blaðamenn Stundarinnar hlupu á sig, og skulda Braga Guðbrandssyni afsökunar- beiðni vegna framgöngu sinnar gegn honum og Barnaverndarstofu. Eftir situr spurningin hvort andúð Pírata og Stundarinnar helgist ekki af því að Bragi hefur í ræðu og riti, sem og í störfum sínum, lagst gegn órétt- mætum umgengnistálmunum. Í umræðum á Alþingi ásakaði Ás- mundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Halldóru Mog- ensen, um að hafa lekið trúnaðar- upplýsingum barnaverndarmáls í Stundina, vegna umfjöllunar um hæfi Braga til framboðs til Barna- réttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Segir hann að Píratar og Stundin ættu í nánu samstarfi og að Píratar hefðu lekið persónulegum upplýs- ingum í fjölmiðilinn. Í því ljósi telj- um við mikilvægt að hafin verði lög- reglurannsókn á meintum lekum á trúnaðargögnum til fjölmiðla, á grundvelli 52. gr. þingskaparlaga. Aðförin að Braga Guðbrandssyni Eftir Gunnar Kristin Þórðarson og Gunnar Waage » Píratar og blaða- menn Stundarinnar ættu að biðja Braga Guðbrandsson afsök- unar. Gunnar Kristinn Þórðarson Gunnar Kristinn er stjórnsýslufræð- ingur og fyrrverandi formaður Karla- listans. Gunnar Waage er kennari og fyrrverandi varaformaður Karlalist- ans. Gunnar Waage

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.