Morgunblaðið - 18.06.2018, Síða 8

Morgunblaðið - 18.06.2018, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2018 Morgunblaðið hefur fjallað umþað, meðal annars í frétta- skýringu um helgina, að breytingar séu framundan í losunarmælikvörð- um bifreiða. Þessar breytingar hafi þau áhrif að hækka gjöld á margar bifreiðar og sú hækkun geti numið tugum prósenta.    Þetta hefur lengilegið fyrir en þó hefur ekkert gerst hjá ríkisvaldinu til að koma í veg fyrir þessar hækkanir, nema að vísu að skipa starfshóp. Starfs- hópur hjálpar hins vegar ekkert þeim sem eru að velta fyrir sér bíla- kaupum og óvissa um verð bíla hef- ur auðvitað neikvæð áhrif á þeim markaði.    Það er furðulegt hve flókið reyn-ist jafnan að lækka skatta, eða jafnvel bara að leiðrétta mæli- kvarða til að koma í veg fyrir að skattar hækki.    Ef áhrifin hefðu verið í hina átt-ina, ætli ríkisvaldið hefði þá ekki verið fljótt að bregðast við og koma í veg fyrir að skattarnir lækkuðu?!    Skattar á bíla hér á landi eruhiminháir og hækkuðu meðal annars í tíð vinstri stjórnarinnar 2009-2013. Síðan hafa setið óvenju- lega margar ríkisstjórnir, en engri þeirra hefur tekist að lækka skatta á bíla.    Og það hefur ekki heldur tekistað laga skekkjuna sem sett var inn í skattkerfið til að hygla dísel- bílum, sem nú þykir sýnt að séu ekki umhverfisvænni en aðrir bílar.    Hvernig stendur á því að ekkertgengur að lækka skatta og lagfæra þá niður á við? Furðulegur seinagangur STAKSTEINAR Veður víða um heim 17.6., kl. 18.00 Reykjavík 9 skýjað Bolungarvík 6 skýjað Akureyri 10 rigning Nuuk 6 léttskýjað Þórshöfn 10 alskýjað Ósló 16 rigning Kaupmannahöfn 19 skýjað Stokkhólmur 16 rigning Helsinki 22 heiðskírt Lúxemborg 18 léttskýjað Brussel 17 léttskýjað Dublin 18 skýjað Glasgow 14 alskýjað London 16 skýjað París 20 skýjað Amsterdam 16 léttskýjað Hamborg 18 skúrir Berlín 25 heiðskírt Vín 26 heiðskírt Moskva 23 heiðskírt Algarve 28 heiðskírt Madríd 30 heiðskírt Barcelona 25 léttskýjað Mallorca 25 léttskýjað Róm 28 þrumuveður Aþena 23 þrumuveður Winnipeg 19 skýjað Montreal 24 skýjað New York 28 heiðskírt Chicago 31 léttskýjað Orlando 28 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 18. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 2:55 24:03 ÍSAFJÖRÐUR 1:34 25:34 SIGLUFJÖRÐUR 1:17 25:17 DJÚPIVOGUR 2:10 23:48 Íslendingar léku á Evrópumótinu í bridds sem fór fram í Ostend í Belg- íu á dögunum. Íslendingar höfnuðu í 14. sæti í opnum flokki með 360,94 stig. Norðmenn unnu opinn flokk karla með 417,24 stig, skammt á eft- ir voru Ísraelsmenn með 415,34 stig og Rússland tók þriðja sætið með 406,06 stig. Pólverjar sigruðu í kvennaflokki, Svíar urðu í öðru sæti og Norðmenn því þriðja. Þá unnu Frakkar eldri flokkinn. Efstu átta sætin gefa rétt til að spila á heimsmeistaramótinu í bridds sem fram fer á næsta ári. Það er því ljóst að Íslendingar verða ekki með á því móti. Ísland í 14. sæti í bridds  Norðmenn Evr- ópumeistarar í bridds Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bridds Frá briddsmóti í Hörpu. Landsréttur hefur dæmt karlmann í 10 mánaða fangelsi fyrir brot gegn stjúpdóttur sinni, sem átti sér stað á 10 ára afmælisdegi hennar. Var hann dæmdur til að greiða henni 600.000 krónur í miskabætur og tvær milljónir í sakarkostnað. Dómurinn er staðfesting á dómi Héraðsdóms Reykjaness sem féll í maí í fyrra, en þar var maðurinn dæmdur til að greiða 800.000 krónur í miskabætur og 1,3 milljónir í áfrýj- unarkostnað. Fram kemur í dómi Landsréttar að maðurinn hafi á sameiginlegu heimili þeirra káfað á kynfærum stúlkunnar innan klæða og kysst hana á maga, bak og munn. Maðurinn byggði málsvörn sína fyrir Landsrétti m.a. á því að mat héraðsdóms á trúverðugleika fram- burðar hans og stúlkunnar hefði ver- ið rangt og hafnaði ályktunum dóms- ins vegna ófullnægjandi rökstuðnings. Taldi hann framburð stúlkunnar að mörgu leyti misvís- andi sem leiða ætti til þess að hann yrði metinn ótrúverðugur. Lands- réttur mat framburð stúlkunnar stöðugan og að dráttur hefði orðið á rannsókn og saksókn í málinu sem ekki hefði verið skýrður. Með tilliti til þess var niðurstaða um fangels- isrefsingu staðfest, en frá því myndi dragast gæsluvarðhald sem hann sætti í tengslum við rannsókn máls- ins. 10 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot  Karlmaður braut gegn stjúpdóttur sinni á 10 ára afmælisdegi hennar Morgunblaðið/Hanna Brot Landsréttur dæmdi í málinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.